Enski boltinn

Leicester þurfti vítaspyrnukeppni til að slá út Southampton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Leicester fagna.
Leikmenn Leicester fagna. vísir/getty
Leicester er komið í 8-liða úrslit enska deildarbikarins, Carabao Cup, eftir sigur á Southampton í vítaspyrnukeppni í kvöld.

Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma en Southampton átti hættulegri tækifæri í síðari hálfleik. Nathan Redmond og Manolo Gabbiadini skutu meðal annars báðir í þverslána.

Eftir vítaspyrnukeppni enduðu leikar 6-5. Manolo Gabbiadini lét Danny Ward verja frá sér og ungur gutti, Nampalys Mendy skoraði úr síðasta vítinu, en hann var á láni hjá Nice á síðustu leiktíð.

Leicester er því komið í 8-liða úrslit en þar mæta þeir Englandsmeisturum Manchester City. Leikurinn verður spilaður átjánda desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×