Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Kristján Már Unnarsson skrifar 11. desember 2018 22:00 Frá vegagerð við Reykjanesbraut. Veggjöldum er ekki síst ætlað að flýta tvöföldun brautarinnar milli Hafnarfjarðar og Leifsstöðvar. Vísir/Ernir Áform ríkisstjórnarflokkanna um að ná vegtollum og auknum framkvæmdum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar sögðu stríðshanska varpað inn í þingið og hótuðu málþófi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þau áform að ná umbyltri samgönguáætlun með veggjöldum í gegnum þingið fyrir jólahlé byggðu á því að þverpólitísk sátt næðist í þinginu um slíka afgreiðslu. Sú von varð að engu við upphaf þingfundar í dag. Hér er í raun verið að tala um nýja samgönguáætlun með umfangsmiklum breytingum, sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. „Þetta er rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir. Þingið á að sýna sjálfu sér þá virðingu að taka sér örlítið betri tíma í að móta þessar hugmyndir til enda,” sagði Þorsteinn. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði forseta Alþingis hafa dagskrárvaldið. „Ef hann setur það á dagskrá, svona illa unnið í svona mikilli ósátt við þjóðina sem er ekki hrifin af þessum vegagjöldum, er það bara stríðshanski inn á þingið á lokametrum. Hvað á minni hlutann að gera annað en að segja: Þetta getum við ekki leyft? Hvað höfum við þá? Við höfum ekkert annað en heimild okkar til að tala í málinu. Auðvitað þurfum við að tala í málinu,” sagði Jón Þór. Hótun um málþóf gerist vart skýrari. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hafnarfjörður Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Áform ríkisstjórnarflokkanna um að ná vegtollum og auknum framkvæmdum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar sögðu stríðshanska varpað inn í þingið og hótuðu málþófi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þau áform að ná umbyltri samgönguáætlun með veggjöldum í gegnum þingið fyrir jólahlé byggðu á því að þverpólitísk sátt næðist í þinginu um slíka afgreiðslu. Sú von varð að engu við upphaf þingfundar í dag. Hér er í raun verið að tala um nýja samgönguáætlun með umfangsmiklum breytingum, sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. „Þetta er rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir. Þingið á að sýna sjálfu sér þá virðingu að taka sér örlítið betri tíma í að móta þessar hugmyndir til enda,” sagði Þorsteinn. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði forseta Alþingis hafa dagskrárvaldið. „Ef hann setur það á dagskrá, svona illa unnið í svona mikilli ósátt við þjóðina sem er ekki hrifin af þessum vegagjöldum, er það bara stríðshanski inn á þingið á lokametrum. Hvað á minni hlutann að gera annað en að segja: Þetta getum við ekki leyft? Hvað höfum við þá? Við höfum ekkert annað en heimild okkar til að tala í málinu. Auðvitað þurfum við að tala í málinu,” sagði Jón Þór. Hótun um málþóf gerist vart skýrari. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Hafnarfjörður Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30
Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00