Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 14:28 Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs. EPA/STIAN LYSBERG SOLUM Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. Ludvigsen er sakaður um að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir. Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang kemur fram að meint brot hafi verið framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014. Þá er hann sagður hafa brotið á mönnunum í sumarbústað, á heimili sínu, á hótelum í Ósló og í fylkisstjórnarhúsinu í Tromsö.Notfærði sér þroskaskerðingu hælisleitanda Ludvigsen er sakaður um að hafa herjað á mennina vegna bágrar stöðu þeirra sem hælisleitendur, og þá er einn þeirra jafnframt þroskaskertur. Haft er eftir lögmanni mannsins að Ludvigsen hafi notfært sér þroskaskerðingu skjólstæðings síns til að brjóta á honum kynferðislega á hótelherbergi í Ósló sumarið 2014. Þá hafi Ludvigsen einnig talið manninum trú um að sem fylkisstjóri Troms hefði hann vald til að veita honum norskan ríkisborgararétt, og enn fremur vald til að koma í veg fyrir að maðurinn öðlaðist ríkisborgararétt yfir höfuð. Brotin á hinum mönnunum tveimur eru sögð hafa átt sér stað á sex ára tímabili frá árinu 2011 fram til ársins 2017. Ludvigsen var handtekinn í janúar síðastliðnum í tengslum við viðamikla rannsókn á kynferðisbrotum embættismanna á árunum 2000-2017, en var sleppt úr haldi lögreglu mánuði síðar. „Það fyrirfinnst ekki grófara brot á trausti“ Ludvigsen settist í helgan stein árið 2014 eftir langan og farsælan feril í stjórnmálum fyrir norska Íhaldsflokkinn. Hann gegndi embætti sjávarútvegsráðherra í fyrri ríkisstjórn Kjell Magne Bondevik og var fylkisstjóri Troms frá 2006 til 2014. Hann hefur síðan setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og nefnda. Ludvigsen heimsótti Ísland árið 2012 til að kynna sér reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum í kjölfar jarðhræringa. Viðtal fréttamanns Stöðvar 2 við Ludvigsen má horfa á í í spilaranum hér að neðan.Málið hefur vakið mikinn óhug í Noregi. Leiðarahöfundur VG, Ander Giæver, segir í pistli á vef blaðsins í dag að um sé að ræða grófasta mál sinnar tegundar í manna minnum. Hann segir meint brot Ludvigsen viðbjóðsleg og nefnir einnig hversu vel honum tókst að vinna sér inn traust almennings á ferlinum. „Hvernig hefur fylkisstjóri aðgang að ungum hælisleitendum á þennan hátt?“ spyr Giæver. „Líklega er það mögulegt vegna þess að það er varla hægt að öðlast meira stjórnmálalegt traust í Noregi en Svein Ludvigsen hefur gert á löngum ferli í opinberu embætti. […] Það fyrirfinnst ekki grófara brot á trausti en það sem um ræðir í þessum ásökunum.“ Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Aðstoða Norðmenn vegna hættuástands Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð. 10. mars 2012 11:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. Ludvigsen er sakaður um að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir. Í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang kemur fram að meint brot hafi verið framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014. Þá er hann sagður hafa brotið á mönnunum í sumarbústað, á heimili sínu, á hótelum í Ósló og í fylkisstjórnarhúsinu í Tromsö.Notfærði sér þroskaskerðingu hælisleitanda Ludvigsen er sakaður um að hafa herjað á mennina vegna bágrar stöðu þeirra sem hælisleitendur, og þá er einn þeirra jafnframt þroskaskertur. Haft er eftir lögmanni mannsins að Ludvigsen hafi notfært sér þroskaskerðingu skjólstæðings síns til að brjóta á honum kynferðislega á hótelherbergi í Ósló sumarið 2014. Þá hafi Ludvigsen einnig talið manninum trú um að sem fylkisstjóri Troms hefði hann vald til að veita honum norskan ríkisborgararétt, og enn fremur vald til að koma í veg fyrir að maðurinn öðlaðist ríkisborgararétt yfir höfuð. Brotin á hinum mönnunum tveimur eru sögð hafa átt sér stað á sex ára tímabili frá árinu 2011 fram til ársins 2017. Ludvigsen var handtekinn í janúar síðastliðnum í tengslum við viðamikla rannsókn á kynferðisbrotum embættismanna á árunum 2000-2017, en var sleppt úr haldi lögreglu mánuði síðar. „Það fyrirfinnst ekki grófara brot á trausti“ Ludvigsen settist í helgan stein árið 2014 eftir langan og farsælan feril í stjórnmálum fyrir norska Íhaldsflokkinn. Hann gegndi embætti sjávarútvegsráðherra í fyrri ríkisstjórn Kjell Magne Bondevik og var fylkisstjóri Troms frá 2006 til 2014. Hann hefur síðan setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og nefnda. Ludvigsen heimsótti Ísland árið 2012 til að kynna sér reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum í kjölfar jarðhræringa. Viðtal fréttamanns Stöðvar 2 við Ludvigsen má horfa á í í spilaranum hér að neðan.Málið hefur vakið mikinn óhug í Noregi. Leiðarahöfundur VG, Ander Giæver, segir í pistli á vef blaðsins í dag að um sé að ræða grófasta mál sinnar tegundar í manna minnum. Hann segir meint brot Ludvigsen viðbjóðsleg og nefnir einnig hversu vel honum tókst að vinna sér inn traust almennings á ferlinum. „Hvernig hefur fylkisstjóri aðgang að ungum hælisleitendum á þennan hátt?“ spyr Giæver. „Líklega er það mögulegt vegna þess að það er varla hægt að öðlast meira stjórnmálalegt traust í Noregi en Svein Ludvigsen hefur gert á löngum ferli í opinberu embætti. […] Það fyrirfinnst ekki grófara brot á trausti en það sem um ræðir í þessum ásökunum.“
Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Aðstoða Norðmenn vegna hættuástands Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð. 10. mars 2012 11:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Aðstoða Norðmenn vegna hættuástands Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð. 10. mars 2012 11:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent