Liverpool Echo: Einn leikmaður Cardiff City vonar að Gylfi geti spilað á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2018 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson var í viðtali hjá Liverpool Echo vegna leiks Cardiff City á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Umræðuefnið þarf nú ekki að koma óvart enda er blaðið í Bítlaborginni og með Everton leikur góður félagi hans úr íslenska landsliðinu. Aron Einar fer þarna yfir góðan vinskap sinn og Gylfa Þórs Sigurðssonar en þeir hafa verið miklir félagar síðan að þeir hittust fyrst í íslenska sautján ára landsliðinu. Saman hafa þeir síðan farið fyrir íslenska knattspyrnulandsliðinu í ævintýrum þess á undanförnum árum. Gylfi er að koma til baka eftir meiðsli en af þeim sökum gat Gylfi ekki verið með íslenska landsliðinu í leikjum á móti Belgíu og Katar. Aron Einar spilaði aftur á móti sinn fyrsta landsleik í nokkurn tíma á móti Belgíu. Blaðamaður Liverpool Echo hefur það eftir Aroni Einari að hann fái tækifæri til að mæta vini sínum á miðjunni á Goodison Park á morgun. „Everton liðið hefur verið að standa sig betur en á síðustu leiktíð. Nýi stjórinn þeirra hefur breytt mörgum hlutum hjá þeim,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Ég hef auðvitað talað við Gylfa en ég veit ekki hvort hann verði hundrað prósent klár því hann var ekki með íslenska landsliðinu í síðustu viku,“ sagði Aron Einar og notaði tækifærið til að gagnrýna tæklingu Chelsea mannsins Jorginho á Gylfa. Gylfi meiddist á ökkla við hana. „Þetta var ekki falleg tækling frá Jorginho. Þetta var ljótt að sjá ekki síst að þarna var maður sem ég þekki vel. Þetta var glannarlegt og leit ekki vel út í hægri endursýningu,“ sagði Aron.The reason why one Cardiff City player is hoping Gylfi Sigurdsson is fit to play for Everton this weekend https://t.co/HBynvyZzsx#everton#efc#toffees — Everton FC Live News (@efcliveupdates) November 23, 2018Aron Einar hrósar Gylfa fyrir frammistöðu sína í vetur. „Gylfi hefur staðið sig mjög vel en við vitum hvað hann getur og nú er hann að spila sína uppáhaldsstöðu. Auk hæfileikanna og tækninnar þá er einn duglegasti leikmaðurinn. Ég veit hversu mikilvægur hann hefur verið fyrir íslenska landsliðið og nú er hann að gera það sama fyrir Everton, að gefa stoðsendingar og skora mörk,“ sagði Aron.Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson í varnarvegg á móti Lionel Messi með þeim Birki Bjarnasyni og Herði Björgvini Magnússyni.Vísir/Getty„Það verður krefjandi verkefni að stoppa hann en það er ekki bara hann því það eru fleiri leikmenn í Everton liðinu sem hafa verið að spila vel á leiktíðinni. Ég hlakka samt til að mæta Gylfa á ný,“ sagði Aron. „Við hittumst fyrst með sautján ára landsliðinu í leik á móti Danmörku. Ég er að norðan og það var í fyrsta sinn sem ég hitti þessa stráka að sunnan,“ sagði Aron. „Við tölum núna saman á hverjum degi. Við höfum þekkst síðan við vorum sautján ára gamlir og þekkjum því hvorn annan mjög vel. Ég veit vel hvað hann getur. Ég þekki hans kosti og hans galla. Þeir eru ekki margir en nokkrir,“ sagði Aron. „Gylfi var hjá Tottenham síðast þegar við vorum báðir í ensku úrvalsdeildinni. Ég man vel þegar við mættumst. Það er ekki auðvelt en þegar leikurinn er flautaður á þá snýst allt um að ná í stigin þrjú. Ég nýt þess samt að mæta félaga mínum í landsliðinu og hef þá eitthvað auka til að hlakka til eftir leikinn,“ sagði Aron Einar en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson var í viðtali hjá Liverpool Echo vegna leiks Cardiff City á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Umræðuefnið þarf nú ekki að koma óvart enda er blaðið í Bítlaborginni og með Everton leikur góður félagi hans úr íslenska landsliðinu. Aron Einar fer þarna yfir góðan vinskap sinn og Gylfa Þórs Sigurðssonar en þeir hafa verið miklir félagar síðan að þeir hittust fyrst í íslenska sautján ára landsliðinu. Saman hafa þeir síðan farið fyrir íslenska knattspyrnulandsliðinu í ævintýrum þess á undanförnum árum. Gylfi er að koma til baka eftir meiðsli en af þeim sökum gat Gylfi ekki verið með íslenska landsliðinu í leikjum á móti Belgíu og Katar. Aron Einar spilaði aftur á móti sinn fyrsta landsleik í nokkurn tíma á móti Belgíu. Blaðamaður Liverpool Echo hefur það eftir Aroni Einari að hann fái tækifæri til að mæta vini sínum á miðjunni á Goodison Park á morgun. „Everton liðið hefur verið að standa sig betur en á síðustu leiktíð. Nýi stjórinn þeirra hefur breytt mörgum hlutum hjá þeim,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Ég hef auðvitað talað við Gylfa en ég veit ekki hvort hann verði hundrað prósent klár því hann var ekki með íslenska landsliðinu í síðustu viku,“ sagði Aron Einar og notaði tækifærið til að gagnrýna tæklingu Chelsea mannsins Jorginho á Gylfa. Gylfi meiddist á ökkla við hana. „Þetta var ekki falleg tækling frá Jorginho. Þetta var ljótt að sjá ekki síst að þarna var maður sem ég þekki vel. Þetta var glannarlegt og leit ekki vel út í hægri endursýningu,“ sagði Aron.The reason why one Cardiff City player is hoping Gylfi Sigurdsson is fit to play for Everton this weekend https://t.co/HBynvyZzsx#everton#efc#toffees — Everton FC Live News (@efcliveupdates) November 23, 2018Aron Einar hrósar Gylfa fyrir frammistöðu sína í vetur. „Gylfi hefur staðið sig mjög vel en við vitum hvað hann getur og nú er hann að spila sína uppáhaldsstöðu. Auk hæfileikanna og tækninnar þá er einn duglegasti leikmaðurinn. Ég veit hversu mikilvægur hann hefur verið fyrir íslenska landsliðið og nú er hann að gera það sama fyrir Everton, að gefa stoðsendingar og skora mörk,“ sagði Aron.Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson í varnarvegg á móti Lionel Messi með þeim Birki Bjarnasyni og Herði Björgvini Magnússyni.Vísir/Getty„Það verður krefjandi verkefni að stoppa hann en það er ekki bara hann því það eru fleiri leikmenn í Everton liðinu sem hafa verið að spila vel á leiktíðinni. Ég hlakka samt til að mæta Gylfa á ný,“ sagði Aron. „Við hittumst fyrst með sautján ára landsliðinu í leik á móti Danmörku. Ég er að norðan og það var í fyrsta sinn sem ég hitti þessa stráka að sunnan,“ sagði Aron. „Við tölum núna saman á hverjum degi. Við höfum þekkst síðan við vorum sautján ára gamlir og þekkjum því hvorn annan mjög vel. Ég veit vel hvað hann getur. Ég þekki hans kosti og hans galla. Þeir eru ekki margir en nokkrir,“ sagði Aron. „Gylfi var hjá Tottenham síðast þegar við vorum báðir í ensku úrvalsdeildinni. Ég man vel þegar við mættumst. Það er ekki auðvelt en þegar leikurinn er flautaður á þá snýst allt um að ná í stigin þrjú. Ég nýt þess samt að mæta félaga mínum í landsliðinu og hef þá eitthvað auka til að hlakka til eftir leikinn,“ sagði Aron Einar en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira