Ginola útskýrir hvað gerðist þegar að Keegan öskraði frá sér titilinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. nóvember 2018 12:00 David Ginola fór ofan í saumana á síðustu andartökum þessa skemmtilega tímabils. skjáskot Tímabilið 1995/1996 í ensku úrvalsdeildinni var heldur betur eftirminnilegt en hinir svokölluðu „skemmtikraftar“ Kevins Keegans í Newcastle áttu titilinn vísan þegar að þeir voru mest með tólf stiga forskot á Manchester United. Smám saman saxaði United á forskotið og var komið á toppinn í apríl. Undir lok þess mánaðar vann Newcastle 1-0 sigur á Leeds og minnkaði muninn á toppnum í þrjú stig en Newcastle átti þá leik til góða. Fyrir leik Newcastle og Leeds hafði Sir Alex Ferguson látið þau orð falla að lið eins og Nottingham Forest myndi ekki leggja allt í sölurnar á móti Newcastle en lærisveinar Keegan átti leik á móti Forest nokkrum dögum síðar. Newcastle hafði samþykkt að spila heiðursleik Stuart Pearce á móti Forest sama ár og lék Ferguson sér að því að rugla í Keegan með því að segja að Nottingham Forest myndi ekki reyna á sig. Keegan beit á agnið og gjörsamlega missti vitið í viðtali við Sky Sports eftir sigurinn á Leeds. Þessi eldræða hans um Ferguson er talin hafa verið síðasti naglinn í líkkistu Newcastle þetta tímabilið en það gerði 1-1 jafntefli við Forest á meðan United vann Middlesbrough 3-0 og vann deildina með fjögurra stiga mun.Sir Alex Ferguson stóð uppi sem Englands- og bikarmeistari.vísir/gettyDavid Ginola var leikmaður Newcastle þetta tímabilið en hann var látinn rifja þetta upp í Monday Night Football á Sky Sports í byrjun vikunnar. Hann útskýrði þar hvaða áhrif þetta hafði á Newcastle-liðið. „Við vorum inn í búningsklefanum en heyrðum samt í honum. Við fórum meira að segja fram á gang því við héldum að það væri eitthvað í gangi. Leikmennirnir hlupu fram til að hjálpa honum því hann var öskrandi á alla,“ sagði Ginola. „Hann var virkilega pirraður því hann áttaði sig á því að hlutirnir væru að renna honum úr greipum. Þetta var mikil synd,“ sagði hann en Jamie Carragher spurði hvort þessi ástríða Keegans væri bæði styrkleiki hans og veikleiki eins og í þessu tilviki? „Þetta var bæði styrkleiki og veikleiki, svo sannarlega. Við sáum þarna þegar að hann var svona stressaður að hann var að missa sjálfstraustið. Þá spurði maður sig hvort hann gæti tekið réttar ákvarðanir á næstu dögum og vikum því hann var orðinn svo æstur,“ sagði David Ginola. Alla umræðuna um þetta skemmtilega tímabil má sjá hér að neðan. Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Tímabilið 1995/1996 í ensku úrvalsdeildinni var heldur betur eftirminnilegt en hinir svokölluðu „skemmtikraftar“ Kevins Keegans í Newcastle áttu titilinn vísan þegar að þeir voru mest með tólf stiga forskot á Manchester United. Smám saman saxaði United á forskotið og var komið á toppinn í apríl. Undir lok þess mánaðar vann Newcastle 1-0 sigur á Leeds og minnkaði muninn á toppnum í þrjú stig en Newcastle átti þá leik til góða. Fyrir leik Newcastle og Leeds hafði Sir Alex Ferguson látið þau orð falla að lið eins og Nottingham Forest myndi ekki leggja allt í sölurnar á móti Newcastle en lærisveinar Keegan átti leik á móti Forest nokkrum dögum síðar. Newcastle hafði samþykkt að spila heiðursleik Stuart Pearce á móti Forest sama ár og lék Ferguson sér að því að rugla í Keegan með því að segja að Nottingham Forest myndi ekki reyna á sig. Keegan beit á agnið og gjörsamlega missti vitið í viðtali við Sky Sports eftir sigurinn á Leeds. Þessi eldræða hans um Ferguson er talin hafa verið síðasti naglinn í líkkistu Newcastle þetta tímabilið en það gerði 1-1 jafntefli við Forest á meðan United vann Middlesbrough 3-0 og vann deildina með fjögurra stiga mun.Sir Alex Ferguson stóð uppi sem Englands- og bikarmeistari.vísir/gettyDavid Ginola var leikmaður Newcastle þetta tímabilið en hann var látinn rifja þetta upp í Monday Night Football á Sky Sports í byrjun vikunnar. Hann útskýrði þar hvaða áhrif þetta hafði á Newcastle-liðið. „Við vorum inn í búningsklefanum en heyrðum samt í honum. Við fórum meira að segja fram á gang því við héldum að það væri eitthvað í gangi. Leikmennirnir hlupu fram til að hjálpa honum því hann var öskrandi á alla,“ sagði Ginola. „Hann var virkilega pirraður því hann áttaði sig á því að hlutirnir væru að renna honum úr greipum. Þetta var mikil synd,“ sagði hann en Jamie Carragher spurði hvort þessi ástríða Keegans væri bæði styrkleiki hans og veikleiki eins og í þessu tilviki? „Þetta var bæði styrkleiki og veikleiki, svo sannarlega. Við sáum þarna þegar að hann var svona stressaður að hann var að missa sjálfstraustið. Þá spurði maður sig hvort hann gæti tekið réttar ákvarðanir á næstu dögum og vikum því hann var orðinn svo æstur,“ sagði David Ginola. Alla umræðuna um þetta skemmtilega tímabil má sjá hér að neðan.
Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira