Enski boltinn

26 ár síðan „Kóngurinn“ mætti á Old Trafford

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eric Cantona og Sir Alex Ferguson.
Eric Cantona og Sir Alex Ferguson. Vísir/Getty
26. nóvember er stór dagur í sögu Manchester United því þetta er dagurinn þegar Eric Cantona var kynntur sem nýr leikmaður félagsins fyrir 26 árum síðan.

Manchester United keypti Eric Cantona frá Leeds fyrir 1,2 milljónir punda en Frakkinn hafði orðið Englandsmeistari með Leeds á sínu fyrsta ári í enska boltanum.

Það er óhætt að segja að Eric Cantona hafi breytt örlögum Manchester United næstu árin á eftir.





Þegar Eric Cantona mætti á Old Trafford hafði Manchester United ekki orðið Englandsmeistari í aldarfjórðung eða síðan vorið 1967.

Á næstu fimm tímabilum Eric Cantona með Manchester United varð félagið fjórum sinnum Englandsmeistari og vann enska bikarinn tvisvar sinnum. Cantona skoraði 70 mörk í 156 deildarleikjum með United og réði oftar en ekki í úrslitum í mikilvægustu leikjunum.

Eina tímabilið sem  Eric Cantona varð ekki enskur meistari með Manchester United var 1994-95 tímabilið þegar hann var dæmdur í átta mánaða bann fyrir hið heimsfræga kung-fu spark sitt.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×