Enski boltinn

Hrósar Brighton í hástert fyrir hjálpina í gegnum þunglyndi

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Knockaert í leik með Brighton
Knockaert í leik með Brighton vísir/getty
Anthony Knockaert, leikmaður Brighton hefur opnað sig um þunglyndi sitt í kjölfar fráfalls föður síns og eftir að slitnaði upp úr hjónabandi hans. Hann hrósar Brighton í hástert fyrir stuðningin á erfiðum tímum.



Knockaert var lykilmaður í liði Brigton sem komst upp í úrvalsdeildina í fyrsta skiptið árið 2017 en um mitt tímabil missti hann föður sinn eftir baráttu við krabbamein í maga.



Sumarið eftir að Brighton komst upp í úrvalsdeildina slitnaði upp úr hjónabandi Frakkans og fyrrum kona hans flutti með son þeirra aftur til Frakklands.



„Það voru tímabil þar sem ég byrjaði að gráta og gat ekki stoppað,“ sagði Knockaert.



Frakkinn ræddi við fyrirliða liðsins, Bruno sem ræddi við stjóra liðsins, Chris Hughton áður en Knockaert hitti sálfræðing með stuðningi félagsins.



„Ég varð að segja Bruno að mig vantaði hjálp, að ég væri ekki á réttri leið í lífinu.“



„Ég vissi ekki hvar þetta ætlaði að enda ef ég ræddi þetta ekki. Ég var hræddur um hvað gæti gerst. En eftir þrjá til fjóra mánuði byrjaði ég að líða betur og nú get ég í sannleika sagt að ég mér líði vel,“ sagði Knockaert.



Sama dag og faðir Knockaert var lagður í sína hinstu hvílu lék Brighton við Bristol City. Þegar Steve Sidwell skoraði sigurmark Brighton héldu þeir á treyju Knockaert, af virðingu fyrir föður hans.



„Það sem gerðist á jarðarfarardeginum er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Þetta sýnir hversu frábært félag Brighton er og hversu stórkostlegt fólk er í kringum mig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×