Rannsóknarlögreglumaður stefnir Netflix vegna „Making a Murderer“ Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2018 15:38 Moira Demos (t.v.) og Laura Ricciardi (t.h.) höfundar og leikstjórar Making a Murderer. Vísir/Getty Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur stefnt streymisíðunni Netflix vegna ærumeiðinga sem hann telur sig hafa orðið fyrir í heimildarmyndaþáttunum „Making a Murderer“. Hann telur að gefið sé í skyn að hann hafi komið fyrir sönnunargögnum til að koma sök á aðalviðfangsefni þáttanna. „Making a Murderer“ fjallar um dularfullt morðmál í Manitowoc-sýslu í Wisconsin. Steven Avery var þá dæmdur fyrir morð á Teresu Halbach, ungum ljósmyndara, árið 2007. Hann hafði áður setið saklaus í átján ár í fangelsi vegna tilraunar til nauðgunar sem annar maður framdi. Í Netflix-þáttaröðinni er vinnubrögðum lögreglu og saksóknara í morðmálinu lýst ítarlega og ýjað að því að lögreglan gæti hafa komið sök á Avery. Þegar morðmálið kom upp hafði Avery stefnt sýslunni vegna fangelsisvistarinnar. Einn lögreglumannanna sem koma einna mest við sögu er Andrew Colborn, rannsóknarlögreglumaður í Manitowoc-sýslu. Hann hefur nú stefnt Netflix vegna ærumeiðinga. Lögmaður hans segir að Colborn hafi mátt þola „háð, fyrirlitningu og andúð“ á heimsvísu eftir að þættirnir birtust fyrir árið 2015. Sakar hann aðstandendur þáttanna um að greina ekki frá lykilstaðreyndum og að brengla atburði til að láta það virðast sem Colborn og fleiri lögreglumenn hafi komið sök á Avery. Þannig hafi þeir leitt áhorfendur að röngum ályktunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Önnur þáttaröð „Making a Murderer“ kom út á þessu ári. Fjallar hún um tilraunir lögmanna Avery og frænda hans Brendans Dassey til að snúa við sakfellingum þeirra fyrir áfrýjunardómstólum. Dassey var dæmdur fyrir hlutdeild í morðinu á Halbach og kynferðisbrotum gegn henni. Sakfellingin byggðist aðeins á játningu hans sem lögmenn hans fullyrða að hafi verið fengið fram með þvingunum. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hæstiréttur neitar að endurskoða mál Brendan Dassey Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði í dag að endurskoða mál Brendan Dassey, sem var fjallað um í Netflix þáttunum Making A Murderer 25. júní 2018 15:15 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur stefnt streymisíðunni Netflix vegna ærumeiðinga sem hann telur sig hafa orðið fyrir í heimildarmyndaþáttunum „Making a Murderer“. Hann telur að gefið sé í skyn að hann hafi komið fyrir sönnunargögnum til að koma sök á aðalviðfangsefni þáttanna. „Making a Murderer“ fjallar um dularfullt morðmál í Manitowoc-sýslu í Wisconsin. Steven Avery var þá dæmdur fyrir morð á Teresu Halbach, ungum ljósmyndara, árið 2007. Hann hafði áður setið saklaus í átján ár í fangelsi vegna tilraunar til nauðgunar sem annar maður framdi. Í Netflix-þáttaröðinni er vinnubrögðum lögreglu og saksóknara í morðmálinu lýst ítarlega og ýjað að því að lögreglan gæti hafa komið sök á Avery. Þegar morðmálið kom upp hafði Avery stefnt sýslunni vegna fangelsisvistarinnar. Einn lögreglumannanna sem koma einna mest við sögu er Andrew Colborn, rannsóknarlögreglumaður í Manitowoc-sýslu. Hann hefur nú stefnt Netflix vegna ærumeiðinga. Lögmaður hans segir að Colborn hafi mátt þola „háð, fyrirlitningu og andúð“ á heimsvísu eftir að þættirnir birtust fyrir árið 2015. Sakar hann aðstandendur þáttanna um að greina ekki frá lykilstaðreyndum og að brengla atburði til að láta það virðast sem Colborn og fleiri lögreglumenn hafi komið sök á Avery. Þannig hafi þeir leitt áhorfendur að röngum ályktunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Önnur þáttaröð „Making a Murderer“ kom út á þessu ári. Fjallar hún um tilraunir lögmanna Avery og frænda hans Brendans Dassey til að snúa við sakfellingum þeirra fyrir áfrýjunardómstólum. Dassey var dæmdur fyrir hlutdeild í morðinu á Halbach og kynferðisbrotum gegn henni. Sakfellingin byggðist aðeins á játningu hans sem lögmenn hans fullyrða að hafi verið fengið fram með þvingunum.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hæstiréttur neitar að endurskoða mál Brendan Dassey Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði í dag að endurskoða mál Brendan Dassey, sem var fjallað um í Netflix þáttunum Making A Murderer 25. júní 2018 15:15 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Hæstiréttur neitar að endurskoða mál Brendan Dassey Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði í dag að endurskoða mál Brendan Dassey, sem var fjallað um í Netflix þáttunum Making A Murderer 25. júní 2018 15:15