Úttekt Sky Sport: Frammistaða Gylfa lykill að uppkomu Everton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2018 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu um síðustu helgi. Vísir/Getty Everton er á góðu skriði í ensku úrvalsdeildinni en liðið mætir inn í nágrannaslaginn á móti Liverpool um helgina með fimm sigra og aðeins eitt tap í síðustu sjö leikjum sínum. Sky Sports skoðaði betur ástæðurnar fyrir mun betri leik Everton á þessu tímabili og hvernig knattspyrnustjóranum Marco Silva hefur tekið að nýta mannskapinn sinn betur á sínu fyrstu leikstíl í stjórastólnum á Goodison Park. Það þarf ekki að koma okkur Íslendingum mikið á óvart að ein af niðurstöðunum í þessari úttekt Sky Sports sé að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sé ein af lykilmönnunum í því að Everton tókst að betrumbæta sinn leik. Everton endaði í áttunda sæti á fyrsta tímabili Gylfa með félaginu þar sem þrír stýrðu liðinu ( Ronald Koeman, David Unsworth og Sam Allardyce) en liðið situr núna í sjötta sæti og á uppleið. Blaðamaður Sky Sports hrósar Everton ekki aðeins fyrir stigasöfnunina í vetur heldur einnig fyrir góðan fótbolta. Sóknartölfræði liðsins er allt önnur og miklu glæsilegri heldur en á síðasta tímabili þegar liðið spilaði hreinlega hundleiðinlegan fótbolta. Í fyrra var aðeins eitt lið í deildinni með færri skot á mark en í vetur er Everton liðið að reyna helmingi fleiri skot. Ekkert félag í deildinni hefur tekið viðlíka stökk í þeirri tölfræði. Varnarleikurinn er líka mun betri og liðið er að gefa andstæðingum sínum færri tækifæri að ná skotum að marki. Marco Silva steig stórt skref til framtíðar í sumar með því að kaupa sex leikmenn 25 ára yngri og nýju mennirnir hafa stimplað sig inn. Kurt Zouma, Yerry Mina og Lucas Digne hafa allir komið inn í varnarleikinn með góðum árangri og Digne er sá varnarmaður sem hefur skapað flest færi í deildinni. Andre Gomes hefur verið frábær á miðjunni og Bernard er líka að gera góða hluti. Svo má ekki gleyma sóknarmanninum Richarlison sem hefur skorað sex mörk og unnið sér sæti í brasilíska landsliðinu.Marco Silva has only been at Everton for six months but the stats show an impressive transformation | @Matt_Cheetham More here https://t.co/hnj2E0IGuB — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 29, 2018Lykilatriðið er þó hvernig Marco Silva tókst að kveikja á þeim Michael Keane og Gylfa Þór Sigurðssyni. Báðir áttu þeir ekki sitt besta tímabil í fyrra en hafa báðir verið magnaðir í vetur. „Þetta eru tveir leikmenn sem voru í vandræðum á síðasta tímabili en hafa báðir verið lykilmenn í uppkomu Everton. Ný forysta hefur lífgað þá við,“ segir meðal annars í úttekt Sky Sports.| Gylfi's gearing up for Sunday! Read https://t.co/NjQkGvm1oN#EFCpic.twitter.com/mVsDntfH8x — Everton (@Everton) November 28, 2018Dugnaður Gylfa hjálpar til að koma Everton á toppinn yfir það að vinna boltann á síðasta þriðjungi vallarins og Gylfi er líka lykilmaður í hraðari sóknum. Everton var alltof lengi að koma sér upp völlinn í fyrra en allt aðra sögu er að segja af liðinu í vetur. Nú er hinsvegar komið að athyglisverðu prófi á liðið þegar Gylfi og félagar heimsækja erkifjendur sína og nágranna í Liverpool á Anfield á sunnudaginn. Það má sjá alla úttekt Sky Sports með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Sjá meira
Everton er á góðu skriði í ensku úrvalsdeildinni en liðið mætir inn í nágrannaslaginn á móti Liverpool um helgina með fimm sigra og aðeins eitt tap í síðustu sjö leikjum sínum. Sky Sports skoðaði betur ástæðurnar fyrir mun betri leik Everton á þessu tímabili og hvernig knattspyrnustjóranum Marco Silva hefur tekið að nýta mannskapinn sinn betur á sínu fyrstu leikstíl í stjórastólnum á Goodison Park. Það þarf ekki að koma okkur Íslendingum mikið á óvart að ein af niðurstöðunum í þessari úttekt Sky Sports sé að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sé ein af lykilmönnunum í því að Everton tókst að betrumbæta sinn leik. Everton endaði í áttunda sæti á fyrsta tímabili Gylfa með félaginu þar sem þrír stýrðu liðinu ( Ronald Koeman, David Unsworth og Sam Allardyce) en liðið situr núna í sjötta sæti og á uppleið. Blaðamaður Sky Sports hrósar Everton ekki aðeins fyrir stigasöfnunina í vetur heldur einnig fyrir góðan fótbolta. Sóknartölfræði liðsins er allt önnur og miklu glæsilegri heldur en á síðasta tímabili þegar liðið spilaði hreinlega hundleiðinlegan fótbolta. Í fyrra var aðeins eitt lið í deildinni með færri skot á mark en í vetur er Everton liðið að reyna helmingi fleiri skot. Ekkert félag í deildinni hefur tekið viðlíka stökk í þeirri tölfræði. Varnarleikurinn er líka mun betri og liðið er að gefa andstæðingum sínum færri tækifæri að ná skotum að marki. Marco Silva steig stórt skref til framtíðar í sumar með því að kaupa sex leikmenn 25 ára yngri og nýju mennirnir hafa stimplað sig inn. Kurt Zouma, Yerry Mina og Lucas Digne hafa allir komið inn í varnarleikinn með góðum árangri og Digne er sá varnarmaður sem hefur skapað flest færi í deildinni. Andre Gomes hefur verið frábær á miðjunni og Bernard er líka að gera góða hluti. Svo má ekki gleyma sóknarmanninum Richarlison sem hefur skorað sex mörk og unnið sér sæti í brasilíska landsliðinu.Marco Silva has only been at Everton for six months but the stats show an impressive transformation | @Matt_Cheetham More here https://t.co/hnj2E0IGuB — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 29, 2018Lykilatriðið er þó hvernig Marco Silva tókst að kveikja á þeim Michael Keane og Gylfa Þór Sigurðssyni. Báðir áttu þeir ekki sitt besta tímabil í fyrra en hafa báðir verið magnaðir í vetur. „Þetta eru tveir leikmenn sem voru í vandræðum á síðasta tímabili en hafa báðir verið lykilmenn í uppkomu Everton. Ný forysta hefur lífgað þá við,“ segir meðal annars í úttekt Sky Sports.| Gylfi's gearing up for Sunday! Read https://t.co/NjQkGvm1oN#EFCpic.twitter.com/mVsDntfH8x — Everton (@Everton) November 28, 2018Dugnaður Gylfa hjálpar til að koma Everton á toppinn yfir það að vinna boltann á síðasta þriðjungi vallarins og Gylfi er líka lykilmaður í hraðari sóknum. Everton var alltof lengi að koma sér upp völlinn í fyrra en allt aðra sögu er að segja af liðinu í vetur. Nú er hinsvegar komið að athyglisverðu prófi á liðið þegar Gylfi og félagar heimsækja erkifjendur sína og nágranna í Liverpool á Anfield á sunnudaginn. Það má sjá alla úttekt Sky Sports með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Sjá meira