Fótbolti

Markaveisla á Bernabeu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Juniorinn fagnar marki sínu í dag.
Juniorinn fagnar marki sínu í dag. vísir/getty

Real Madrid lenti ekki í neinum vandræðum með C-deildarlið Melilla en liðin mættust í síðari leiknum í spænsku bikarkeppninni í kvöld.

Real vann fyrri leik liðanna með fjórum mörkum gegn engu og átti því sigurinn vísann fyrir síðari leikinn í dag.

Marco Asensio kom Real í 2-0 með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik og Javier Sanchez bætti við marki í fyrri hálfleik.

Isco skoraði svo tvö í síðari hálfelik og Vinicius Junior eitt en Yacine Qasmi minnkaði muninn fyrir gestina í 5-1 úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok.

Real því komið auðveldlega áfram eins og flest önnur stórliðin á Spáni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.