Enski boltinn

Það hefur margt gerst síðan að Lukaku skoraði síðast á Old Trafford

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku. Vísir/Getty
Twitter-heimurinn hefur gert grín að Romelu Lukaku eftir leikinn á móti BSC Young Boys í Meistaradeildinni í vikunni.

Þetta var enn einn heimaleikurinn þar sem Romelu Lukaku nær ekki að skora. Lukaku lagði reyndar upp sigurmarkið en fann ekki marknetið sjálfur.

Við erum ekki að tala um varnarmann eða miðjumenn í Manchester United liðinu heldur mann í fremstu víglínu sem er í liðinu til þess að skora mörk.

Síðasta mark Romelu Lukaku á Old Trafford kom 31. mars 2018. Síðan eru liðnir 243 dagar.

Hér fyrir neðan má sjá eitthvað af því sem hefur gerst í íþróttaheiminum á þeim tíma.





Romelu Lukaku hefur skorað 4 mörk á þessu tímabili en þau komu öll á útivelli, tvö heima hjá Burnley, eitt heima hjá Watford og eitt heima hjá Brighton & Hove Albion.

Lukaku hefur spilað sex deildarleiki, þrjá leiki í Meistaradeildinni og einn leik í enska deildabikarnum á Old Trafford á þessari leiktíð. Þetta eru því tíu leikir án marks.

skoraði síðast á Old Traford í deildarleik á móti Swansea 31. mars 2018. Honum tókst ekki að skora í þremur síðustu leikjum sínum á Old Trafford á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×