Enski boltinn

Gylfi segir Everton hlakka til grannaslagsins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi er sjóðandi heitur
Gylfi er sjóðandi heitur vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson segir mikla tilhlökkun ríkja í herbúðum Everton fyrir stórleikinn við nágrannana í Liverpool á sunnudaginn.

Gylfi hefur verið frábær í liði Everton í vetur og á stóran þátt í því að Everton er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Allir strákarnir hlakka til grannaslagsins og hafa hlakkað til hans síðan í upphafi tímabilsins. Tilhlökkunin hefur vaxið með hverri frammistöðunni síðustu mánuði,“ sagði Gylfi við sjónvarpsstöð Everton.

„Við getum farið með sjálfstraust úr leiknum við Chelsea. Það var góður leikur og við bættum ofan á hann með því að vinna næsta leik gegn Cardiff.“

„Liðið er að spila mjög vel og ná í úrslit. Við fórum í gegnum mjög erfiðan leik á laugardaginn og erum mjög ánægðir með síðustu vikur.“

Gylfi hefur komið að átta mörkum á tímabilinu til þessa, skorað sex sjálfur og gefið tvær stoðsendingar. Aðeins þrír leikmenn hafa gert betur, Eden Hazard, David Silva og Willian.

„Framtíðin er björt, við höfum lagt hart að okkur frá fyrsta degi og nað í mjög góð úrslit. Leikurinn á sunnudag er mjög stór fyrir okkur, við viljum standa okkur vel og erum tilbúnir í áskorunina,“ sagði Gylfi Þór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×