Hver er besti stjórinn sem lærði undir Sir Alex? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. desember 2018 17:45 Solskjær gekk ekki vel sem stjóri Cardiff en náði góðum árangri í heimalandinu. vísir/getty 32 leikmenn sem spiluðu undir stjórn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hafa reynt fyrir sér sem knattspyrnustjórar eftir að skórnir fóru á hilluna. Einn þeirra tók í dag við stjórn United, en hvaða lærlingur Sir Alex er besti stjórinn? Ole Gunnar Solskjær var í dag staðfestur bráðabirgðastjóri Manchester United út núverandi tímabil. Solskjær spilaði í 11 ár hjá United og hefur síðan einbeitt sér að þjálfun og náði meðal annars mjög góðum árangri með Molde. Norðmaðurinn er 12. besti stjórinn sem lærði undir Sir Alex að mati breska blaðisns Telegraph sem raðaði öllum 32 fyrrum United leikmönnunum í röð eftir árangri sem stjórar. Neðstur á þeim lista er Clayton Blackmore sem spilaði fyrir United 1983-1993. Aðeins tveimur sætum ofar er Gary Neville.Þjálfaraferill Neville varð stutturvísir/gettyNeville er einn virtasti knattspyrnusérfræðingurinn sem starfar í breskum fjölmiðlum en hann náði ekki eins góðum árangri sem þjálfari. Hann var ráðinn sem þjálfari Valencia á Spáni 2. desember 2015. 30. mars 2016 var hann rekinn eftir lítinn sem engan árangur í starfi. Hinn Neville-bróðirinn, Phil, hefur náð aðeins betri árangri sem þjálfari og er í 14. sæti listans. Phil Neville er landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins og hefur farið vel af stað í því starfi. Hann mun stýra Englandi á HM í Frakklandi í sumar.Marga stuðningsmenn United dreymdi um að Ryan Giggs yrði arftaki Sir Alex Fergusonvísir/gettyRyan Giggs situr í 17. sæti listans. Giggs hefur prófað að sitja í sæti Solskjær sem bráðabirgðastjóri United, þó í styttri tíma. Giggs tók við eftir að David Moyes var rekinn í apríl 2014 og stýrði United út tímabilið þar til Louis van Gaal tók við. Giggs er í dag landsliðsþjálfari Wales. Hann hélt liðinu í B-deild Þjóðadeildar UEFA í haust. Í fimmta sætinu situr Mark Robins sem hefur náð góðum árangri í neðri deildum Englads. Steve Bruce er fjórði og Mark Hughes þriðji en hann er einn reyndasti stjóri ensku úrvalsdeildarinnar. Gordon Strachan er í öðru sæti listans eftir að hafa náð góðum árangri með Celtic og Southampton. Hann hætti sem landsliðsþjálfari Skotlands á síðasta ári.Frakkinn Blanc hefur náð bestum árangri allra fyrrum United-leikmannannavísir/gettyBesti þjálfarinn sem lært hefur undir Sir Alex er nafn sem var í umræðunni í gær þegar rætt var hver kæmi inn á Old Trafford. Frakkin Laurent Blanc vermir efsta sæti listans. Blanc hefur fjórum sinnum orðið Frakklandsmeistari og náði samtals 10 titlum með Bordeaux og Paris Saint-Germain. Hann hefur ekki þjálfað síðan hann hætti hjá PSG fyrir tveimur árum.Allan listann má lesa hér Enski boltinn Tengdar fréttir United staðfesti Solskjær og Phelan Manchester United hefur staðfest Ole Gunnar Solskjær sem bráðabirgðastjóra félagsins og í þetta skiptið var ekki um nein mistök að ræða. 19. desember 2018 09:24 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
32 leikmenn sem spiluðu undir stjórn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hafa reynt fyrir sér sem knattspyrnustjórar eftir að skórnir fóru á hilluna. Einn þeirra tók í dag við stjórn United, en hvaða lærlingur Sir Alex er besti stjórinn? Ole Gunnar Solskjær var í dag staðfestur bráðabirgðastjóri Manchester United út núverandi tímabil. Solskjær spilaði í 11 ár hjá United og hefur síðan einbeitt sér að þjálfun og náði meðal annars mjög góðum árangri með Molde. Norðmaðurinn er 12. besti stjórinn sem lærði undir Sir Alex að mati breska blaðisns Telegraph sem raðaði öllum 32 fyrrum United leikmönnunum í röð eftir árangri sem stjórar. Neðstur á þeim lista er Clayton Blackmore sem spilaði fyrir United 1983-1993. Aðeins tveimur sætum ofar er Gary Neville.Þjálfaraferill Neville varð stutturvísir/gettyNeville er einn virtasti knattspyrnusérfræðingurinn sem starfar í breskum fjölmiðlum en hann náði ekki eins góðum árangri sem þjálfari. Hann var ráðinn sem þjálfari Valencia á Spáni 2. desember 2015. 30. mars 2016 var hann rekinn eftir lítinn sem engan árangur í starfi. Hinn Neville-bróðirinn, Phil, hefur náð aðeins betri árangri sem þjálfari og er í 14. sæti listans. Phil Neville er landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins og hefur farið vel af stað í því starfi. Hann mun stýra Englandi á HM í Frakklandi í sumar.Marga stuðningsmenn United dreymdi um að Ryan Giggs yrði arftaki Sir Alex Fergusonvísir/gettyRyan Giggs situr í 17. sæti listans. Giggs hefur prófað að sitja í sæti Solskjær sem bráðabirgðastjóri United, þó í styttri tíma. Giggs tók við eftir að David Moyes var rekinn í apríl 2014 og stýrði United út tímabilið þar til Louis van Gaal tók við. Giggs er í dag landsliðsþjálfari Wales. Hann hélt liðinu í B-deild Þjóðadeildar UEFA í haust. Í fimmta sætinu situr Mark Robins sem hefur náð góðum árangri í neðri deildum Englads. Steve Bruce er fjórði og Mark Hughes þriðji en hann er einn reyndasti stjóri ensku úrvalsdeildarinnar. Gordon Strachan er í öðru sæti listans eftir að hafa náð góðum árangri með Celtic og Southampton. Hann hætti sem landsliðsþjálfari Skotlands á síðasta ári.Frakkinn Blanc hefur náð bestum árangri allra fyrrum United-leikmannannavísir/gettyBesti þjálfarinn sem lært hefur undir Sir Alex er nafn sem var í umræðunni í gær þegar rætt var hver kæmi inn á Old Trafford. Frakkin Laurent Blanc vermir efsta sæti listans. Blanc hefur fjórum sinnum orðið Frakklandsmeistari og náði samtals 10 titlum með Bordeaux og Paris Saint-Germain. Hann hefur ekki þjálfað síðan hann hætti hjá PSG fyrir tveimur árum.Allan listann má lesa hér
Enski boltinn Tengdar fréttir United staðfesti Solskjær og Phelan Manchester United hefur staðfest Ole Gunnar Solskjær sem bráðabirgðastjóra félagsins og í þetta skiptið var ekki um nein mistök að ræða. 19. desember 2018 09:24 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
United staðfesti Solskjær og Phelan Manchester United hefur staðfest Ole Gunnar Solskjær sem bráðabirgðastjóra félagsins og í þetta skiptið var ekki um nein mistök að ræða. 19. desember 2018 09:24