Úttekt Sky Sport: Frammistaða Gylfa lykill að uppkomu Everton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2018 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu um síðustu helgi. Vísir/Getty Everton er á góðu skriði í ensku úrvalsdeildinni en liðið mætir inn í nágrannaslaginn á móti Liverpool um helgina með fimm sigra og aðeins eitt tap í síðustu sjö leikjum sínum. Sky Sports skoðaði betur ástæðurnar fyrir mun betri leik Everton á þessu tímabili og hvernig knattspyrnustjóranum Marco Silva hefur tekið að nýta mannskapinn sinn betur á sínu fyrstu leikstíl í stjórastólnum á Goodison Park. Það þarf ekki að koma okkur Íslendingum mikið á óvart að ein af niðurstöðunum í þessari úttekt Sky Sports sé að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sé ein af lykilmönnunum í því að Everton tókst að betrumbæta sinn leik. Everton endaði í áttunda sæti á fyrsta tímabili Gylfa með félaginu þar sem þrír stýrðu liðinu ( Ronald Koeman, David Unsworth og Sam Allardyce) en liðið situr núna í sjötta sæti og á uppleið. Blaðamaður Sky Sports hrósar Everton ekki aðeins fyrir stigasöfnunina í vetur heldur einnig fyrir góðan fótbolta. Sóknartölfræði liðsins er allt önnur og miklu glæsilegri heldur en á síðasta tímabili þegar liðið spilaði hreinlega hundleiðinlegan fótbolta. Í fyrra var aðeins eitt lið í deildinni með færri skot á mark en í vetur er Everton liðið að reyna helmingi fleiri skot. Ekkert félag í deildinni hefur tekið viðlíka stökk í þeirri tölfræði. Varnarleikurinn er líka mun betri og liðið er að gefa andstæðingum sínum færri tækifæri að ná skotum að marki. Marco Silva steig stórt skref til framtíðar í sumar með því að kaupa sex leikmenn 25 ára yngri og nýju mennirnir hafa stimplað sig inn. Kurt Zouma, Yerry Mina og Lucas Digne hafa allir komið inn í varnarleikinn með góðum árangri og Digne er sá varnarmaður sem hefur skapað flest færi í deildinni. Andre Gomes hefur verið frábær á miðjunni og Bernard er líka að gera góða hluti. Svo má ekki gleyma sóknarmanninum Richarlison sem hefur skorað sex mörk og unnið sér sæti í brasilíska landsliðinu.Marco Silva has only been at Everton for six months but the stats show an impressive transformation | @Matt_Cheetham More here https://t.co/hnj2E0IGuB — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 29, 2018Lykilatriðið er þó hvernig Marco Silva tókst að kveikja á þeim Michael Keane og Gylfa Þór Sigurðssyni. Báðir áttu þeir ekki sitt besta tímabil í fyrra en hafa báðir verið magnaðir í vetur. „Þetta eru tveir leikmenn sem voru í vandræðum á síðasta tímabili en hafa báðir verið lykilmenn í uppkomu Everton. Ný forysta hefur lífgað þá við,“ segir meðal annars í úttekt Sky Sports.| Gylfi's gearing up for Sunday! Read https://t.co/NjQkGvm1oN#EFCpic.twitter.com/mVsDntfH8x — Everton (@Everton) November 28, 2018Dugnaður Gylfa hjálpar til að koma Everton á toppinn yfir það að vinna boltann á síðasta þriðjungi vallarins og Gylfi er líka lykilmaður í hraðari sóknum. Everton var alltof lengi að koma sér upp völlinn í fyrra en allt aðra sögu er að segja af liðinu í vetur. Nú er hinsvegar komið að athyglisverðu prófi á liðið þegar Gylfi og félagar heimsækja erkifjendur sína og nágranna í Liverpool á Anfield á sunnudaginn. Það má sjá alla úttekt Sky Sports með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Everton er á góðu skriði í ensku úrvalsdeildinni en liðið mætir inn í nágrannaslaginn á móti Liverpool um helgina með fimm sigra og aðeins eitt tap í síðustu sjö leikjum sínum. Sky Sports skoðaði betur ástæðurnar fyrir mun betri leik Everton á þessu tímabili og hvernig knattspyrnustjóranum Marco Silva hefur tekið að nýta mannskapinn sinn betur á sínu fyrstu leikstíl í stjórastólnum á Goodison Park. Það þarf ekki að koma okkur Íslendingum mikið á óvart að ein af niðurstöðunum í þessari úttekt Sky Sports sé að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sé ein af lykilmönnunum í því að Everton tókst að betrumbæta sinn leik. Everton endaði í áttunda sæti á fyrsta tímabili Gylfa með félaginu þar sem þrír stýrðu liðinu ( Ronald Koeman, David Unsworth og Sam Allardyce) en liðið situr núna í sjötta sæti og á uppleið. Blaðamaður Sky Sports hrósar Everton ekki aðeins fyrir stigasöfnunina í vetur heldur einnig fyrir góðan fótbolta. Sóknartölfræði liðsins er allt önnur og miklu glæsilegri heldur en á síðasta tímabili þegar liðið spilaði hreinlega hundleiðinlegan fótbolta. Í fyrra var aðeins eitt lið í deildinni með færri skot á mark en í vetur er Everton liðið að reyna helmingi fleiri skot. Ekkert félag í deildinni hefur tekið viðlíka stökk í þeirri tölfræði. Varnarleikurinn er líka mun betri og liðið er að gefa andstæðingum sínum færri tækifæri að ná skotum að marki. Marco Silva steig stórt skref til framtíðar í sumar með því að kaupa sex leikmenn 25 ára yngri og nýju mennirnir hafa stimplað sig inn. Kurt Zouma, Yerry Mina og Lucas Digne hafa allir komið inn í varnarleikinn með góðum árangri og Digne er sá varnarmaður sem hefur skapað flest færi í deildinni. Andre Gomes hefur verið frábær á miðjunni og Bernard er líka að gera góða hluti. Svo má ekki gleyma sóknarmanninum Richarlison sem hefur skorað sex mörk og unnið sér sæti í brasilíska landsliðinu.Marco Silva has only been at Everton for six months but the stats show an impressive transformation | @Matt_Cheetham More here https://t.co/hnj2E0IGuB — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 29, 2018Lykilatriðið er þó hvernig Marco Silva tókst að kveikja á þeim Michael Keane og Gylfa Þór Sigurðssyni. Báðir áttu þeir ekki sitt besta tímabil í fyrra en hafa báðir verið magnaðir í vetur. „Þetta eru tveir leikmenn sem voru í vandræðum á síðasta tímabili en hafa báðir verið lykilmenn í uppkomu Everton. Ný forysta hefur lífgað þá við,“ segir meðal annars í úttekt Sky Sports.| Gylfi's gearing up for Sunday! Read https://t.co/NjQkGvm1oN#EFCpic.twitter.com/mVsDntfH8x — Everton (@Everton) November 28, 2018Dugnaður Gylfa hjálpar til að koma Everton á toppinn yfir það að vinna boltann á síðasta þriðjungi vallarins og Gylfi er líka lykilmaður í hraðari sóknum. Everton var alltof lengi að koma sér upp völlinn í fyrra en allt aðra sögu er að segja af liðinu í vetur. Nú er hinsvegar komið að athyglisverðu prófi á liðið þegar Gylfi og félagar heimsækja erkifjendur sína og nágranna í Liverpool á Anfield á sunnudaginn. Það má sjá alla úttekt Sky Sports með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira