Innlent

Ostrur frá Spáni ollu matareitrun 48 viðskiptavina Skelfiskmarkaðarins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hrefna Rósa Sætran matreiðslumaður sem er ein af eigendum Skelfiskmarkaðarins.
Hrefna Rósa Sætran matreiðslumaður sem er ein af eigendum Skelfiskmarkaðarins. Vísir/Stefán
Staðfest hefur verið að orsök veikinda, sem komu upp hjá viðskiptavinum Skelfiskmarkaðarins fyrr í mánuðinum, má rekja til mengaðra ostra sem fluttar voru inn frá Spáni. Þá veiktust samtals 48 manns eftir að hafa innbyrt ostrurnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Fyrr í þessum mánuði bárust fréttir af matareitrun af völdum nóróveiru hjá hópum einstaklinga í tengslum við neyslu sjávarafurða á Skelfisksmarkaðinum í Reykjavík.

Samkvæmt því sem áður hefur komið fram þá veiktust 44 einstaklingar og áttu þeir allir það sameiginlegt að hafa snætt ostrur á veitingastaðnum dagana 8. nóvember til og með 13. nóvember sl. Nóroveirur greindust í ostrum sem voru á matseðli á þessu tímabili. Einnig er vitað um fjóra einstaklinga sem veiktust og áttu það sameiginlegt að hafa borðað ostrur á staðnum dagana 29. október til 4. nóvember.

Um er að ræða ostrur innfluttar frá Spáni sem ungviði og áfram ræktaðar til manneldis í Skjálfandaflóa af fyrirtækinu Víkurskel. Er þetta í fyrsta sinn sem nóróveira er staðfest í ostrum hér á landi. Leitað verður að uppsprettu sýkingarinnar í ostrunum.

Við skoðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kom í ljós að virkt móttökueftirlit og matvælaöryggiskerfi er í gildi á Skelfisksmarkaðinum. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×