Laxeldisfyrirtæki sýknað af kröfu málsóknarfélags Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2018 22:35 Laxar fiskeldi fékk leyfið í mars árið 2012 til að reka sjókvíaeldi á laxi í Reyðarfirði, allt að sex þúsund tonnum árlega. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir. Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Laxa fiskeldi ehf. og Matvælastofnun af kröfu Náttúruverndar 2 málsóknarfélags um að ógilt verði rekstrarleyfi sem Fiskistofa veitti. Laxar fiskeldi fékk leyfið í mars árið 2012 til að reka sjókvíaeldi á laxi í Reyðarfirði, allt að sex þúsund tonnum árlega. Stofnfélagar málsóknarfélagsins eru Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár, Árhvammi, Vopnafirði, sem fer með veiðirétt landeigenda við Hofsá og Sunnudalsás, Veiðifélag Selár, Fremri-Nýpum, Vopnafirði sem fer með veiðirétt landeigenda við Selá, Veiðifélag Breiðdælinga, Heydölum, Breiðdalsvík, sem fer með veiðirétt landeigenda við Breiðdalsá, og Veiðifélag Vesturdalsár, Hamrahlíð 24, Vopnafirði, sem fer með veiðirétt landeigenda við Vesturdalsá. Félagið heldur því fram að ef starfsemi Laxa fiskeldis ehf. byggð á rekstarleyfinu, laxeldi í sjókvíum, nái fram að ganga sé innan fárra ára svo gott sem vissa fyrir eyðingu villtra laxastofna í ám á Íslandi, þar með töldum þeim laxveiðiám sem eru í eigu aðila sem stofnuðu félagið.Ríkið hafi heimild til að setja lög og reglur um auðlindanýtingu Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á rök málsóknarfélagsins, þar með talið að annmarkar á leyfinu leiði til þess að það verði ógilt eða að fella bera það úr gildi því það var útrunnið. Þá taldi dómurinn að ekki hafi verið sýnt fram á neina annmarka á ákvörðun Skipulagsstofnunar sem geta leitt til þess að rekstrarleyfið verði ógilt. Málsóknarfélagið hélt því fram að lagaheimild skorti til að afhenda Löxum fiskeldi afnot af því hafsvæði þar sem starfsemin fari fram. Um er að ræða hafsvæði utan netlaga en innan landhelgi Íslands. Héraðsdómur Reykjaness benti á að samkvæmt lögum um eignarétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins er íslenska ríkið eigandi svæðisins. Svæðið sé á forráðasvæði íslenska ríkisins samkvæmt lögum um landhelgi, efnahagslögsögu og hefur ríkið því heimild til að setja lög og reglur um nýtingu auðlinda, eins og gert hefur verið með lögum um fiskeldi. Var því þessari málsástæðu málsóknarfélagsins hafnað.Ekkert sýndi fram á verulega fjárhagslega hagsmuni starfsmanns Þá vildi málsóknarfélagið meina að starfsmaður Matvælastofnunar hafi verið vanhæfur til meðferðar á rekstrarleyfi Laxa fiskeldis og það valdi ógildingu rekstrarleyfisins. Vildi málsóknarfélagið meina að starfsmaðurinn hafi átt persónulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta af málinu þar sem hann hafi starfað að hluta sjálfstætt vegna þjónustu á laxeldisfyrirtæki, það er með því að selja bóluefni til eldisfyrirtækja. Héraðsdómur Reykjaness sagði starfsmanninn ekki hafa komið að útgáfu rekstrarleyfisins, heldur veitti fyrir hönd Matvælastofnunar umsögn til Skipulagsstofnunar og var umsögnin aðeins ein af mörgum. Þá taldi Héraðsdómur Reykjaness að ekkert lægi fyrir um að fjárhagslegir hagsmunir starfsmannsins hafi verið svo verulegir að aðkoma hans að undirbúningi málsins geti leitt til þess að rekstrarleyfið