Hver er besti stjórinn sem lærði undir Sir Alex? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. desember 2018 17:45 Solskjær gekk ekki vel sem stjóri Cardiff en náði góðum árangri í heimalandinu. vísir/getty 32 leikmenn sem spiluðu undir stjórn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hafa reynt fyrir sér sem knattspyrnustjórar eftir að skórnir fóru á hilluna. Einn þeirra tók í dag við stjórn United, en hvaða lærlingur Sir Alex er besti stjórinn? Ole Gunnar Solskjær var í dag staðfestur bráðabirgðastjóri Manchester United út núverandi tímabil. Solskjær spilaði í 11 ár hjá United og hefur síðan einbeitt sér að þjálfun og náði meðal annars mjög góðum árangri með Molde. Norðmaðurinn er 12. besti stjórinn sem lærði undir Sir Alex að mati breska blaðisns Telegraph sem raðaði öllum 32 fyrrum United leikmönnunum í röð eftir árangri sem stjórar. Neðstur á þeim lista er Clayton Blackmore sem spilaði fyrir United 1983-1993. Aðeins tveimur sætum ofar er Gary Neville.Þjálfaraferill Neville varð stutturvísir/gettyNeville er einn virtasti knattspyrnusérfræðingurinn sem starfar í breskum fjölmiðlum en hann náði ekki eins góðum árangri sem þjálfari. Hann var ráðinn sem þjálfari Valencia á Spáni 2. desember 2015. 30. mars 2016 var hann rekinn eftir lítinn sem engan árangur í starfi. Hinn Neville-bróðirinn, Phil, hefur náð aðeins betri árangri sem þjálfari og er í 14. sæti listans. Phil Neville er landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins og hefur farið vel af stað í því starfi. Hann mun stýra Englandi á HM í Frakklandi í sumar.Marga stuðningsmenn United dreymdi um að Ryan Giggs yrði arftaki Sir Alex Fergusonvísir/gettyRyan Giggs situr í 17. sæti listans. Giggs hefur prófað að sitja í sæti Solskjær sem bráðabirgðastjóri United, þó í styttri tíma. Giggs tók við eftir að David Moyes var rekinn í apríl 2014 og stýrði United út tímabilið þar til Louis van Gaal tók við. Giggs er í dag landsliðsþjálfari Wales. Hann hélt liðinu í B-deild Þjóðadeildar UEFA í haust. Í fimmta sætinu situr Mark Robins sem hefur náð góðum árangri í neðri deildum Englads. Steve Bruce er fjórði og Mark Hughes þriðji en hann er einn reyndasti stjóri ensku úrvalsdeildarinnar. Gordon Strachan er í öðru sæti listans eftir að hafa náð góðum árangri með Celtic og Southampton. Hann hætti sem landsliðsþjálfari Skotlands á síðasta ári.Frakkinn Blanc hefur náð bestum árangri allra fyrrum United-leikmannannavísir/gettyBesti þjálfarinn sem lært hefur undir Sir Alex er nafn sem var í umræðunni í gær þegar rætt var hver kæmi inn á Old Trafford. Frakkin Laurent Blanc vermir efsta sæti listans. Blanc hefur fjórum sinnum orðið Frakklandsmeistari og náði samtals 10 titlum með Bordeaux og Paris Saint-Germain. Hann hefur ekki þjálfað síðan hann hætti hjá PSG fyrir tveimur árum.Allan listann má lesa hér Enski boltinn Tengdar fréttir United staðfesti Solskjær og Phelan Manchester United hefur staðfest Ole Gunnar Solskjær sem bráðabirgðastjóra félagsins og í þetta skiptið var ekki um nein mistök að ræða. 19. desember 2018 09:24 Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira
32 leikmenn sem spiluðu undir stjórn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hafa reynt fyrir sér sem knattspyrnustjórar eftir að skórnir fóru á hilluna. Einn þeirra tók í dag við stjórn United, en hvaða lærlingur Sir Alex er besti stjórinn? Ole Gunnar Solskjær var í dag staðfestur bráðabirgðastjóri Manchester United út núverandi tímabil. Solskjær spilaði í 11 ár hjá United og hefur síðan einbeitt sér að þjálfun og náði meðal annars mjög góðum árangri með Molde. Norðmaðurinn er 12. besti stjórinn sem lærði undir Sir Alex að mati breska blaðisns Telegraph sem raðaði öllum 32 fyrrum United leikmönnunum í röð eftir árangri sem stjórar. Neðstur á þeim lista er Clayton Blackmore sem spilaði fyrir United 1983-1993. Aðeins tveimur sætum ofar er Gary Neville.Þjálfaraferill Neville varð stutturvísir/gettyNeville er einn virtasti knattspyrnusérfræðingurinn sem starfar í breskum fjölmiðlum en hann náði ekki eins góðum árangri sem þjálfari. Hann var ráðinn sem þjálfari Valencia á Spáni 2. desember 2015. 30. mars 2016 var hann rekinn eftir lítinn sem engan árangur í starfi. Hinn Neville-bróðirinn, Phil, hefur náð aðeins betri árangri sem þjálfari og er í 14. sæti listans. Phil Neville er landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins og hefur farið vel af stað í því starfi. Hann mun stýra Englandi á HM í Frakklandi í sumar.Marga stuðningsmenn United dreymdi um að Ryan Giggs yrði arftaki Sir Alex Fergusonvísir/gettyRyan Giggs situr í 17. sæti listans. Giggs hefur prófað að sitja í sæti Solskjær sem bráðabirgðastjóri United, þó í styttri tíma. Giggs tók við eftir að David Moyes var rekinn í apríl 2014 og stýrði United út tímabilið þar til Louis van Gaal tók við. Giggs er í dag landsliðsþjálfari Wales. Hann hélt liðinu í B-deild Þjóðadeildar UEFA í haust. Í fimmta sætinu situr Mark Robins sem hefur náð góðum árangri í neðri deildum Englads. Steve Bruce er fjórði og Mark Hughes þriðji en hann er einn reyndasti stjóri ensku úrvalsdeildarinnar. Gordon Strachan er í öðru sæti listans eftir að hafa náð góðum árangri með Celtic og Southampton. Hann hætti sem landsliðsþjálfari Skotlands á síðasta ári.Frakkinn Blanc hefur náð bestum árangri allra fyrrum United-leikmannannavísir/gettyBesti þjálfarinn sem lært hefur undir Sir Alex er nafn sem var í umræðunni í gær þegar rætt var hver kæmi inn á Old Trafford. Frakkin Laurent Blanc vermir efsta sæti listans. Blanc hefur fjórum sinnum orðið Frakklandsmeistari og náði samtals 10 titlum með Bordeaux og Paris Saint-Germain. Hann hefur ekki þjálfað síðan hann hætti hjá PSG fyrir tveimur árum.Allan listann má lesa hér
Enski boltinn Tengdar fréttir United staðfesti Solskjær og Phelan Manchester United hefur staðfest Ole Gunnar Solskjær sem bráðabirgðastjóra félagsins og í þetta skiptið var ekki um nein mistök að ræða. 19. desember 2018 09:24 Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira
United staðfesti Solskjær og Phelan Manchester United hefur staðfest Ole Gunnar Solskjær sem bráðabirgðastjóra félagsins og í þetta skiptið var ekki um nein mistök að ræða. 19. desember 2018 09:24