Fótbolti

Klikkuð stemning þegar stuðningsmennir fylgdu liðinu sínu út á flugvöll

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Klikkuð stemmning.
Klikkuð stemmning.
Leikmenn Boca Juniors flugu í gær frá Argentínu til Spánar þar sem þeir munu spila seinni úrslitaleikinn í Copa Libertadores bikarnum.

Þessi seinni leikur átti að fara fram á heimavelli River Plate en var frestað og seinna færður í aðra heimsálfu vegna þess að stuðningsmenn River Plate réðust á liðsrútu Boca Juniors liðsins.

Knattspyrnusamband Suður-Ameríku ákvað að færa leikinn og spila hann á  Santiago Bernabéu í Madrid sem er heimavöllur Evrópumeistara Real Madrid.

Boca Juniors og River Plate gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum og það lið sem vinnur leikinn á Bernabéu verður Suður-Ameríku meistari félagliða.

Stuðningsmenn  Boca Juniors máttu ekki mæta á leikinn á heimavelli River Plate og það vakti heimsathygli þegar þeir troðfulltu leikvang félagsins á síðustu æfingunni.

Í gær kvöddu stuðningsmenn Boca Juniors líka félagið með stæl. Það var klikkuð stemning þegar rúta Boca Juniors keyrði út á flugvöll eins og sjá má hér fyrir neðan.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×