Real upp í fimmta sætið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/getty
Real Madrid vann sinn sjötta leik af síðustu sex þegar Valencia mætti á Santiago Bernabeu í La Liga deildinni á Spáni í kvöld.

Fyrir leikinn hefði Valencia, sem sat í 13. sæti, getað farið upp fyrir Real Madrid í sjöunda sætinu með sigri. Í staðinn fór Real upp í fimmta sætið og er nú aðeins þremur stigum á eftir toppliði Sevilla sem þó á leik til góða.

Heimamenn komust yfir strax í upphafi þegar Daniel Wass skoraði sjálfsmark. Karim Benzema missti boltann í vítateig Valencia en Dani Carvajal vann hann aftur og sendi fyrirgjöf inn í teiginn. Wass var fyrsti maður á boltann en misreiknaði skallann sinn algjörlega og sendi skallann í eigið net.

Real var með völdin í fyrri hálfleik án þess að skapa mikið af fallegum færum. Í seinni hálfleik voru það gestirnir sem virtust líklegri, en markið kom þó frá Real.

Skyndisókn frá eigin vítateig endaði með fyrirgjöf frá Benzema sem Lucas Vazquez skilaði í netið. Leik lokið. Valencia ógnaði markinu lítið sem ekkert og sigur Real tryggður.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira