Aldargamalt fullveldi þarf að glíma við fjölbreytta ógn Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2018 20:30 Forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs segir fullveldinu stafa ógn af öðrum hlutum nú en þegar Ísland hlaut fullveldi fyrir hundrað árum. Hernaðarógnin hafi breyst og nú þurfi auk hennar að glíma við allt frá fölskum fréttum til netárása og alvarlegar loftlagsbreytingar. Í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands boðuðu Þjóðaröryggisráð og alþjóðamálastofnun í samvinnu við háskólanna til málþings í Hörpu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs, Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávörpuðu öll þingið ásamt fjölda sérfræðinga um fullveldi og þjóðaröryggi. Málþingið var haldið af þjóðaröryggisráði og alþjóðamálastofnun í samvinnu við háskólana í landinu þar sem í ávörpum og stuttum samræðum var velt upp ýmsum birtingarmyndum á þeim ógnum sem snúa að fullveldinu og þjóðaröryggingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði verkefnið ekki hvað síst að standa vörð um opna og upplýsta umræðu í samfélaginu sem væri grundvallarþáttur í lýðræðislegri stjórnskipan. „Hundrað árum eftir að Ísland varð fullvalda ríki stöndum við frami fyrir nýjum viðfangsefnum þegar kemur að öryggismálum. Hernaðarógnin lítur öðruvísi út en hún gerði þá, tæknin hefur breytt hernaði. Alþjóðlegt samstarf hefði breytt stríðsrekstri. Með auknu flæði bæði fólks og fjármagns hefur skipulögð brotastarfsemi gerbreyst. Nýjar net- og tækniógnir verða til nánast dag hvern,“ sagði Katrín. Það væri frumskylda stjórnvalda að gæta öryggis borgaranna en það yrði ekki gert með því að draga úr alþjóðlegu samstarfi heldur með því að auka það. Ólafur Ragnar sagði einstakt í sögunni að svo fámenn þjóð fengi fullveldi og það bæri að þakka þeim sem unnið hefðu úr því frá árinu 1918. Árangur Íslendinga síðustu öldina byggði að mesu á eigin verkum þótt samstarf við aðra hafi sannarlega hjálpað til. Lærdómur sögunnar væri að Íslendingar yrðu fyrst og fremst að treysta á sjálfa sig. „Hafa burði til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Jafnvel þótt öll helstu bandalagsríki reyni að þrýsta okkur í aðrar áttir,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Guðni Th. Jóhannesson hóf ávarp sitt á því að sagt hafi verið að fátt væri eins hættulegt og reyna að spá fyrir um framtíðina. En hitt væri líka víst að fátt væri eins hættulegt og að festast í fortíðinni. „Sú var tíð að einangrun okkar hér út í ballarhafi átti að vera okkur vörn. Átti að veita okkur þjóðaröryggi. En samt var það svo ef við misstum tengslin við útlönd að fullu eða nær öllu var voðinn vís,“ sagði forsetinn meðal annars. Erindi Katrínar Jakobsdóttur, Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðna Th. Jóhannessonar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs segir fullveldinu stafa ógn af öðrum hlutum nú en þegar Ísland hlaut fullveldi fyrir hundrað árum. Hernaðarógnin hafi breyst og nú þurfi auk hennar að glíma við allt frá fölskum fréttum til netárása og alvarlegar loftlagsbreytingar. Í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands boðuðu Þjóðaröryggisráð og alþjóðamálastofnun í samvinnu við háskólanna til málþings í Hörpu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs, Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ávörpuðu öll þingið ásamt fjölda sérfræðinga um fullveldi og þjóðaröryggi. Málþingið var haldið af þjóðaröryggisráði og alþjóðamálastofnun í samvinnu við háskólana í landinu þar sem í ávörpum og stuttum samræðum var velt upp ýmsum birtingarmyndum á þeim ógnum sem snúa að fullveldinu og þjóðaröryggingu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði verkefnið ekki hvað síst að standa vörð um opna og upplýsta umræðu í samfélaginu sem væri grundvallarþáttur í lýðræðislegri stjórnskipan. „Hundrað árum eftir að Ísland varð fullvalda ríki stöndum við frami fyrir nýjum viðfangsefnum þegar kemur að öryggismálum. Hernaðarógnin lítur öðruvísi út en hún gerði þá, tæknin hefur breytt hernaði. Alþjóðlegt samstarf hefði breytt stríðsrekstri. Með auknu flæði bæði fólks og fjármagns hefur skipulögð brotastarfsemi gerbreyst. Nýjar net- og tækniógnir verða til nánast dag hvern,“ sagði Katrín. Það væri frumskylda stjórnvalda að gæta öryggis borgaranna en það yrði ekki gert með því að draga úr alþjóðlegu samstarfi heldur með því að auka það. Ólafur Ragnar sagði einstakt í sögunni að svo fámenn þjóð fengi fullveldi og það bæri að þakka þeim sem unnið hefðu úr því frá árinu 1918. Árangur Íslendinga síðustu öldina byggði að mesu á eigin verkum þótt samstarf við aðra hafi sannarlega hjálpað til. Lærdómur sögunnar væri að Íslendingar yrðu fyrst og fremst að treysta á sjálfa sig. „Hafa burði til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Jafnvel þótt öll helstu bandalagsríki reyni að þrýsta okkur í aðrar áttir,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Guðni Th. Jóhannesson hóf ávarp sitt á því að sagt hafi verið að fátt væri eins hættulegt og reyna að spá fyrir um framtíðina. En hitt væri líka víst að fátt væri eins hættulegt og að festast í fortíðinni. „Sú var tíð að einangrun okkar hér út í ballarhafi átti að vera okkur vörn. Átti að veita okkur þjóðaröryggi. En samt var það svo ef við misstum tengslin við útlönd að fullu eða nær öllu var voðinn vís,“ sagði forsetinn meðal annars. Erindi Katrínar Jakobsdóttur, Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðna Th. Jóhannessonar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira