Enski boltinn

Gylfi: Velti því fyrir mér hvort að þetta væri einn af þessum dögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Everton fimmta sigurinn í síðustu sjö leikjum þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Cardiff City á Goodison Park.

Gylfi hefur skorað fimm mörk í þessum sjö síðustu leikjum og gefið eina stoðsendingu að auku. Hann er því heldur betur að sanna mikilvægi sitt fyrir Everton liðið.

Everton birti viðtal við Gylfa á Twitter-síðu sinni eftir leikinn en viðtalið má sjá hér eða hér fyrir neðan.





„Við vissum að við yrðum að vera þolinmóðir. Við áttum fullt af skotum og fullt af fyrirgjöfum en þegar varnarmaðurinn þeirra bjargaði á línu þá velti maður fyrir sér hvort að þetta yrði einn af þessum dögum,“ sagði Gylfi.

„Við héldum samt alltaf áfram, vorum að skapa færi og setja pressu á þá. Þetta var ekki fallegasta markið sem við höfum skorað á tímabilinu en það var mjög mikilvægt,“ sagði Gylfi.

„Þegar leið að lokum leiksins þá spilaði frábæran varnarleik,“ sagði Gylfi en Everton hélt marki sínu hreinu annan leikinn í röð. Liðið gerði markalaust jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge í síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé.

Það má sjá markið hans hér fyrir neðan.



Klippa: Goal G Sigurdsson (59) Everton 1 - 0 Cardiff



Fleiri fréttir

Sjá meira


×