Innlent

Varaþingmaður íhugar að taka ekki þingsæti fyrir Miðflokkinn

Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Jón Þór Þorvaldsson, varaþingmaður Miðflokksins.
Jón Þór Þorvaldsson, varaþingmaður Miðflokksins. Fréttablaðið/Anton Brink
Jón Þór Þorvaldsson, varaþingmaður Miðflokksins, er á fundi þessa stundina með forystu flokksins þar sem hann íhugar nú hvort hann muni taka sæti á Alþingi fyrir Bergþór Ólason sem tók sér ótímabundið leyfi frá þingstörfum vegna Klausturmálsins.

Í samtali við fréttastofu sagði Jón Þór að hann tæki ekki sæti nema hann hefði fullvissu fyrir því að menn ætli að snúa við blaðinu og sýna raunverulega iðrun vegna málsins.

Una María Óskarsdóttir varaþingmaður mun að öllu óbreyttu taka sæti á Alþingi á morgun fyrir Gunnar Braga Sveinsson sem hefur einnig ákveðið að fara í ótímabundið leyfi vegna sama máls en fréttastofa náði ekki tali af henni fyrir fréttir þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×