Krefjast "ásættanlegrar niðurstöðu“ á þingflokksfundi Miðflokksins Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2018 13:44 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins (t.h.) og varaformaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson (fyrir miðju). Fréttablaðið/Ernir Þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi segjast vona að þingflokkur flokksins komist að „ásættanlegri niðurstöðu“ á fundi sínum í dag fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara sína og samstarfsfólk á Klaustur fyrr í mánuðinum. „Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið.“ Þetta kemur fram yfirlýsingu frá þeim Hallfríði G. Hólmgrímsdóttur, bæjarfulltrúa í Grindavík, Margréti Þórarinsdóttur í Reykjanesbæ og Tómasi Ellerti Tómassyni í Árborg. Þingflokkurinn mun funda í dag til að ræða atburði síðustu daga. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hefur sagst ætla að fara yfir kröfu um afsögn þingmennsku og aðra hluti með félögum sínum í þingflokknum síðar í dag.Skelfilegt og ömurlegt Einar G. Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að málið allt væri „skelfilegt“ og „hið ömurlegasta mál“. Hann segir til umræðu að stjórn félagsins muni halda fund nú um helgina til að ræða málið. „Mér þykir mjög vænt um flokkinn og tel að hann geti komið gríðarlega miklu góðu til leiða. Auðvitað verða menn að njóta trausts og geta unnið. Það er enginn tilgangur ef þeir geta ekki unnið.“Þannig að flokkurinn verður að bregðast við með einhverjum hætti? „Mér finnst það líklegt, já.“ Sjá má yfirlýsingu bæjarfulltrúanna í heild sinni að neðan. Bæjarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi harma þau niðrandi ummæli sem þingmenn Miðflokksins létu falla um samborgara sína og samstarfsfólk sitt þann 20. nóvember síðastliðinn á Klaustur Bar í Reykjavík og náðust á hljóðupptöku.Við vonum að þingflokkur Miðflokksins komist að ásættanlegri niðurstöðu á fundi sínum í dag fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem þarna áttu hlut að máli. Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið.Sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir - GrindavíkMargrét Þórarinsdóttir - ReykjanesbæTómas Ellert Tómasson - Svf. Árborg Grindavík Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00 Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Ummæli á klaustursupptökunum um "helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. 30. nóvember 2018 11:09 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi segjast vona að þingflokkur flokksins komist að „ásættanlegri niðurstöðu“ á fundi sínum í dag fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara sína og samstarfsfólk á Klaustur fyrr í mánuðinum. „Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið.“ Þetta kemur fram yfirlýsingu frá þeim Hallfríði G. Hólmgrímsdóttur, bæjarfulltrúa í Grindavík, Margréti Þórarinsdóttur í Reykjanesbæ og Tómasi Ellerti Tómassyni í Árborg. Þingflokkurinn mun funda í dag til að ræða atburði síðustu daga. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hefur sagst ætla að fara yfir kröfu um afsögn þingmennsku og aðra hluti með félögum sínum í þingflokknum síðar í dag.Skelfilegt og ömurlegt Einar G. Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að málið allt væri „skelfilegt“ og „hið ömurlegasta mál“. Hann segir til umræðu að stjórn félagsins muni halda fund nú um helgina til að ræða málið. „Mér þykir mjög vænt um flokkinn og tel að hann geti komið gríðarlega miklu góðu til leiða. Auðvitað verða menn að njóta trausts og geta unnið. Það er enginn tilgangur ef þeir geta ekki unnið.“Þannig að flokkurinn verður að bregðast við með einhverjum hætti? „Mér finnst það líklegt, já.“ Sjá má yfirlýsingu bæjarfulltrúanna í heild sinni að neðan. Bæjarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi harma þau niðrandi ummæli sem þingmenn Miðflokksins létu falla um samborgara sína og samstarfsfólk sitt þann 20. nóvember síðastliðinn á Klaustur Bar í Reykjavík og náðust á hljóðupptöku.Við vonum að þingflokkur Miðflokksins komist að ásættanlegri niðurstöðu á fundi sínum í dag fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem þarna áttu hlut að máli. Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið.Sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir - GrindavíkMargrét Þórarinsdóttir - ReykjanesbæTómas Ellert Tómasson - Svf. Árborg
Grindavík Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00 Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Ummæli á klaustursupptökunum um "helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. 30. nóvember 2018 11:09 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00
Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Ummæli á klaustursupptökunum um "helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. 30. nóvember 2018 11:09