Enski boltinn

Mourinho: Það vita allir að hann er ekki Maradona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marouane Fellaini fagnar sigurmarki sínu í vikunni.
Marouane Fellaini fagnar sigurmarki sínu í vikunni. Vísir/Getty
Marouane Fellaini reddaði Jose Mourinho í Meistaradeildinni um helgina þegar hann tryggði Manchester United 1-0 sigur á Young Boys og um leið sæti í sextán liða úrslitum keppninnar.

Mourinho talaði líka um Belgann á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

„Fellaini er nú að fá það hrós sem hann á skilið en áður en ég kom þá fékk hann það ekki. Það vita allir að hann er ekki Maradona,“ sagði Jose Mourinho. BBC segir frá.

„Allir vita líka hvernig leikmaður hann er og hvað hann gefur sínu liði. Hann skorar mikilvæg mörk á mikilvægum tímapunktum sem skila dýrmætum sigrum,“ sagði Mourinho og bætti við:





„Ég veit hvaða stöður á vellinum hann getur spilað og hvaða verkefni hann getur tekið að sér,“ sagði Mourinho.

„Hann getur spilað sem þriðji miðvöður, sem framherji og svo sem átta nú þegar hann hefur fundið betra jafnvægi í sínum leik,“ sagði Mourinho.

„Hann er mjög mikilvægur fyrir okkur í báðum vítateigum,“ sagði Mourinho.

Jose Mourinho faðmar Marouane Fellaini.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×