Rannsóknarlögreglumaður stefnir Netflix vegna „Making a Murderer“ Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2018 15:38 Moira Demos (t.v.) og Laura Ricciardi (t.h.) höfundar og leikstjórar Making a Murderer. Vísir/Getty Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur stefnt streymisíðunni Netflix vegna ærumeiðinga sem hann telur sig hafa orðið fyrir í heimildarmyndaþáttunum „Making a Murderer“. Hann telur að gefið sé í skyn að hann hafi komið fyrir sönnunargögnum til að koma sök á aðalviðfangsefni þáttanna. „Making a Murderer“ fjallar um dularfullt morðmál í Manitowoc-sýslu í Wisconsin. Steven Avery var þá dæmdur fyrir morð á Teresu Halbach, ungum ljósmyndara, árið 2007. Hann hafði áður setið saklaus í átján ár í fangelsi vegna tilraunar til nauðgunar sem annar maður framdi. Í Netflix-þáttaröðinni er vinnubrögðum lögreglu og saksóknara í morðmálinu lýst ítarlega og ýjað að því að lögreglan gæti hafa komið sök á Avery. Þegar morðmálið kom upp hafði Avery stefnt sýslunni vegna fangelsisvistarinnar. Einn lögreglumannanna sem koma einna mest við sögu er Andrew Colborn, rannsóknarlögreglumaður í Manitowoc-sýslu. Hann hefur nú stefnt Netflix vegna ærumeiðinga. Lögmaður hans segir að Colborn hafi mátt þola „háð, fyrirlitningu og andúð“ á heimsvísu eftir að þættirnir birtust fyrir árið 2015. Sakar hann aðstandendur þáttanna um að greina ekki frá lykilstaðreyndum og að brengla atburði til að láta það virðast sem Colborn og fleiri lögreglumenn hafi komið sök á Avery. Þannig hafi þeir leitt áhorfendur að röngum ályktunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Önnur þáttaröð „Making a Murderer“ kom út á þessu ári. Fjallar hún um tilraunir lögmanna Avery og frænda hans Brendans Dassey til að snúa við sakfellingum þeirra fyrir áfrýjunardómstólum. Dassey var dæmdur fyrir hlutdeild í morðinu á Halbach og kynferðisbrotum gegn henni. Sakfellingin byggðist aðeins á játningu hans sem lögmenn hans fullyrða að hafi verið fengið fram með þvingunum. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hæstiréttur neitar að endurskoða mál Brendan Dassey Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði í dag að endurskoða mál Brendan Dassey, sem var fjallað um í Netflix þáttunum Making A Murderer 25. júní 2018 15:15 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur stefnt streymisíðunni Netflix vegna ærumeiðinga sem hann telur sig hafa orðið fyrir í heimildarmyndaþáttunum „Making a Murderer“. Hann telur að gefið sé í skyn að hann hafi komið fyrir sönnunargögnum til að koma sök á aðalviðfangsefni þáttanna. „Making a Murderer“ fjallar um dularfullt morðmál í Manitowoc-sýslu í Wisconsin. Steven Avery var þá dæmdur fyrir morð á Teresu Halbach, ungum ljósmyndara, árið 2007. Hann hafði áður setið saklaus í átján ár í fangelsi vegna tilraunar til nauðgunar sem annar maður framdi. Í Netflix-þáttaröðinni er vinnubrögðum lögreglu og saksóknara í morðmálinu lýst ítarlega og ýjað að því að lögreglan gæti hafa komið sök á Avery. Þegar morðmálið kom upp hafði Avery stefnt sýslunni vegna fangelsisvistarinnar. Einn lögreglumannanna sem koma einna mest við sögu er Andrew Colborn, rannsóknarlögreglumaður í Manitowoc-sýslu. Hann hefur nú stefnt Netflix vegna ærumeiðinga. Lögmaður hans segir að Colborn hafi mátt þola „háð, fyrirlitningu og andúð“ á heimsvísu eftir að þættirnir birtust fyrir árið 2015. Sakar hann aðstandendur þáttanna um að greina ekki frá lykilstaðreyndum og að brengla atburði til að láta það virðast sem Colborn og fleiri lögreglumenn hafi komið sök á Avery. Þannig hafi þeir leitt áhorfendur að röngum ályktunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Önnur þáttaröð „Making a Murderer“ kom út á þessu ári. Fjallar hún um tilraunir lögmanna Avery og frænda hans Brendans Dassey til að snúa við sakfellingum þeirra fyrir áfrýjunardómstólum. Dassey var dæmdur fyrir hlutdeild í morðinu á Halbach og kynferðisbrotum gegn henni. Sakfellingin byggðist aðeins á játningu hans sem lögmenn hans fullyrða að hafi verið fengið fram með þvingunum.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hæstiréttur neitar að endurskoða mál Brendan Dassey Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði í dag að endurskoða mál Brendan Dassey, sem var fjallað um í Netflix þáttunum Making A Murderer 25. júní 2018 15:15 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Hæstiréttur neitar að endurskoða mál Brendan Dassey Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði í dag að endurskoða mál Brendan Dassey, sem var fjallað um í Netflix þáttunum Making A Murderer 25. júní 2018 15:15
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent