Enski boltinn

Táningapartý hjá Arsenal-liðinu í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emile Smith Rowe fagnar marki sínu.
Emile Smith Rowe fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Arsenal vann sannfærandi 3-0 sigur á úkraínska liðinu Vorskla Poltava í Evrópudeildinni í gær og tryggði sér með því sigur í sínum riðli.

Það sem vakti kannski enn meiri athygli var liðsuppstilling knattspyrnustjórans Unai Emery en telfdi fram sjö táningum í leiknum þar af voru fjórir þeirra í byrjunarliðinu.

Helmingur leikmanna sem spilaði fyrir Arsenal í gær hafði því ekki haldið upp á tvítugsafmælið sitt en í markinu stóð síðan hinn 36 ára gamli Petr Cech.

Það voru síðan mjög ungir leikmenn líka í byrjunarliðinu eins og hinn 21 árs gamli Ainsley Maitland-Niles og hinn 23 ára gamli Rob Holding.





Táningarnir sem spiluðu fyrir Arsenal í gær, aldur þeirra og leikstaða:

Mattéo Guendouzi, 19 ára miðjumaður (fæddur 14. apríl 1999)

Zech Medley 18 ára miðvörður (fæddur: 9. júlí 2000)

Charlie Gilmour, 19 ára miðjumaður (fæddur 11. febrúar 1999)    

Joe Willock, 19 ára miðjumaður (fæddur 20. ágúst 1999)

Emile Smith Rowe, 18 ára sóknartengiliður (fæddur 28. júlí 2000)

Bukayo Saka, 17 ára kantmaður (fæddur 5. september 2001)

Eddie Nketiah, 19 ára framherji (fæddur 30. maí 1999)

Arsenal spilaði 4-1-4-1 leikkerfið. Allir táningarnir sem byjuðu leikinn, Mattéo Guendouzi, Emile Smith Rowe, Joe Willock og Eddie Nketiah spiluðu framarlega á vellinum og tveir af þremur táningum sem komu inná völlinn spiluðu þar líka.

Zech Medley kom hinsvegar inná fyrir Rob Holding í vörninni.

Mörk Arsenal skoruðu þeir Emile Smith Rowe, Aaron Ramsey (víti) og Joe Willock.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×