Enski boltinn

Slys í leikmannagöngunum seinkaði leik Burnley og Newcastle um hálftíma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heimavöllur Burnley.
Heimavöllur Burnley. vísir/getty
Leik Burnley og Newcastle í enska boltanum hefur verið frestað um hálftíma eftir atvik sem gerðist í leikmannagöngunum fyrir leikinn.

Burnley staðfesti það á Twitter-síðu sinni að hvorki leikmenn né starfslið hafi verið viðloðandi atvik sem gerðist í leikmannagöngunum fyrir leikinn.

Ekki var sagt frekar frá því hvað gerðist en líkur eru á að einhver starfsmaður leiksins hafi orðið fyrir einhveru áfalli. Sá hinn sami var fluttur rakleiðis á spítala.

Leikurinn hefst því klukkan 20.30 og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Ríkharð Óskar Guðnason lýsir leiknum en Jóhann Berg Guðmundsson er ekki í leikmannahóp Burnley vegna meiðsla.

Uppfært: Sky Sports hefur greint frá því að það var eftirlitsmaður dómara sem hneig niður í göngunum og hefur verið fluttur á spítala en líða hans er sögð stöðug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×