Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2018 17:41 Hrefna Rósa Sætran matreiðslumaður sem er ein af eigendum Skelfiskmarkaðarins. Vísir/Stefán Skelfiskmarkaðurinn í Reykjavík hefur tekið ostrur af matseðli sínum eftir að þrettán manns úr átján manna hópi smituðust af nóróveiru eftir að hafa borðað á veitingastaðnum síðastliðinn föstudag.Greint var fyrst frá málinu á vef DV. Algengustu einkenni nóróveiki eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum án nokkurrar meðferðar.Á vef embættis landlæknis kemur fram að smit með ostrum sé vel þekkt embættið segir algengt að smitið berist í ostrurnar með nóróveirumenguðu vatni.Ostrurnar frá Húsavík Hrefna Rós Jóhannsdóttir Sætran er einn af eigendum Skelfisksmarkaðarins en eigendur markaðarins eru einnig hluthafar í fyrirtækinu Víkurskel á Húsavík sem ræktar ostrurnar sem eru á matseðli veitingastaðarins. Hrefna segir í samtali við Vísi að búið sé að taka ostrurnar af matseðli Skelfisksmarkaðarins. Ekki er búið að staðfesta hvernig gestirnir sem um ræðir smituðust af nóróveirunni en allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa borðað ostrur á veitingastaðnum. Hrefna segir að því sé gengið út frá því að líklegasta skýringin sé að smitið hafi borist með ostrunum. Staðnum bárust símtöl frá umræddum gestum þegar þeir tóku að veikjast. Ekki er vitað nákvæmlega hvort að fleiri en þessir þrettán hafi sýkst af veirunni. Einhverjir þeirra gætu hafa veikst og ekki látið vita á meðan aðrir hafi mögulega ekki fundið fyrir einkennum. Heilbrigðiseftirlitið mætti tvisvar Hún segir heilbrigðiseftirlitið hafa mætt tvisvar á Skelfiskmarkaðinn eftir að málið komst upp. Fulltrúar eftirlitsins tóku staðinn út hátt og lágt og gaf honum toppeinkunn að sögn Hrefnu. Hún segir að ostrurnar hafi ekki sýkst vegna meðhöndlunar á þeim á Skelfiskmarkaðinum, er talið að það eigi rætur sínar að rekja til framleiðsluferlisins. Ekki aftur fyrr en það verður óhætt Hrefna segir starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins ekki hafa fundið neitt athugavert þegar rætt var við starfsmenn Skelfiskmarkaðarins og þegar vinnuaðstaðan var skoðuð. „Þetta verður ekki aftur á matseðlinum hjá okkur fyrr en allt verður komið í lag,“ segir Hrefna. Hún tekur fram að ostrurnar séu einungis lítið brot af matseðli Skelfisksmarkaðarins og fólki óhætt að borða aðra rétti staðarins. Heilbrigðismál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Skelfiskmarkaðurinn í Reykjavík hefur tekið ostrur af matseðli sínum eftir að þrettán manns úr átján manna hópi smituðust af nóróveiru eftir að hafa borðað á veitingastaðnum síðastliðinn föstudag.Greint var fyrst frá málinu á vef DV. Algengustu einkenni nóróveiki eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum án nokkurrar meðferðar.Á vef embættis landlæknis kemur fram að smit með ostrum sé vel þekkt embættið segir algengt að smitið berist í ostrurnar með nóróveirumenguðu vatni.Ostrurnar frá Húsavík Hrefna Rós Jóhannsdóttir Sætran er einn af eigendum Skelfisksmarkaðarins en eigendur markaðarins eru einnig hluthafar í fyrirtækinu Víkurskel á Húsavík sem ræktar ostrurnar sem eru á matseðli veitingastaðarins. Hrefna segir í samtali við Vísi að búið sé að taka ostrurnar af matseðli Skelfisksmarkaðarins. Ekki er búið að staðfesta hvernig gestirnir sem um ræðir smituðust af nóróveirunni en allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa borðað ostrur á veitingastaðnum. Hrefna segir að því sé gengið út frá því að líklegasta skýringin sé að smitið hafi borist með ostrunum. Staðnum bárust símtöl frá umræddum gestum þegar þeir tóku að veikjast. Ekki er vitað nákvæmlega hvort að fleiri en þessir þrettán hafi sýkst af veirunni. Einhverjir þeirra gætu hafa veikst og ekki látið vita á meðan aðrir hafi mögulega ekki fundið fyrir einkennum. Heilbrigðiseftirlitið mætti tvisvar Hún segir heilbrigðiseftirlitið hafa mætt tvisvar á Skelfiskmarkaðinn eftir að málið komst upp. Fulltrúar eftirlitsins tóku staðinn út hátt og lágt og gaf honum toppeinkunn að sögn Hrefnu. Hún segir að ostrurnar hafi ekki sýkst vegna meðhöndlunar á þeim á Skelfiskmarkaðinum, er talið að það eigi rætur sínar að rekja til framleiðsluferlisins. Ekki aftur fyrr en það verður óhætt Hrefna segir starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins ekki hafa fundið neitt athugavert þegar rætt var við starfsmenn Skelfiskmarkaðarins og þegar vinnuaðstaðan var skoðuð. „Þetta verður ekki aftur á matseðlinum hjá okkur fyrr en allt verður komið í lag,“ segir Hrefna. Hún tekur fram að ostrurnar séu einungis lítið brot af matseðli Skelfisksmarkaðarins og fólki óhætt að borða aðra rétti staðarins.
Heilbrigðismál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira