Innlent

Stálbiti féll á mann í Árnessýslu

Birgir Olgeirsson skrifar
Sjúkraflutningamenn voru kallaðir út á sjötta tímanum í dag vegna slyssins.
Sjúkraflutningamenn voru kallaðir út á sjötta tímanum í dag vegna slyssins. Vísir/Vilhelm
Á sjötta tímanum voru sjúkraflutningamenn kallaðir út í uppsveitir Árnessýslu eftir að tilkynning barst um alvarlegt vinnuslys. Þar féll stálbiti ofan á mann. 

Upplýsingar um meiðsli liggja ekki fyrir en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var þyrla Landhelgisgæslunnar send öðru sinni á Suðurland í dag vegna slyss. Verður maðurinn fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.