yrði ógilt. Var kröfu málsóknarfélagsins því hafnað en dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Fiskeldi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Laxa fiskeldi ehf. og Matvælastofnun af kröfu Náttúruverndar 2 málsóknarfélags um að ógilt verði rekstrarleyfi sem Fiskistofa veitti. Laxar fiskeldi fékk leyfið í mars árið 2012 til að reka sjókvíaeldi á laxi í Reyðarfirði, allt að sex þúsund tonnum árlega. Stofnfélagar málsóknarfélagsins eru Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár, Árhvammi, Vopnafirði, sem fer með veiðirétt landeigenda við Hofsá og Sunnudalsás, Veiðifélag Selár, Fremri-Nýpum, Vopnafirði sem fer með veiðirétt landeigenda við Selá, Veiðifélag Breiðdælinga, Heydölum, Breiðdalsvík, sem fer með veiðirétt landeigenda við Breiðdalsá, og Veiðifélag Vesturdalsár, Hamrahlíð 24, Vopnafirði, sem fer með veiðirétt landeigenda við Vesturdalsá. Félagið heldur því fram að ef starfsemi Laxa fiskeldis ehf. byggð á rekstarleyfinu, laxeldi í sjókvíum, nái fram að ganga sé innan fárra ára svo gott sem vissa fyrir eyðingu villtra laxastofna í ám á Íslandi, þar með töldum þeim laxveiðiám sem eru í eigu aðila sem stofnuðu félagið.Ríkið hafi heimild til að setja lög og reglur um auðlindanýtingu Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á rök málsóknarfélagsins, þar með talið að annmarkar á leyfinu leiði til þess að það verði ógilt eða að fella bera það úr gildi því það var útrunnið. Þá taldi dómurinn að ekki hafi verið sýnt fram á neina annmarka á ákvörðun Skipulagsstofnunar sem geta leitt til þess að rekstrarleyfið verði ógilt. Málsóknarfélagið hélt því fram að lagaheimild skorti til að afhenda Löxum fiskeldi afnot af því hafsvæði þar sem starfsemin fari fram. Um er að ræða hafsvæði utan netlaga en innan landhelgi Íslands. Héraðsdómur Reykjaness benti á að samkvæmt lögum um eignarétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins er íslenska ríkið eigandi svæðisins. Svæðið sé á forráðasvæði íslenska ríkisins samkvæmt lögum um landhelgi, efnahagslögsögu og hefur ríkið því heimild til að setja lög og reglur um nýtingu auðlinda, eins og gert hefur verið með lögum um fiskeldi. Var því þessari málsástæðu málsóknarfélagsins hafnað.Ekkert sýndi fram á verulega fjárhagslega hagsmuni starfsmanns Þá vildi málsóknarfélagið meina að starfsmaður Matvælastofnunar hafi verið vanhæfur til meðferðar á rekstrarleyfi Laxa fiskeldis og það valdi ógildingu rekstrarleyfisins. Vildi málsóknarfélagið meina að starfsmaðurinn hafi átt persónulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta af málinu þar sem hann hafi starfað að hluta sjálfstætt vegna þjónustu á laxeldisfyrirtæki, það er með því að selja bóluefni til eldisfyrirtækja. Héraðsdómur Reykjaness sagði starfsmanninn ekki hafa komið að útgáfu rekstrarleyfisins, heldur veitti fyrir hönd Matvælastofnunar umsögn til Skipulagsstofnunar og var umsögnin aðeins ein af mörgum. Þá taldi Héraðsdómur Reykjaness að ekkert lægi fyrir um að fjárhagslegir hagsmunir starfsmannsins hafi verið svo verulegir að aðkoma hans að undirbúningi málsins geti leitt til þess að rekstrarleyfið yrði ógilt. Var kröfu málsóknarfélagsins því hafnað en dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Fiskeldi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00