Enski boltinn

Mourinho: Gefið okkur tíma og ekki bera okkur saman við Keane og Vidic

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho pirraður á hliðarlínunni í gær.
José Mourinho pirraður á hliðarlínunni í gær. vísir/getty

Manchester United gerði jafntefli, 2-2, við Arsenal í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi en liðið er nú aðeins búið að vinna einn af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni.

United lenti tvívegis undir í gærkvöldi í sitthvorum hálfleiknum en kom í bæði skiptin til baka nokkuð skjótt eftir að gestirnir frá Lundúnum tóku forystuna.

Sigursælasta lið ensku deildarinnar situr nú í áttunda sæti eftir fimmtán umferðir með 23 stig en það er átta stigum frá Meistaradeildarsæti og 18 stigum frá toppliði Manchester City.

„Við skoruðum fjögur mörk en gerðum samt jafntefli! Eins og alltaf gerðum við mistök og vorum látnir borga fyrir þau. Þetta var eins og alltaf. Ég verð samt að hrósa mínu liði fyrir baráttuna,“ sagði José Mourinho, knattspyrnustjóri United, eftir leik.

„Það gerðu allir sitt besta og menn voru mjög þreyttir. Sumir hafa ekkert spilað á tímabilinu. Chris Smalling er að spila meiddur, Diogo Dalot var að byrja í fyrsta sinn og Marcos Rojo að spila sínar fyrstu mínútur.“

Manchester United hefur eðlilega fengið mikla gagnrýni enda er þetta mögulega slakasta United-lið sem spilað hefur í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég verð að vera ósammála fólki sem er að bera okkur saman við lið sem höfðu Roy Keane, Ruud van Nistelrooy og Nemanja Vidic. Gefið okkur smá tíma og ekki vera okkur saman við þá. Ég er ánægður með hjartað og sálina í liðinu en við erum ekki nógu stöðugir,“ sagði José Mourinho.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.