Hefur tekið á móti hundruðum barna Sveinn Arnarsson skrifar 3. desember 2018 06:00 Þórdís Ágústsdóttir ljósmóðir hætti fyrir helgi störfum eftir 42 ár í faginu, í þágu verðandi mæðra og barna þeirra. Vísir/Vilhelm Þórdís Ágústsdóttir ljósmóðir hætti fyrir helgi störfum eftir 42 ár í faginu, í þágu verðandi mæðra og barna þeirra. Hún segir gríðarlega margt hafa breyst á þessum rúmu fjórum áratugum og hefur ekki tölu á hve mörgum börnum hún hefur tekið á móti á ferlinum. „Þetta er krefjandi starf en við sem störfum við það höfum ástríðu fyrir starfinu, við elskum starfið okkar,“ segir Þórdís sem nú fagnar því að fá meiri tíma fyrir fjölskyldu og vini auk ritstarfa. „Ég starfaði á Fæðingarheimilinu í Reykjavík þar sem ég vann með hléum til 1992. Þá fór ég á sængurkvennadeildina til 2000. Frá aldamótunum hef ég svo verið á fæðingarvaktinni. Ég hef því komið víða við.“ Ferill hennar spannar mjög áhugaverða tíma þar sem samfélagið gjörbreyttist á þeim tíma sem hún var starfandi. „það hefur mjög margt breyst og við getum sagt að hvergi eru eins miklar öfgar og í okkar fagi.“Þórdís Ágústsdóttir segir að ljósmóðurstarfið hafi ávallt veitt henni ánægju.Þórdís nefnir að minnisstæðast hafi verið sængurlega kvenna í upphafi ferils hennar en þá hafi konur ekki mátt standa upp eftir fæðingu í tvo sólarhringa. „Þegar ég var að læra lágu konur og máttu ekki hreyfa sig eftir barnsburð. Börnin voru tekin af þeim og sett inn á barnastofu. Allar konur að drepast í brjóstunum og ljósmæðurnar að standa í því að laga það með heitum bökstrum og hvaðeina. En til allrar hamingju var þróun til betri vegar í þeim málum,“ segir Þórdís. „Svo er stór breyting að feður fengu að vera þátttakendur í þessu ferli en ekki lokaðir úti. Það er afar dýrmætt fyrir þá.“ Þórdís bætir við að starfið hafi alltaf átt vel við hana og veitt henni ánægju. „Þessi vinna gefur af sér. Stundum kemur þú á vakt og situr yfir sömu konunni sem fæðir ekki á vaktinni en það er jafn gefandi. Þá er það öll aðkoma í ferlinu sem skiptir máli og fæðingin er að okkar mati bónus.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Þórdís Ágústsdóttir ljósmóðir hætti fyrir helgi störfum eftir 42 ár í faginu, í þágu verðandi mæðra og barna þeirra. Hún segir gríðarlega margt hafa breyst á þessum rúmu fjórum áratugum og hefur ekki tölu á hve mörgum börnum hún hefur tekið á móti á ferlinum. „Þetta er krefjandi starf en við sem störfum við það höfum ástríðu fyrir starfinu, við elskum starfið okkar,“ segir Þórdís sem nú fagnar því að fá meiri tíma fyrir fjölskyldu og vini auk ritstarfa. „Ég starfaði á Fæðingarheimilinu í Reykjavík þar sem ég vann með hléum til 1992. Þá fór ég á sængurkvennadeildina til 2000. Frá aldamótunum hef ég svo verið á fæðingarvaktinni. Ég hef því komið víða við.“ Ferill hennar spannar mjög áhugaverða tíma þar sem samfélagið gjörbreyttist á þeim tíma sem hún var starfandi. „það hefur mjög margt breyst og við getum sagt að hvergi eru eins miklar öfgar og í okkar fagi.“Þórdís Ágústsdóttir segir að ljósmóðurstarfið hafi ávallt veitt henni ánægju.Þórdís nefnir að minnisstæðast hafi verið sængurlega kvenna í upphafi ferils hennar en þá hafi konur ekki mátt standa upp eftir fæðingu í tvo sólarhringa. „Þegar ég var að læra lágu konur og máttu ekki hreyfa sig eftir barnsburð. Börnin voru tekin af þeim og sett inn á barnastofu. Allar konur að drepast í brjóstunum og ljósmæðurnar að standa í því að laga það með heitum bökstrum og hvaðeina. En til allrar hamingju var þróun til betri vegar í þeim málum,“ segir Þórdís. „Svo er stór breyting að feður fengu að vera þátttakendur í þessu ferli en ekki lokaðir úti. Það er afar dýrmætt fyrir þá.“ Þórdís bætir við að starfið hafi alltaf átt vel við hana og veitt henni ánægju. „Þessi vinna gefur af sér. Stundum kemur þú á vakt og situr yfir sömu konunni sem fæðir ekki á vaktinni en það er jafn gefandi. Þá er það öll aðkoma í ferlinu sem skiptir máli og fæðingin er að okkar mati bónus.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira