Enski boltinn

Líkti meðferðinni á knattspyrnustjórum við Tinder

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Flitcroft.
David Flitcroft. Vísir/Getty

David Flitcroft, knattspyrnustjóri enska félagsins Mansfield Town, notaði svo sannarlega nútímasamlíkingu þegar hann lýsti starfsumhverfi knattspyrnustjóra í dag.

Flitcroft kvartar yfir skort á þolinmæði hjá stjórnarmönnum félaga og líkur starfsháttum þeirra eins og þeir væru að leika sér með Tinder smáforritið.

Tinder er samskiptaforrit þar sem viðkomandi rennir puttanum til hægri ef þeim lýst á viðkomandi en til vinstri ef áhuginn er enginn.Flitcroft kom með þetta svar þegar hann var spurður út í starfsumhverfið hjá erkifjendunum félagsins í Notts County. Notts County liðið er núna komið með þriðja knattspyrnustjórann sinn á tímabilinu.

Notts County og Mansfield Town mætast einmitt í ensku d-deildinni um næstu helgi og það á heimavelli Mansfield Town.
Mansfield Town er í 6. sæti og inn í úrslitakeppninni eins og staðan er núna en lið Notts County er 16 stigum og sautján sætum neðar í fallsæti deildarinnar.

„Allir vilja fá allt strax. Þú horfir á heila þáttarröð í tíu klukkutíma samfellt í stað þess að bíða í viku eftir næsta þætti,“ sagði David Flitcroft við BBC Radio í Nottingham.

„Einu sinni þurftir þú að tala við stelpu en núna sveiflar þú bara puttanum til hægri eða vinstri á Tinder. Svona er lífið í daf. Það hefur enginn þolinmæði lengur,“ sagði David Flitcroft.

„Það er engin virðing borin fyrir uppbyggingu eða tíma. Fólk vill fá allt núna. Þegar ég var að læra á bíl þá þurfti ég að safna fyrir honum með því að vinna í verksmiðju. Nú fær fólk bíla í jólagjöf,“ sagði Flitcroft hneykslaður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.