Enski boltinn

Tottenham setti bananahýðiskastarann í bann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hegðun stuðningsmannsins var ekki boðleg og fékk hann því bann
Hegðun stuðningsmannsins var ekki boðleg og fékk hann því bann vísir/getty
Stuðningsmaðurinn sem kastaði bananahýði í átt að Pierre-Emerick Aubameyang á leik Arsenal og Tottenham í gær hefur verið bannaður frá því að mæta á leiki með Tottenham um ókomna tíð.

Stuðningsmaðurinn, sem styður Tottenham, var handtekinn að leik loknum á Emiratesvellinum í gær. Tottenham tók þá ákvörðun í dag að banna stuðningsmanninn frá öllum leikjum liðsins.

Atvikið átti sér stað strax á 10. mínútu leiksins þegar Aubameyang kom Arsenal yfir með marki úr vítaspyrnu.

Grannaslagnum lauk með 4-2 sigri Arsenal sem fór upp fyrir Tottenham og í fjórða sæti deildarinnar

Alls voru sjö handteknir að leik loknum í gær fyrir ýmsar almennar óeirðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×