Fótbolti

Neymar lofar Beckham að koma til Miami

Tómas Þór Þórðarson skrifar
David Beckham mun geyma þessi skilaboð.
David Beckham mun geyma þessi skilaboð. Skjáskot

Brasilíski framherjinn Neymar, leikmaður Paris Saint-Germian, útilokar ekki að spila í ensku úrvalsdeildinni áður en ferlinum lýkur en hann hefur mest verið orðaður við Real Madrid undanfarna mánuði.

Neymar svaraði spurningum nokkurra fótboltamanna og annarra aðdáenda sinna á Youtube-rás sinni en einn þeirra sem að sendi inn spurningu var sprelligosinn Benjamin Mendy, bakvörður Manchester City.

„Svaraðu mér nú á frönsku, Neymar Jr.: Heldurðu að þú munir einn daginn spila í ensku úrvalsdeildinni?“ spurði sá franski.

Neymar svaraði: „Það er stór deild, ein sú besta í heimi. Maður veit ekki hvað gerist á morgun en ég trúi því að allir góðir leikmenn þurfi einn daginn að spila í ensku úrvalsdeildinni.“

David Beckham var líka einn þeirra sem að skelltu spurningu á Neymar en fyrrverandi enski landsliðsfyrirliðinn bað Brassann um að koma til Miami þegar að hann er búinn í Evrópu.

„Það er alveg pottþétt, David. Ég kem til Miami. Þinnar borgar og þíns liðs,“ svaraði Neymar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.