Enski boltinn

Tuttugu ár í dag frá fyrsta leik Steven Gerrard fyrir Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard kyssir Meistaradeildarbikarinn.
Steven Gerrard kyssir Meistaradeildarbikarinn. Vísir/Getty
Steven Gerrard hefur sett skóna upp á hillu en fyrir nákvæmlega tuttugu árum síðan þá spilaði hann sinn fyrsta aðalleik fyrir Liverpool.

Steven Gerrard lék með Liverpool frá 1998 til 2015 og var fyrirliði liðsins frá 2003 til 2015. Alls lék hann 710 leiki fyrir Liverpool.

Fyrsti leikurinn var á móti Blackburn Rovers á Anfield 29. nóvember 1998. Hann kom þá sem varamaður rétt fyirr leikslok fyrir Norðmanninn Vegard Heggem. Franski stjórinn Gérard Houllier gaf honum fyrsta tækifærið.



Fyrsti leikur Gerrard í byrjunarliði var strax í næsta leik þegar Liverpool mætti Tottenham á White Hart Lane. Gerrard var þá á þriggja manna miðju með þeim Patrik Berger og Paul Ince en fyrir framan þá voru þeir Robbie Fowler og Michael Owen.



Steven Gerrard er eini leikmaðurinn í sögunni sem hefur náð að skora í eftirtöldum fjórum úrslitaleikjum. Steven Gerrard skoraði fyrir Liverpool í úrslitaleik enska bikarsins, úrslitaleik enska deildabikarsins, úrslitaleik UEFA bikarsins og úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Liverpool-liðið vann alla þessa úrslitaleiki en alls vann Steven Gerrard níu titla með Liverpol þar af enska bikarinn tvisvar sinnum. Hann varð aftur á móti aldrei Englandsmeistari.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×