Innlent

Grunur um salmonellu í ferskum kjúklingi frá Matfugli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þessi kjúklingur tengist fréttinni ekki beint.
Þessi kjúklingur tengist fréttinni ekki beint. fréttablaðið/hari

Grunur leikur á að salmonellu sé að finna í ferskum kjúklingi frá Matfugli en dreifing á vörunni hefur verið stöðvuð og varan innkölluð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun en þar segir að kjúklingurinn sé meðal annars seldur undir merkjum Bónuss, Krónunnar og Ali.

Innköllun vörunnar á einungis við um um rekjanleikanúmer 215-18-44-1-06 en vörunni hefur verið dreift á eftirfarandi staði:

Verslanir Bónuss, Kringlunnar, Fjarðarkaupa og Iceland.

Veitingastaðir Saffran og KFC.

Neytendur sem hafa keypt kjúkling með áðurnefndu rekjanleikanúmeri eru beðnir umað skila honum í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls að Völuteigi 2 í Mosfellsbæ.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.