Enski boltinn

Messan: Hafsentakrísa í fótboltanum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Scott McTominay leysti stöðu miðvarðar í liði United um helgina
Scott McTominay leysti stöðu miðvarðar í liði United um helgina vísir/getty
Manchester United mætti til leiks gegn Southampton um helgina með þriggja miðvarða varnarlínu skipaða einum miðverði og tveimur miðjumönnum.

„Ég botna ekkert í þessu. Ef þú ert með einn miðvörð heilann, afhverju ferðu þá í þriggja manna línu?“ spurði Ólafur Ingi Skúlason þegar United-liðið var rætt í Messunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

„Hverjir eru samt með frábæra hafsenta?“ spurði Hjörvar Hafliðason. „Er Arsenal með frábæra hafsenta? Nei. Chelsea? Nei. Liverpool? Já, þeir eru með einn frábæran og einn fínan. Laporte er líklega sá sem er að spila hvað best í deildinni.“

„Það er bara hafsentakrísa í fótboltanum,“ sagði Hjörvar.

„En ég er ekki að segja að þessir gæjar séu nógu góðir fyrir United.“



Klippa: Messan: Hafsentakrísa í fótboltanum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×