Hver er besti stjórinn sem lærði undir Sir Alex? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. desember 2018 17:45 Solskjær gekk ekki vel sem stjóri Cardiff en náði góðum árangri í heimalandinu. vísir/getty 32 leikmenn sem spiluðu undir stjórn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hafa reynt fyrir sér sem knattspyrnustjórar eftir að skórnir fóru á hilluna. Einn þeirra tók í dag við stjórn United, en hvaða lærlingur Sir Alex er besti stjórinn? Ole Gunnar Solskjær var í dag staðfestur bráðabirgðastjóri Manchester United út núverandi tímabil. Solskjær spilaði í 11 ár hjá United og hefur síðan einbeitt sér að þjálfun og náði meðal annars mjög góðum árangri með Molde. Norðmaðurinn er 12. besti stjórinn sem lærði undir Sir Alex að mati breska blaðisns Telegraph sem raðaði öllum 32 fyrrum United leikmönnunum í röð eftir árangri sem stjórar. Neðstur á þeim lista er Clayton Blackmore sem spilaði fyrir United 1983-1993. Aðeins tveimur sætum ofar er Gary Neville.Þjálfaraferill Neville varð stutturvísir/gettyNeville er einn virtasti knattspyrnusérfræðingurinn sem starfar í breskum fjölmiðlum en hann náði ekki eins góðum árangri sem þjálfari. Hann var ráðinn sem þjálfari Valencia á Spáni 2. desember 2015. 30. mars 2016 var hann rekinn eftir lítinn sem engan árangur í starfi. Hinn Neville-bróðirinn, Phil, hefur náð aðeins betri árangri sem þjálfari og er í 14. sæti listans. Phil Neville er landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins og hefur farið vel af stað í því starfi. Hann mun stýra Englandi á HM í Frakklandi í sumar.Marga stuðningsmenn United dreymdi um að Ryan Giggs yrði arftaki Sir Alex Fergusonvísir/gettyRyan Giggs situr í 17. sæti listans. Giggs hefur prófað að sitja í sæti Solskjær sem bráðabirgðastjóri United, þó í styttri tíma. Giggs tók við eftir að David Moyes var rekinn í apríl 2014 og stýrði United út tímabilið þar til Louis van Gaal tók við. Giggs er í dag landsliðsþjálfari Wales. Hann hélt liðinu í B-deild Þjóðadeildar UEFA í haust. Í fimmta sætinu situr Mark Robins sem hefur náð góðum árangri í neðri deildum Englads. Steve Bruce er fjórði og Mark Hughes þriðji en hann er einn reyndasti stjóri ensku úrvalsdeildarinnar. Gordon Strachan er í öðru sæti listans eftir að hafa náð góðum árangri með Celtic og Southampton. Hann hætti sem landsliðsþjálfari Skotlands á síðasta ári.Frakkinn Blanc hefur náð bestum árangri allra fyrrum United-leikmannannavísir/gettyBesti þjálfarinn sem lært hefur undir Sir Alex er nafn sem var í umræðunni í gær þegar rætt var hver kæmi inn á Old Trafford. Frakkin Laurent Blanc vermir efsta sæti listans. Blanc hefur fjórum sinnum orðið Frakklandsmeistari og náði samtals 10 titlum með Bordeaux og Paris Saint-Germain. Hann hefur ekki þjálfað síðan hann hætti hjá PSG fyrir tveimur árum.Allan listann má lesa hér Enski boltinn Tengdar fréttir United staðfesti Solskjær og Phelan Manchester United hefur staðfest Ole Gunnar Solskjær sem bráðabirgðastjóra félagsins og í þetta skiptið var ekki um nein mistök að ræða. 19. desember 2018 09:24 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
32 leikmenn sem spiluðu undir stjórn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hafa reynt fyrir sér sem knattspyrnustjórar eftir að skórnir fóru á hilluna. Einn þeirra tók í dag við stjórn United, en hvaða lærlingur Sir Alex er besti stjórinn? Ole Gunnar Solskjær var í dag staðfestur bráðabirgðastjóri Manchester United út núverandi tímabil. Solskjær spilaði í 11 ár hjá United og hefur síðan einbeitt sér að þjálfun og náði meðal annars mjög góðum árangri með Molde. Norðmaðurinn er 12. besti stjórinn sem lærði undir Sir Alex að mati breska blaðisns Telegraph sem raðaði öllum 32 fyrrum United leikmönnunum í röð eftir árangri sem stjórar. Neðstur á þeim lista er Clayton Blackmore sem spilaði fyrir United 1983-1993. Aðeins tveimur sætum ofar er Gary Neville.Þjálfaraferill Neville varð stutturvísir/gettyNeville er einn virtasti knattspyrnusérfræðingurinn sem starfar í breskum fjölmiðlum en hann náði ekki eins góðum árangri sem þjálfari. Hann var ráðinn sem þjálfari Valencia á Spáni 2. desember 2015. 30. mars 2016 var hann rekinn eftir lítinn sem engan árangur í starfi. Hinn Neville-bróðirinn, Phil, hefur náð aðeins betri árangri sem þjálfari og er í 14. sæti listans. Phil Neville er landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins og hefur farið vel af stað í því starfi. Hann mun stýra Englandi á HM í Frakklandi í sumar.Marga stuðningsmenn United dreymdi um að Ryan Giggs yrði arftaki Sir Alex Fergusonvísir/gettyRyan Giggs situr í 17. sæti listans. Giggs hefur prófað að sitja í sæti Solskjær sem bráðabirgðastjóri United, þó í styttri tíma. Giggs tók við eftir að David Moyes var rekinn í apríl 2014 og stýrði United út tímabilið þar til Louis van Gaal tók við. Giggs er í dag landsliðsþjálfari Wales. Hann hélt liðinu í B-deild Þjóðadeildar UEFA í haust. Í fimmta sætinu situr Mark Robins sem hefur náð góðum árangri í neðri deildum Englads. Steve Bruce er fjórði og Mark Hughes þriðji en hann er einn reyndasti stjóri ensku úrvalsdeildarinnar. Gordon Strachan er í öðru sæti listans eftir að hafa náð góðum árangri með Celtic og Southampton. Hann hætti sem landsliðsþjálfari Skotlands á síðasta ári.Frakkinn Blanc hefur náð bestum árangri allra fyrrum United-leikmannannavísir/gettyBesti þjálfarinn sem lært hefur undir Sir Alex er nafn sem var í umræðunni í gær þegar rætt var hver kæmi inn á Old Trafford. Frakkin Laurent Blanc vermir efsta sæti listans. Blanc hefur fjórum sinnum orðið Frakklandsmeistari og náði samtals 10 titlum með Bordeaux og Paris Saint-Germain. Hann hefur ekki þjálfað síðan hann hætti hjá PSG fyrir tveimur árum.Allan listann má lesa hér
Enski boltinn Tengdar fréttir United staðfesti Solskjær og Phelan Manchester United hefur staðfest Ole Gunnar Solskjær sem bráðabirgðastjóra félagsins og í þetta skiptið var ekki um nein mistök að ræða. 19. desember 2018 09:24 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
United staðfesti Solskjær og Phelan Manchester United hefur staðfest Ole Gunnar Solskjær sem bráðabirgðastjóra félagsins og í þetta skiptið var ekki um nein mistök að ræða. 19. desember 2018 09:24