Einstæðingar feimnir við að þiggja boð í glæsilega jólaveislu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2018 14:54 Feðgarnir Viktor Joensen og Bergleif Joensen hvetja fólk til að hringja og boða komu sína. Feðgarnir Viktor Joensen og Bergleif Joensen standa fyrir sannkallaðri jólaveislu að kvöldi aðfangadags. Þangað er þeim boðið sem reikna með að vera einir um jólin. Fjölmargir leggja hönd á plóg og hvetja feðgarnir fólk til að hafa samband og skrá sig. Engin ástæða sé til feimni en Bergleif þekkir það sjálfur vel að vera einn um hátíðarnar. Viðburðurinn er auglýstur á Facebook-síðu Cafe Orange í Ármúla 4 þar sem veislan fer fram. Um er að ræða þriggja rétta hátíðarkvöldverð auk þess sem jólagjafir verða í boði fyrir þá sem verða ekki með fjölskyldum sínum á aðfangadagskvöld. Geir Ólafsson söngvari hefur boðað komu sína. „Þetta var eiginlega bara hugmynd hjá pabba. Mér fannst hún góð og langaði að gera þetta þótt ég væri aðeins efins í fyrstu,“ segir Viktor. Pabbi hans þekki af ýmsum ástæðum hvernig það sé að vera einn um jólin. „Hann langaði bara til að halda veislu!“ Bergleif rekur Cafe Orange ásamt Tómasi Hilmar. Staðurinn tekur að sögn Viktors um 40 manns en þeir reikna með að geta tekið 50 manns í mat. „Við ætlum að gera eins mikið og við getum og reyna að koma eins mörgum fyrir og við getum,“ segir Viktor. Það sé erfitt að segja nei við fólk á þessum degi. Viktor segir nokkra hafa boðað komu sína síðan viðburðurinn var auglýstur á miðvikudaginn. Hann vill þó fylla staðinn. „Fólk virðist feimið við að hringja. Við viljum koma því á framfæri að þetta er ekkert mál og höfum algjöran skilning á því að fólk þarf á hjálp að halda,“ segir Viktor. Hann þakkar hlýjar viðtökur og þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem leggja hönd á plóg. Jól Reykjavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Feðgarnir Viktor Joensen og Bergleif Joensen standa fyrir sannkallaðri jólaveislu að kvöldi aðfangadags. Þangað er þeim boðið sem reikna með að vera einir um jólin. Fjölmargir leggja hönd á plóg og hvetja feðgarnir fólk til að hafa samband og skrá sig. Engin ástæða sé til feimni en Bergleif þekkir það sjálfur vel að vera einn um hátíðarnar. Viðburðurinn er auglýstur á Facebook-síðu Cafe Orange í Ármúla 4 þar sem veislan fer fram. Um er að ræða þriggja rétta hátíðarkvöldverð auk þess sem jólagjafir verða í boði fyrir þá sem verða ekki með fjölskyldum sínum á aðfangadagskvöld. Geir Ólafsson söngvari hefur boðað komu sína. „Þetta var eiginlega bara hugmynd hjá pabba. Mér fannst hún góð og langaði að gera þetta þótt ég væri aðeins efins í fyrstu,“ segir Viktor. Pabbi hans þekki af ýmsum ástæðum hvernig það sé að vera einn um jólin. „Hann langaði bara til að halda veislu!“ Bergleif rekur Cafe Orange ásamt Tómasi Hilmar. Staðurinn tekur að sögn Viktors um 40 manns en þeir reikna með að geta tekið 50 manns í mat. „Við ætlum að gera eins mikið og við getum og reyna að koma eins mörgum fyrir og við getum,“ segir Viktor. Það sé erfitt að segja nei við fólk á þessum degi. Viktor segir nokkra hafa boðað komu sína síðan viðburðurinn var auglýstur á miðvikudaginn. Hann vill þó fylla staðinn. „Fólk virðist feimið við að hringja. Við viljum koma því á framfæri að þetta er ekkert mál og höfum algjöran skilning á því að fólk þarf á hjálp að halda,“ segir Viktor. Hann þakkar hlýjar viðtökur og þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem leggja hönd á plóg.
Jól Reykjavík Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira