Heimir: Það næst enginn árangur með því að reka þjálfara tvisvar á ári Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. desember 2018 13:30 Heimir Hallgrímsson rífur í spaðann á Sjeik Khalifa bin Hamad al-Thani, forseta Al Arabi. mynd/al arabi Heimir Hallgrímsson sagði Katar „staðinn til að vera á“ þegar að hann var kynntur til leiks á blaðamannafundi Al Arabi í gær þegar að Vestmannaeyingurinn tók formlega við stjórnartaumunum hjá félaginu. Al Arabi hefur sjö sinnum orðið katarskur meistari en ekki náð tilsettum árangri undanfarin ár og hafa stuðningsmennirnir verið að fjarlægjast félagið. Þessu vill Heimir kippa í liðinn en það mun taka sinn tíma. „Hér vita allir að þetta er ekki skammtíma verkefni. Hér er ekki verið að kaupa sér árangur strax í dag, þetta er langtíma verkefni til að ná árangri til framtíðar,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum. Al Arabi er ekki þekkt fyrir mikla þolinmæði en Heimir er 18. þjálfarinn sem er ráðinn til starfa á síðustu átta árum.#العربي يقدم المدرب الجديد https://t.co/WDiFJ7nszJ#WelcomeHeimir#العربيpic.twitter.com/sfkodGQyV8 — Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) December 11, 2018 „Margir hafa varað mig við því að þjálfarasætið hérna sé ansi heitt þannig að vonandi getur maður frá Íslandi kælt það örlítið,“ sagði Heimir léttur að vanda. „Allt sem ég hef heyrt frá forsetanum og félaginu í mínum samræðum við fólkið segir mér að ég fái stuðning og ég trúi því. Það næst enginn árangur með því að reka þjálfara tvisvar sinnum á ári,“ sagði Eyjamaðurinn. Heimir var að sjálfsögðu spurður út í tannlækningar og hvort hann mundi stunda þær í Katar en svo verður ekki. „Ég er svo sannfærður um að ég verði hér næstu árin að ég ætla ekki að stunda neinar tannlækningar,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Fótbolti Tengdar fréttir Heimir þjálfar katarskt lið sem á sér sögu um litla þolinmæði Heimir Hallgrímsson klæðir sig aftur í þjálfaragallann eftir að hafa ekki starfað sem þjálfari frá því um miðjan júlí. Ólíklegt er að Heimir hafi séð fyrir sér að þjálfa á næsta áfangastað sínum þegar ferill hans hófst í Vestmannaeyjum. Hann samdi við Al Arabi til ársins 2021 en liðið er um miðja katörsku úrvalsdeildina. 11. desember 2018 08:30 Heimir: Var mest svekktur að missa af Vancouver Heimir Hallgrímsson ræddi ákvörðun sína að fara til Katar. 10. desember 2018 17:55 Heimir ráðinn þjálfari Al Arabi Heimir Hallgrímsson er orðinn þjálfari Al Arabi í Katar. Félagið staðfesti ráðningu Heimis nú rétt í þessu. 10. desember 2018 09:49 Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira
Heimir Hallgrímsson sagði Katar „staðinn til að vera á“ þegar að hann var kynntur til leiks á blaðamannafundi Al Arabi í gær þegar að Vestmannaeyingurinn tók formlega við stjórnartaumunum hjá félaginu. Al Arabi hefur sjö sinnum orðið katarskur meistari en ekki náð tilsettum árangri undanfarin ár og hafa stuðningsmennirnir verið að fjarlægjast félagið. Þessu vill Heimir kippa í liðinn en það mun taka sinn tíma. „Hér vita allir að þetta er ekki skammtíma verkefni. Hér er ekki verið að kaupa sér árangur strax í dag, þetta er langtíma verkefni til að ná árangri til framtíðar,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum. Al Arabi er ekki þekkt fyrir mikla þolinmæði en Heimir er 18. þjálfarinn sem er ráðinn til starfa á síðustu átta árum.#العربي يقدم المدرب الجديد https://t.co/WDiFJ7nszJ#WelcomeHeimir#العربيpic.twitter.com/sfkodGQyV8 — Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) December 11, 2018 „Margir hafa varað mig við því að þjálfarasætið hérna sé ansi heitt þannig að vonandi getur maður frá Íslandi kælt það örlítið,“ sagði Heimir léttur að vanda. „Allt sem ég hef heyrt frá forsetanum og félaginu í mínum samræðum við fólkið segir mér að ég fái stuðning og ég trúi því. Það næst enginn árangur með því að reka þjálfara tvisvar sinnum á ári,“ sagði Eyjamaðurinn. Heimir var að sjálfsögðu spurður út í tannlækningar og hvort hann mundi stunda þær í Katar en svo verður ekki. „Ég er svo sannfærður um að ég verði hér næstu árin að ég ætla ekki að stunda neinar tannlækningar,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
Fótbolti Tengdar fréttir Heimir þjálfar katarskt lið sem á sér sögu um litla þolinmæði Heimir Hallgrímsson klæðir sig aftur í þjálfaragallann eftir að hafa ekki starfað sem þjálfari frá því um miðjan júlí. Ólíklegt er að Heimir hafi séð fyrir sér að þjálfa á næsta áfangastað sínum þegar ferill hans hófst í Vestmannaeyjum. Hann samdi við Al Arabi til ársins 2021 en liðið er um miðja katörsku úrvalsdeildina. 11. desember 2018 08:30 Heimir: Var mest svekktur að missa af Vancouver Heimir Hallgrímsson ræddi ákvörðun sína að fara til Katar. 10. desember 2018 17:55 Heimir ráðinn þjálfari Al Arabi Heimir Hallgrímsson er orðinn þjálfari Al Arabi í Katar. Félagið staðfesti ráðningu Heimis nú rétt í þessu. 10. desember 2018 09:49 Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Sjá meira
Heimir þjálfar katarskt lið sem á sér sögu um litla þolinmæði Heimir Hallgrímsson klæðir sig aftur í þjálfaragallann eftir að hafa ekki starfað sem þjálfari frá því um miðjan júlí. Ólíklegt er að Heimir hafi séð fyrir sér að þjálfa á næsta áfangastað sínum þegar ferill hans hófst í Vestmannaeyjum. Hann samdi við Al Arabi til ársins 2021 en liðið er um miðja katörsku úrvalsdeildina. 11. desember 2018 08:30
Heimir: Var mest svekktur að missa af Vancouver Heimir Hallgrímsson ræddi ákvörðun sína að fara til Katar. 10. desember 2018 17:55
Heimir ráðinn þjálfari Al Arabi Heimir Hallgrímsson er orðinn þjálfari Al Arabi í Katar. Félagið staðfesti ráðningu Heimis nú rétt í þessu. 10. desember 2018 09:49