Ginola útskýrir hvað gerðist þegar að Keegan öskraði frá sér titilinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. nóvember 2018 12:00 David Ginola fór ofan í saumana á síðustu andartökum þessa skemmtilega tímabils. skjáskot Tímabilið 1995/1996 í ensku úrvalsdeildinni var heldur betur eftirminnilegt en hinir svokölluðu „skemmtikraftar“ Kevins Keegans í Newcastle áttu titilinn vísan þegar að þeir voru mest með tólf stiga forskot á Manchester United. Smám saman saxaði United á forskotið og var komið á toppinn í apríl. Undir lok þess mánaðar vann Newcastle 1-0 sigur á Leeds og minnkaði muninn á toppnum í þrjú stig en Newcastle átti þá leik til góða. Fyrir leik Newcastle og Leeds hafði Sir Alex Ferguson látið þau orð falla að lið eins og Nottingham Forest myndi ekki leggja allt í sölurnar á móti Newcastle en lærisveinar Keegan átti leik á móti Forest nokkrum dögum síðar. Newcastle hafði samþykkt að spila heiðursleik Stuart Pearce á móti Forest sama ár og lék Ferguson sér að því að rugla í Keegan með því að segja að Nottingham Forest myndi ekki reyna á sig. Keegan beit á agnið og gjörsamlega missti vitið í viðtali við Sky Sports eftir sigurinn á Leeds. Þessi eldræða hans um Ferguson er talin hafa verið síðasti naglinn í líkkistu Newcastle þetta tímabilið en það gerði 1-1 jafntefli við Forest á meðan United vann Middlesbrough 3-0 og vann deildina með fjögurra stiga mun.Sir Alex Ferguson stóð uppi sem Englands- og bikarmeistari.vísir/gettyDavid Ginola var leikmaður Newcastle þetta tímabilið en hann var látinn rifja þetta upp í Monday Night Football á Sky Sports í byrjun vikunnar. Hann útskýrði þar hvaða áhrif þetta hafði á Newcastle-liðið. „Við vorum inn í búningsklefanum en heyrðum samt í honum. Við fórum meira að segja fram á gang því við héldum að það væri eitthvað í gangi. Leikmennirnir hlupu fram til að hjálpa honum því hann var öskrandi á alla,“ sagði Ginola. „Hann var virkilega pirraður því hann áttaði sig á því að hlutirnir væru að renna honum úr greipum. Þetta var mikil synd,“ sagði hann en Jamie Carragher spurði hvort þessi ástríða Keegans væri bæði styrkleiki hans og veikleiki eins og í þessu tilviki? „Þetta var bæði styrkleiki og veikleiki, svo sannarlega. Við sáum þarna þegar að hann var svona stressaður að hann var að missa sjálfstraustið. Þá spurði maður sig hvort hann gæti tekið réttar ákvarðanir á næstu dögum og vikum því hann var orðinn svo æstur,“ sagði David Ginola. Alla umræðuna um þetta skemmtilega tímabil má sjá hér að neðan. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Tímabilið 1995/1996 í ensku úrvalsdeildinni var heldur betur eftirminnilegt en hinir svokölluðu „skemmtikraftar“ Kevins Keegans í Newcastle áttu titilinn vísan þegar að þeir voru mest með tólf stiga forskot á Manchester United. Smám saman saxaði United á forskotið og var komið á toppinn í apríl. Undir lok þess mánaðar vann Newcastle 1-0 sigur á Leeds og minnkaði muninn á toppnum í þrjú stig en Newcastle átti þá leik til góða. Fyrir leik Newcastle og Leeds hafði Sir Alex Ferguson látið þau orð falla að lið eins og Nottingham Forest myndi ekki leggja allt í sölurnar á móti Newcastle en lærisveinar Keegan átti leik á móti Forest nokkrum dögum síðar. Newcastle hafði samþykkt að spila heiðursleik Stuart Pearce á móti Forest sama ár og lék Ferguson sér að því að rugla í Keegan með því að segja að Nottingham Forest myndi ekki reyna á sig. Keegan beit á agnið og gjörsamlega missti vitið í viðtali við Sky Sports eftir sigurinn á Leeds. Þessi eldræða hans um Ferguson er talin hafa verið síðasti naglinn í líkkistu Newcastle þetta tímabilið en það gerði 1-1 jafntefli við Forest á meðan United vann Middlesbrough 3-0 og vann deildina með fjögurra stiga mun.Sir Alex Ferguson stóð uppi sem Englands- og bikarmeistari.vísir/gettyDavid Ginola var leikmaður Newcastle þetta tímabilið en hann var látinn rifja þetta upp í Monday Night Football á Sky Sports í byrjun vikunnar. Hann útskýrði þar hvaða áhrif þetta hafði á Newcastle-liðið. „Við vorum inn í búningsklefanum en heyrðum samt í honum. Við fórum meira að segja fram á gang því við héldum að það væri eitthvað í gangi. Leikmennirnir hlupu fram til að hjálpa honum því hann var öskrandi á alla,“ sagði Ginola. „Hann var virkilega pirraður því hann áttaði sig á því að hlutirnir væru að renna honum úr greipum. Þetta var mikil synd,“ sagði hann en Jamie Carragher spurði hvort þessi ástríða Keegans væri bæði styrkleiki hans og veikleiki eins og í þessu tilviki? „Þetta var bæði styrkleiki og veikleiki, svo sannarlega. Við sáum þarna þegar að hann var svona stressaður að hann var að missa sjálfstraustið. Þá spurði maður sig hvort hann gæti tekið réttar ákvarðanir á næstu dögum og vikum því hann var orðinn svo æstur,“ sagði David Ginola. Alla umræðuna um þetta skemmtilega tímabil má sjá hér að neðan.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira