Hver er besti stjórinn sem lærði undir Sir Alex? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. desember 2018 17:45 Solskjær gekk ekki vel sem stjóri Cardiff en náði góðum árangri í heimalandinu. vísir/getty 32 leikmenn sem spiluðu undir stjórn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hafa reynt fyrir sér sem knattspyrnustjórar eftir að skórnir fóru á hilluna. Einn þeirra tók í dag við stjórn United, en hvaða lærlingur Sir Alex er besti stjórinn? Ole Gunnar Solskjær var í dag staðfestur bráðabirgðastjóri Manchester United út núverandi tímabil. Solskjær spilaði í 11 ár hjá United og hefur síðan einbeitt sér að þjálfun og náði meðal annars mjög góðum árangri með Molde. Norðmaðurinn er 12. besti stjórinn sem lærði undir Sir Alex að mati breska blaðisns Telegraph sem raðaði öllum 32 fyrrum United leikmönnunum í röð eftir árangri sem stjórar. Neðstur á þeim lista er Clayton Blackmore sem spilaði fyrir United 1983-1993. Aðeins tveimur sætum ofar er Gary Neville.Þjálfaraferill Neville varð stutturvísir/gettyNeville er einn virtasti knattspyrnusérfræðingurinn sem starfar í breskum fjölmiðlum en hann náði ekki eins góðum árangri sem þjálfari. Hann var ráðinn sem þjálfari Valencia á Spáni 2. desember 2015. 30. mars 2016 var hann rekinn eftir lítinn sem engan árangur í starfi. Hinn Neville-bróðirinn, Phil, hefur náð aðeins betri árangri sem þjálfari og er í 14. sæti listans. Phil Neville er landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins og hefur farið vel af stað í því starfi. Hann mun stýra Englandi á HM í Frakklandi í sumar.Marga stuðningsmenn United dreymdi um að Ryan Giggs yrði arftaki Sir Alex Fergusonvísir/gettyRyan Giggs situr í 17. sæti listans. Giggs hefur prófað að sitja í sæti Solskjær sem bráðabirgðastjóri United, þó í styttri tíma. Giggs tók við eftir að David Moyes var rekinn í apríl 2014 og stýrði United út tímabilið þar til Louis van Gaal tók við. Giggs er í dag landsliðsþjálfari Wales. Hann hélt liðinu í B-deild Þjóðadeildar UEFA í haust. Í fimmta sætinu situr Mark Robins sem hefur náð góðum árangri í neðri deildum Englads. Steve Bruce er fjórði og Mark Hughes þriðji en hann er einn reyndasti stjóri ensku úrvalsdeildarinnar. Gordon Strachan er í öðru sæti listans eftir að hafa náð góðum árangri með Celtic og Southampton. Hann hætti sem landsliðsþjálfari Skotlands á síðasta ári.Frakkinn Blanc hefur náð bestum árangri allra fyrrum United-leikmannannavísir/gettyBesti þjálfarinn sem lært hefur undir Sir Alex er nafn sem var í umræðunni í gær þegar rætt var hver kæmi inn á Old Trafford. Frakkin Laurent Blanc vermir efsta sæti listans. Blanc hefur fjórum sinnum orðið Frakklandsmeistari og náði samtals 10 titlum með Bordeaux og Paris Saint-Germain. Hann hefur ekki þjálfað síðan hann hætti hjá PSG fyrir tveimur árum.Allan listann má lesa hér Enski boltinn Tengdar fréttir United staðfesti Solskjær og Phelan Manchester United hefur staðfest Ole Gunnar Solskjær sem bráðabirgðastjóra félagsins og í þetta skiptið var ekki um nein mistök að ræða. 19. desember 2018 09:24 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
32 leikmenn sem spiluðu undir stjórn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hafa reynt fyrir sér sem knattspyrnustjórar eftir að skórnir fóru á hilluna. Einn þeirra tók í dag við stjórn United, en hvaða lærlingur Sir Alex er besti stjórinn? Ole Gunnar Solskjær var í dag staðfestur bráðabirgðastjóri Manchester United út núverandi tímabil. Solskjær spilaði í 11 ár hjá United og hefur síðan einbeitt sér að þjálfun og náði meðal annars mjög góðum árangri með Molde. Norðmaðurinn er 12. besti stjórinn sem lærði undir Sir Alex að mati breska blaðisns Telegraph sem raðaði öllum 32 fyrrum United leikmönnunum í röð eftir árangri sem stjórar. Neðstur á þeim lista er Clayton Blackmore sem spilaði fyrir United 1983-1993. Aðeins tveimur sætum ofar er Gary Neville.Þjálfaraferill Neville varð stutturvísir/gettyNeville er einn virtasti knattspyrnusérfræðingurinn sem starfar í breskum fjölmiðlum en hann náði ekki eins góðum árangri sem þjálfari. Hann var ráðinn sem þjálfari Valencia á Spáni 2. desember 2015. 30. mars 2016 var hann rekinn eftir lítinn sem engan árangur í starfi. Hinn Neville-bróðirinn, Phil, hefur náð aðeins betri árangri sem þjálfari og er í 14. sæti listans. Phil Neville er landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins og hefur farið vel af stað í því starfi. Hann mun stýra Englandi á HM í Frakklandi í sumar.Marga stuðningsmenn United dreymdi um að Ryan Giggs yrði arftaki Sir Alex Fergusonvísir/gettyRyan Giggs situr í 17. sæti listans. Giggs hefur prófað að sitja í sæti Solskjær sem bráðabirgðastjóri United, þó í styttri tíma. Giggs tók við eftir að David Moyes var rekinn í apríl 2014 og stýrði United út tímabilið þar til Louis van Gaal tók við. Giggs er í dag landsliðsþjálfari Wales. Hann hélt liðinu í B-deild Þjóðadeildar UEFA í haust. Í fimmta sætinu situr Mark Robins sem hefur náð góðum árangri í neðri deildum Englads. Steve Bruce er fjórði og Mark Hughes þriðji en hann er einn reyndasti stjóri ensku úrvalsdeildarinnar. Gordon Strachan er í öðru sæti listans eftir að hafa náð góðum árangri með Celtic og Southampton. Hann hætti sem landsliðsþjálfari Skotlands á síðasta ári.Frakkinn Blanc hefur náð bestum árangri allra fyrrum United-leikmannannavísir/gettyBesti þjálfarinn sem lært hefur undir Sir Alex er nafn sem var í umræðunni í gær þegar rætt var hver kæmi inn á Old Trafford. Frakkin Laurent Blanc vermir efsta sæti listans. Blanc hefur fjórum sinnum orðið Frakklandsmeistari og náði samtals 10 titlum með Bordeaux og Paris Saint-Germain. Hann hefur ekki þjálfað síðan hann hætti hjá PSG fyrir tveimur árum.Allan listann má lesa hér
Enski boltinn Tengdar fréttir United staðfesti Solskjær og Phelan Manchester United hefur staðfest Ole Gunnar Solskjær sem bráðabirgðastjóra félagsins og í þetta skiptið var ekki um nein mistök að ræða. 19. desember 2018 09:24 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
United staðfesti Solskjær og Phelan Manchester United hefur staðfest Ole Gunnar Solskjær sem bráðabirgðastjóra félagsins og í þetta skiptið var ekki um nein mistök að ræða. 19. desember 2018 09:24