Enski boltinn

Mæta Gylfa og félögum með regnbogareimar á sunnudaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah og Gylfi Þór Sigurðsson mætast á sunnudaginn.
Mohamed Salah og Gylfi Þór Sigurðsson mætast á sunnudaginn. Vísir/Getty
Leikmenn Liverpool verða með óvenju litríka skó á Anfield á sunnudaginn þegar nágrannar þeirra í Everton koma í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton hafa verið að spila vel að undanförnu og það eru margir spenntir að sjá hvað þeir gera á móti hinu öfluga liði Liverpool. 

Það verða mörg augu fótboltaáhugafólks á þessum leik og Liverpool ætlar að nýta tækifærið og styðja við þarft málefni.





Liverpool mun nefnilega styðja við bakið á LGBT-hreyfingunni og Stonewall's Rainbow Laces herferðinnni með því að spila með regnbogareimar í leiknum.

Leikurinn á móti Everton verður opinber Rainbow Laces leikur Liverpool á leiktíðinni.

Áður en leikurinn verður flautaður á munu ungir skólarkrakkar ganga inn á völlinn með regnbogafána og eftir þeim mun Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, leiða sitt lið þar sem allir leikmennirnir verða í takkaskóm með regnbogareimar.

Regmbogalitirnir verða mjög áberandi á Anfield þennan dag eins og sem dæmi á tölvuskiltum vallarins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×