Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2018 22:00 Brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar, eins og hún er sýnd í skýrslu Vegagerðarinnar frá því í haust. Grafík/Vegagerðin. Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. Þetta er þvert á álit Vegagerðarinnar um að Teigsskógarleiðin sé best. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hafi einhver gert sér vonir um að það styttist í að Vestfirðingar losni við að aka um hina illræmdu fjallvegi Hjallaháls og Ódrjúgsháls, þá hurfu þær vonir í dag. Nýjasta útspilið gæti seinkað endurbótum Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, hugsanlega um mörg ár, en samgönguáætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdir gætu hafist á næsta ári.Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit.Vísir/Egill AðalsteinssonHreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti fyrir aðeins níu mánuðum að setja svokallaða Þ-H leið um Teigsskóg inn á aðalskipulag en skipti óvænt um kúrs í sumar. Til varð nýr valkostur, svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Þessi stefnubreyting varð eftir að Hagkaupsbræður styrktu hreppinn til að fá norska verkfræðinga að málinu.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Vegagerðin hafnaði Þorskafjarðarbrú í haust eftir að sérfræðingar hennar komust að þeirri niðurstöðu að hún yrði fjórum milljörðum króna dýrari og með minna umferðaröryggi. Hreppsnefnd Reykhólahrepps, með ráðgjöf Skipulagsstofnunar, ákvað hins vegar að fá nýjan aðila að málinu, Lilju Guðríði Karlsdóttur hjá verkfræðistofunni Viaplan. Niðurstaða hennar núna er að R-leiðin með stórbrú yfir Þorskafjörð sé vænlegust og kosti álíka mikið og ÞH-leiðin um Teigsskóg.Brúarsporðurinn að austanverðu yrði við jörðina Stað í Reykhólasveit.Mynd/Úr skýrslu Multiconsult.Hreppsnefnd Reykhólahrepps á næsta leik, að ákveða hvor leiðin fari inn á aðalskipulag. Velji hún R-leið blasa við innansveitarátök við bændur, sem lýst hafa harðri andstöðu, auk þess sem líklegt er að hún þurfi umhverfismat. Þá er óvíst hvort Vegagerðin og samgönguyfirvöld fallist á R-leiðina. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Tengdar fréttir Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Sjá meira
Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. Þetta er þvert á álit Vegagerðarinnar um að Teigsskógarleiðin sé best. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hafi einhver gert sér vonir um að það styttist í að Vestfirðingar losni við að aka um hina illræmdu fjallvegi Hjallaháls og Ódrjúgsháls, þá hurfu þær vonir í dag. Nýjasta útspilið gæti seinkað endurbótum Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, hugsanlega um mörg ár, en samgönguáætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdir gætu hafist á næsta ári.Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit.Vísir/Egill AðalsteinssonHreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti fyrir aðeins níu mánuðum að setja svokallaða Þ-H leið um Teigsskóg inn á aðalskipulag en skipti óvænt um kúrs í sumar. Til varð nýr valkostur, svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Þessi stefnubreyting varð eftir að Hagkaupsbræður styrktu hreppinn til að fá norska verkfræðinga að málinu.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Vegagerðin hafnaði Þorskafjarðarbrú í haust eftir að sérfræðingar hennar komust að þeirri niðurstöðu að hún yrði fjórum milljörðum króna dýrari og með minna umferðaröryggi. Hreppsnefnd Reykhólahrepps, með ráðgjöf Skipulagsstofnunar, ákvað hins vegar að fá nýjan aðila að málinu, Lilju Guðríði Karlsdóttur hjá verkfræðistofunni Viaplan. Niðurstaða hennar núna er að R-leiðin með stórbrú yfir Þorskafjörð sé vænlegust og kosti álíka mikið og ÞH-leiðin um Teigsskóg.Brúarsporðurinn að austanverðu yrði við jörðina Stað í Reykhólasveit.Mynd/Úr skýrslu Multiconsult.Hreppsnefnd Reykhólahrepps á næsta leik, að ákveða hvor leiðin fari inn á aðalskipulag. Velji hún R-leið blasa við innansveitarátök við bændur, sem lýst hafa harðri andstöðu, auk þess sem líklegt er að hún þurfi umhverfismat. Þá er óvíst hvort Vegagerðin og samgönguyfirvöld fallist á R-leiðina. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Tengdar fréttir Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Sjá meira
Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00
Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00
Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. 5. júní 2018 20:30
Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15
Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00