Vestfirðingar sagðir mosavaxnir á biðinni eftir vegi um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júní 2018 20:30 Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. Mynd/Stöð 2. Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. Þingmaður segir Vestfirðinga orðna mosavaxna eftir tuttugu ára bið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrirspurnir tveggja þingmanna til samgönguráðherra á Alþingi í dag lýsa vel þeirri óþreyju sem gætir gagnvart vegarbótum á sunnanverðum Vestfjörðum. Fyrst spurði Miðflokksmaðurinn Sigurður Páll Jónsson hvort laga mætti ástandið með því að fjölga ferðum ferjunnar Baldurs yfir Breiðafjörð, sem ráðherra kvaðst taka til skoðunar.Framsóknarþingmaðurinn Halla Signý Kristjánsdóttir sagði vegagerð um Teigsskóg í pattstöðu. „Við erum að tala um tuttugu ára sögu vandræðagangs í máli sem hefur ekki náð eðlilegum framgangi vegna úrræðaleysis stjórnsýslunnar. Því hefur hreinlega verið unnið gegn eðlilegum samgöngubótum á Vestfjörðum,“ sagði Halla Signý. Ráðherra sagði ferlið sorgarsögu stjórnsýslunnar en tillaga Reykhólahrepps um breytt aðalskipulag með vegi um Teigsskóg hefði nú verið send Skipulagsstofnun. „Og ég veit að Skipulagsstofnun hefur farið yfir þá tillögu og býst við að sveitarstjórn auglýsi hana fljótlega, - væntanlega nú á fyrstu fundum sínum að afloknum sveitarstjórnarkosningum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra á Alþingi í dag: Þetta er sorgarsaga stjórnsýslunnar.Mynd/Stöð 2.Hann gaf sér að allar mögulegar kæruleiðir yrðu nýttar. „Sem þýðir það í raun og veru að við gætum farið af stað sumarið 2019. Verktíminn er áætlaður þrjú ár. Þar með gætu verklok verið kannski haustið 2022, samkvæmt þessu plani, svona miðað við alla venjulega tímafresti,“ sagði ráðherra. Halla Signý sagði nýlega skoðanakönnun sýna að tæp 90 prósent Vestfirðinga styddu vegagerð um Teigsskóg. „Og hugmyndin að þessari vegarlagningu er löngu orðin fullorðin. Og Vestfirðingar eru mosavaxnir á því að bíða eftir þessu,“ sagði Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Tengdar fréttir Fundarmenn gengu á dyr á Patreksfirði Stærstur hluti þeirra tvö til þrjúhundruð manna sem mættu til fundar við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra á Patreksfirði í dag gengu á dyr þegar um hálftími var liðinn. Á fundinum var fjallað um þá ákvörðun Ögmundar að láta Vestfjarðarveg fara yfir tvo ása, fremur en í gegnum Teigsskóg. 20. september 2011 13:03 Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26 Nýkjörin sveitarstjórn opin fyrir að skoða aðra leið en um Teigsskóg Nýkjörin sveitarstjórn Reykhólahrepps er öll opin fyrir því að endurskoða ákvörðun um veglínu um Teigsskóg, komi fram raunhæfari lausn í úttekt norskrar verkfræðistofu. 28. maí 2018 22:00 Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira
Samgönguráðherra vonast til að vegarlagning um Teigsskóg geti hafist sumarið 2019, eftir rúmt ár, og að verklok verði haustið 2022. Þingmaður segir Vestfirðinga orðna mosavaxna eftir tuttugu ára bið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fyrirspurnir tveggja þingmanna til samgönguráðherra á Alþingi í dag lýsa vel þeirri óþreyju sem gætir gagnvart vegarbótum á sunnanverðum Vestfjörðum. Fyrst spurði Miðflokksmaðurinn Sigurður Páll Jónsson hvort laga mætti ástandið með því að fjölga ferðum ferjunnar Baldurs yfir Breiðafjörð, sem ráðherra kvaðst taka til skoðunar.Framsóknarþingmaðurinn Halla Signý Kristjánsdóttir sagði vegagerð um Teigsskóg í pattstöðu. „Við erum að tala um tuttugu ára sögu vandræðagangs í máli sem hefur ekki náð eðlilegum framgangi vegna úrræðaleysis stjórnsýslunnar. Því hefur hreinlega verið unnið gegn eðlilegum samgöngubótum á Vestfjörðum,“ sagði Halla Signý. Ráðherra sagði ferlið sorgarsögu stjórnsýslunnar en tillaga Reykhólahrepps um breytt aðalskipulag með vegi um Teigsskóg hefði nú verið send Skipulagsstofnun. „Og ég veit að Skipulagsstofnun hefur farið yfir þá tillögu og býst við að sveitarstjórn auglýsi hana fljótlega, - væntanlega nú á fyrstu fundum sínum að afloknum sveitarstjórnarkosningum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra á Alþingi í dag: Þetta er sorgarsaga stjórnsýslunnar.Mynd/Stöð 2.Hann gaf sér að allar mögulegar kæruleiðir yrðu nýttar. „Sem þýðir það í raun og veru að við gætum farið af stað sumarið 2019. Verktíminn er áætlaður þrjú ár. Þar með gætu verklok verið kannski haustið 2022, samkvæmt þessu plani, svona miðað við alla venjulega tímafresti,“ sagði ráðherra. Halla Signý sagði nýlega skoðanakönnun sýna að tæp 90 prósent Vestfirðinga styddu vegagerð um Teigsskóg. „Og hugmyndin að þessari vegarlagningu er löngu orðin fullorðin. Og Vestfirðingar eru mosavaxnir á því að bíða eftir þessu,“ sagði Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Tengdar fréttir Fundarmenn gengu á dyr á Patreksfirði Stærstur hluti þeirra tvö til þrjúhundruð manna sem mættu til fundar við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra á Patreksfirði í dag gengu á dyr þegar um hálftími var liðinn. Á fundinum var fjallað um þá ákvörðun Ögmundar að láta Vestfjarðarveg fara yfir tvo ása, fremur en í gegnum Teigsskóg. 20. september 2011 13:03 Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26 Nýkjörin sveitarstjórn opin fyrir að skoða aðra leið en um Teigsskóg Nýkjörin sveitarstjórn Reykhólahrepps er öll opin fyrir því að endurskoða ákvörðun um veglínu um Teigsskóg, komi fram raunhæfari lausn í úttekt norskrar verkfræðistofu. 28. maí 2018 22:00 Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira
Fundarmenn gengu á dyr á Patreksfirði Stærstur hluti þeirra tvö til þrjúhundruð manna sem mættu til fundar við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra á Patreksfirði í dag gengu á dyr þegar um hálftími var liðinn. Á fundinum var fjallað um þá ákvörðun Ögmundar að láta Vestfjarðarveg fara yfir tvo ása, fremur en í gegnum Teigsskóg. 20. september 2011 13:03
Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15
Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. 20. maí 2018 11:26
Nýkjörin sveitarstjórn opin fyrir að skoða aðra leið en um Teigsskóg Nýkjörin sveitarstjórn Reykhólahrepps er öll opin fyrir því að endurskoða ákvörðun um veglínu um Teigsskóg, komi fram raunhæfari lausn í úttekt norskrar verkfræðistofu. 28. maí 2018 22:00
Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9. nóvember 2011 18:56
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15