Skurðstofu sjúkrahússins á Selfossi lokað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. desember 2018 19:00 Skurðstofunni á sjúkrahúsinu á Selfossi verður lokað um áramótin. Ástæðan er sú að svæfingalæknirinn er komin á aldur. Um tvö hundruð háls, nef og eyrnaaðgerðir hafa meðal annars verið gerðar á börnum á stofunni árlega, auk kvensjúkdómaaðgerða. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands boðaði sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi á sinn fund í morgun til að kynna starfsemi stofnunarinnar og þær breytingar sem framundan eru. Örfáir sveitarstjórnarmenn mættu. Helstu tíðindi dagsins er lokun skurðstofunnar á Selfossi frá áramótum. „Síðustu ár hafa verið gerðar aðgerðir hérna einn dag í viku í svæfingu. Nú horfir þannig fram á veginn hjá okkur að við erum með svæfingalæknir, sem er að láta af störfum hjá okkur um áramótin og við stöndum frammi fyrir því að þurfa að gera umtalsverðar endurbætur á húsnæðinu hjá okkur. Við ætlum þá að nýta þetta húsnæði sem er illa nýtt aðra daga fyrir aðra starfsemi á meðan það er verið að gera endurbætur á húsnæðinu, þannig að við þurfum að loka tímabundið fyrir ákveðnar aðgerðir hjá okkur“, segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands kom víða við í erindi dagsins með sveitarstjórnarmönnum.Herdís segir að breytingin í kjölfar lokunar skurðstofunnar muni helst koma niður á börnum sem hafa farið í háls, nef og eyrnaaðgerðir á Selfoss einn dag í viku en að þau munu þá þurfa að sækja þá þjónustu til Reykjavíkur. En á að loka skurðstofunni fyrir fullt og allt ? „Við þurfum minnsta kosti tvö ár hugsa ég til þess að fara í þessar nauðsynlegustu endurbætur sem við erum að gera núna á rafmagni og fleiru sem er í mjög alvarlegu ástandi í húsinu hérna hjá okkur“, segir Herdís og bætir við að Heilbrigðisráðuneytið hafi samþykkt ákvörðunina um lokun skurðstofunnar þegar sú ákvörðun var borin undir ráðuneytið. Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Skurðstofunni á sjúkrahúsinu á Selfossi verður lokað um áramótin. Ástæðan er sú að svæfingalæknirinn er komin á aldur. Um tvö hundruð háls, nef og eyrnaaðgerðir hafa meðal annars verið gerðar á börnum á stofunni árlega, auk kvensjúkdómaaðgerða. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands boðaði sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi á sinn fund í morgun til að kynna starfsemi stofnunarinnar og þær breytingar sem framundan eru. Örfáir sveitarstjórnarmenn mættu. Helstu tíðindi dagsins er lokun skurðstofunnar á Selfossi frá áramótum. „Síðustu ár hafa verið gerðar aðgerðir hérna einn dag í viku í svæfingu. Nú horfir þannig fram á veginn hjá okkur að við erum með svæfingalæknir, sem er að láta af störfum hjá okkur um áramótin og við stöndum frammi fyrir því að þurfa að gera umtalsverðar endurbætur á húsnæðinu hjá okkur. Við ætlum þá að nýta þetta húsnæði sem er illa nýtt aðra daga fyrir aðra starfsemi á meðan það er verið að gera endurbætur á húsnæðinu, þannig að við þurfum að loka tímabundið fyrir ákveðnar aðgerðir hjá okkur“, segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands kom víða við í erindi dagsins með sveitarstjórnarmönnum.Herdís segir að breytingin í kjölfar lokunar skurðstofunnar muni helst koma niður á börnum sem hafa farið í háls, nef og eyrnaaðgerðir á Selfoss einn dag í viku en að þau munu þá þurfa að sækja þá þjónustu til Reykjavíkur. En á að loka skurðstofunni fyrir fullt og allt ? „Við þurfum minnsta kosti tvö ár hugsa ég til þess að fara í þessar nauðsynlegustu endurbætur sem við erum að gera núna á rafmagni og fleiru sem er í mjög alvarlegu ástandi í húsinu hérna hjá okkur“, segir Herdís og bætir við að Heilbrigðisráðuneytið hafi samþykkt ákvörðunina um lokun skurðstofunnar þegar sú ákvörðun var borin undir ráðuneytið.
Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira