Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. desember 2018 18:03 Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. Vísir/Arnar Fjórir þingmenn sem tóku þátt í samtali á Klaustur bar óska eftir því að Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari í málinu, gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls. Báru barst í dag beiðni frá héraðsdómara sem byggir á tólfta kafla laga um meðferð einkamála sem fjallar um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna fyrir dómi. Vísað er til beiðni Reimars Péturssonar lögmanns fyrir hönd fjögurra einstaklinga. Dómsmál kann að vera höfðað á hendur Báru í kjölfar umbeðinna gagnaöflunar. Hún þarf að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur mánudaginn 17. desember til að svara spurningum sem varðar upptökur hennar kvöldið 20. nóvember síðastliðinn. Bára segist í samtali við fréttastofu hafa búist við þessu. „Þetta lýsir þeirra manni best, þessara einstaklinga og ég hef sagt það frá upphafi að ég er tilbúin að taka afleiðingum minna gjörða, ólíkt mörgum sem ég þekki,“ segir Bára. Spurð út í líðan sína segir Bára: „Ég er búin að vera svona upp og niður auðvitað. Ég er náttúrulega bara verkjasjúklingur og er bara búin að vera að „díla“ við mína hluti líkamlega. Ég hef búist við því að deyja mörgum sinnum á ævinni þannig að ég „díla“ við þetta eins og hvert annað misrétti. Það þarf eitthvað stærra en þetta til það kýla mig niður,“ segir Bára. Sex þingmenn sátu að sumbli á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn en Bára tók samtalið upp og sendi síðan þremur fjölmiðlum upptökurnar. Bréfið sem Bára fékk í dag.Bára Halldórsdóttir Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára lét Alþingi fá frumupptökurnar af Klaustri Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar hefur afhent skrifstofu Alþingis hljóðupptökurnar af samtali þingmannanna sex á barnum 20. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2018 13:01 Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04 Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05 Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Fjórir þingmenn sem tóku þátt í samtali á Klaustur bar óska eftir því að Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari í málinu, gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls. Báru barst í dag beiðni frá héraðsdómara sem byggir á tólfta kafla laga um meðferð einkamála sem fjallar um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna fyrir dómi. Vísað er til beiðni Reimars Péturssonar lögmanns fyrir hönd fjögurra einstaklinga. Dómsmál kann að vera höfðað á hendur Báru í kjölfar umbeðinna gagnaöflunar. Hún þarf að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur mánudaginn 17. desember til að svara spurningum sem varðar upptökur hennar kvöldið 20. nóvember síðastliðinn. Bára segist í samtali við fréttastofu hafa búist við þessu. „Þetta lýsir þeirra manni best, þessara einstaklinga og ég hef sagt það frá upphafi að ég er tilbúin að taka afleiðingum minna gjörða, ólíkt mörgum sem ég þekki,“ segir Bára. Spurð út í líðan sína segir Bára: „Ég er búin að vera svona upp og niður auðvitað. Ég er náttúrulega bara verkjasjúklingur og er bara búin að vera að „díla“ við mína hluti líkamlega. Ég hef búist við því að deyja mörgum sinnum á ævinni þannig að ég „díla“ við þetta eins og hvert annað misrétti. Það þarf eitthvað stærra en þetta til það kýla mig niður,“ segir Bára. Sex þingmenn sátu að sumbli á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn en Bára tók samtalið upp og sendi síðan þremur fjölmiðlum upptökurnar. Bréfið sem Bára fékk í dag.Bára Halldórsdóttir
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára lét Alþingi fá frumupptökurnar af Klaustri Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar hefur afhent skrifstofu Alþingis hljóðupptökurnar af samtali þingmannanna sex á barnum 20. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2018 13:01 Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04 Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05 Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Bára lét Alþingi fá frumupptökurnar af Klaustri Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar hefur afhent skrifstofu Alþingis hljóðupptökurnar af samtali þingmannanna sex á barnum 20. nóvember síðastliðinn. 10. desember 2018 13:01
Lögmaður þingmanna Miðflokksins sendi Persónuvernd erindi Krafðist þess að Persónuvernd tæki til rannsóknar hver hefði tekið þá upp. 10. desember 2018 19:04
Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05
Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34