Bára óhrædd við að mæta Miðflokksþingmönnum fyrir héraðsdómi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. desember 2018 19:00 Bára Halldórsdóttir, konan sem gerði Klausturupptökurnar opinberar, ætlar að mæta fyrir dómara í héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag eftir kvaðningu sem hún fékk frá dómstólnum í gær. Miðflokkurinn segir skýrslutöku fyrir dómi nauðsynlega gagnaöflun í málinu. Þetta ákvað Bára eftir að hafa átt fund með lögmanni sínum í dag en væringar voru á lofti um hvort hún þyrfti að mæta í þinghaldið. Þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, öll úr Miðflokki, eru skráð sem sóknaraðilar í dagskrá dómstólsins á mánudag en ekki liggur fyrir hvort höfðað verði einkamál á hendur Báru. Reimar Pétursson, lögmaður fjórmenninganna sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hygðist ekki tjá sig um málið. Þetta hefur Bára að sega um næstu skref. „Næstu skref eru bara að mæta á mánudaginn. það er svo sem ekkert að gerast að því að þetta var svona hálf skringilega upp sett allt saman, og við bara mætum á mánudaginn og sjáum hvað er að gerast, sagði Bára nú síðdegis. Bréfið sem Bára fékk í gærBára HalldórsdóttirÞar á Bára við að í kvaðningunni frá dómstólnum sem barst í gær er hún rangfeðruð. „Hann kom fyrst til einhverrar Báru Guðmundsdóttur og síðan kom hann aftur til Báru Halldórsdóttur, þannig að ég bjóst alveg við því að þeir myndu senda eitthvað,“ sagði Bára. Málið rætt á þingi í dag Það að þingmenn Miðflokksins hafi leitað til dómstóla með málið kom til umræðu á Alþingi í dag og sagði þingflokksformaður Vinstri Grænna, Bjarkey Olsen, sýna skilningsleysi þeirra sem um ræðir, á alvarleika málsins. Nú síðdegis setti Miðflokkurinn inn færslu á Facebook-síðu flokksins en þar kemur fram að skýrslutakan fyrir dómi sé einungis einn liður í nauðsynlegri gagnaöflun og að þar eigi fastlega ýmislegt eftir að koma fram. Þá kemur fram í færslunni að réttur einstaklinga til friðhelgi ber alltaf að virða og er það þeirra helsti útgangspunktur. Bára segist ekki segist ekki alveg hafa átt von á að málið færi svona langt. „Ég hefði haldið að þeir vildu nú ekkert halda þessu mikið á lofti lengur hvað þeir eru búnir að vera að blaðra, ef þeir gera það þá bara gera þeir það. Er það ekki svoleiðis sem stjórnmálin virka,“ sagði Bára.Ertu smeyk við þetta? „Nei, ég er það ekki,“ sagði Bára. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03 Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. 11. desember 2018 18:03 Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04 Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47 Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
Bára Halldórsdóttir, konan sem gerði Klausturupptökurnar opinberar, ætlar að mæta fyrir dómara í héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag eftir kvaðningu sem hún fékk frá dómstólnum í gær. Miðflokkurinn segir skýrslutöku fyrir dómi nauðsynlega gagnaöflun í málinu. Þetta ákvað Bára eftir að hafa átt fund með lögmanni sínum í dag en væringar voru á lofti um hvort hún þyrfti að mæta í þinghaldið. Þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, öll úr Miðflokki, eru skráð sem sóknaraðilar í dagskrá dómstólsins á mánudag en ekki liggur fyrir hvort höfðað verði einkamál á hendur Báru. Reimar Pétursson, lögmaður fjórmenninganna sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hygðist ekki tjá sig um málið. Þetta hefur Bára að sega um næstu skref. „Næstu skref eru bara að mæta á mánudaginn. það er svo sem ekkert að gerast að því að þetta var svona hálf skringilega upp sett allt saman, og við bara mætum á mánudaginn og sjáum hvað er að gerast, sagði Bára nú síðdegis. Bréfið sem Bára fékk í gærBára HalldórsdóttirÞar á Bára við að í kvaðningunni frá dómstólnum sem barst í gær er hún rangfeðruð. „Hann kom fyrst til einhverrar Báru Guðmundsdóttur og síðan kom hann aftur til Báru Halldórsdóttur, þannig að ég bjóst alveg við því að þeir myndu senda eitthvað,“ sagði Bára. Málið rætt á þingi í dag Það að þingmenn Miðflokksins hafi leitað til dómstóla með málið kom til umræðu á Alþingi í dag og sagði þingflokksformaður Vinstri Grænna, Bjarkey Olsen, sýna skilningsleysi þeirra sem um ræðir, á alvarleika málsins. Nú síðdegis setti Miðflokkurinn inn færslu á Facebook-síðu flokksins en þar kemur fram að skýrslutakan fyrir dómi sé einungis einn liður í nauðsynlegri gagnaöflun og að þar eigi fastlega ýmislegt eftir að koma fram. Þá kemur fram í færslunni að réttur einstaklinga til friðhelgi ber alltaf að virða og er það þeirra helsti útgangspunktur. Bára segist ekki segist ekki alveg hafa átt von á að málið færi svona langt. „Ég hefði haldið að þeir vildu nú ekkert halda þessu mikið á lofti lengur hvað þeir eru búnir að vera að blaðra, ef þeir gera það þá bara gera þeir það. Er það ekki svoleiðis sem stjórnmálin virka,“ sagði Bára.Ertu smeyk við þetta? „Nei, ég er það ekki,“ sagði Bára.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03 Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. 11. desember 2018 18:03 Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04 Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47 Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03
Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. 11. desember 2018 18:03
Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04
Segjast ekki skyldugir til að koma fyrir nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmenn Miðflokksins telja sig ekki skylduga til að mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 12. desember 2018 16:47
Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34