Enski boltinn

Gylfi var hetja Everton en kemst ekki í liðið hjá BBC

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Everton dýrmætan sigur í Íslendingaslag í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hetjudáðir hans heilluðu þó ekki alla.

Knattspyrnustjóri Everton hrósaði íslenska landsliðsmanninum mikið eftir leikinn og margir eru á því að hann hafi átt skilið að vera í úrvalsliði helgarinnar. Sérfræðingur BBC er ekki á sama máli en Garth Crooks setur saman lið helgarinnar fyrir breska ríkissjónvarpið.

Gylfi Þór Sigurðsson missti af landsleikjum Íslands vegna meiðsla en náði sér fyrir leikinn á móti Cardiff City á laugardaginn þar sem hann skoraði eina mark leiksins eins og sjá má hér fyrir neðan.



Klippa: Goal G Sigurdsson (59) Everton 1 - 0 Cardiff


Gylfi kemst ekki inn á miðjuna í úrvalsliðinu hjá BBC en þar eru þeir Stuart Armstrong hjá Southampton, Aaron Mooy hjá Huddersfield, Andre Gomes hjá Everton og Dele Alli hjá Tottenham.

Liðsfélagi Gylfa kemst því í liðið. „Mér fannst Andre Gomes vera óheppinn að komast ekki í úrvalsliðið mitt eftir frammistöðu sína á móti Chelsea á Stamford Bridge. Portúgalski landsliðsmaðurinn er mjög traustur inn á miðjunni en hann er líka öruggur á boltann og hefur auga fyrir sendingum. Það er mjög erfitt að spila á móti Cardiff en Andre Gomes var eini leikmaður Everton sem var eitthvað að ógna þeim. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði kannski markið en það var Andre Gomes sem þreytti þá,“ skrifaði Garth Crooks um Everton-mennina.

Úrvalslið vikunnar hjá BBC leit þannig út:

Markmaður:

Wayne Hennessey (Crystal Palace)

Varnarmenn:

Trent Alexander-Arnold (Liverpool)

Mamadou Sakho (Crystal Palace)

Andrew Robertson (Liverpool)

Miðjumenn:

Stuart Armstrong (Southampton)

Aaron Mooy (Huddersfield)

Andre Gomes (Everton)

Dele Alli (Tottenham)

Sóknarmenn:

Son Heung-min (Tottenham)

Aleksandar Mitrovic (Fulham)

Leroy Sane (Man City)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×