Fótbolti

Franska lögreglan „bannar“ Paris Saint-Germain að spila á laugardaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kylian Mbappe á fullri ferð í leiknum á móti Liverpool á dögunum.
Kylian Mbappe á fullri ferð í leiknum á móti Liverpool á dögunum. Vísir/Getty
Franska liðið Paris Saint-Germain fær góða hvíld og góðan tíma til að undirbúa sig fyrir lokaumferðina í Meistaradeildinni þar sem liðið berst við sæti í sextán liða úrslitum við Liverpool og Napoli.

Lögreglan óskaði eftir því við franska stórliðið að leik Paris Saint-Germain og Montpellier í frönsku deildinni á laugardaginn verði frestað.





Ástæðan eru mótmælin í höfuðborg Frakklands sem hafa staðið yfir í stærstu borgum Frakklands undanfarnar þrjár helgar.

Fólk er þar að mótmæla hærri eldsneytisskatti auk annarra aðgerða frönsku ríkisstjórnarinnar en mótmælin eru kölluð "gilets jaunes" mótmælin eða gulu vesta mótmæli.

Paris Saint-Germain er á toppnum í frönsku deildinni og hefur samþykkt það að fresta leiknum. Það á enn eftir að finna nýjan leikdag.





„Við sættum okkur við þessa frestun. Nú þurfum við að stýra undirbúningnum okkar vel svo við höldum okkur í formi fyrir Belgrad-leikinn,“ sagði Thomas Tuchel.

Þegar kemur að Meistaradeildarleiknum verður PSG ekki búiið að spila í níu daga eða síðan í 2-2 jafnteflinu við Bordeaux.

Paris Saint-Germain er með átta stig í öðru sæti í riðlinum sínum í Meistaradeildinni. Napoli er einu sæti ofar með níu stig og Liverpool er síðan með sex stig. Liverpool þarf að vinna Napoli með tveggja marka mun til að komast áfram.  Rauða Stjarnan er með fjögur stig og úr leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×