Ferðamaðurinn biðst fyrirgefningar á utanvegaakstrinum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2018 13:00 Skjáskot úr myndbandi af umræddum utanvegaakstri, sem birt var á YouTube. Mynd/Skjáskot „Ég og teymi mitt biðjumst innilegrar afsökunar vegna þessa atviks. Þetta er óafsakanlegt,“ segir Úkraínumaðurinn Bohdan Pavlichenko, ferðamaðurinn sem setti myndband af utanvegaakstri hóps hans sem hann var í hér á landi í september inn á Instagram. Hann segist bera mikla virðingu fyrir íslenskri náttúru og vitnar í bloggfærslu, sem hann hefur nú eytt, um ferðalagið hér á landi máli sínu til stuðnings. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn sem Vísir sendi á hann fyrr í dag vegna málsins. Utanvegaaksturinn hefur vakið töluverða athygli og nokkurra reiði ef marka má viðbrögð innan Facebook-hópsins Bakland ferðaþjónustunnar þar sem málefni hennar eru gjarnan rædd.Sjá einnig:„Þetta er til háborinnar skammar“ Pavlichenko var hér á landi í lok september í fylgd þess sem hann kallar „teymið sitt.“ Eins og sjá mátti í myndbandi sem hann birti á YouTube, en hefur nú verið eytt, ferðaðist hópurinn á tveimur bílaleigubílum, einkum á Suðurlandi. Það var þar sem öðrum bílnum var ekið í hringi á mosagrænu svæði með þeim afleiðingum að mosinn spændist upp.Lesandi sendi inn ábendingu um utanvegaaksturinn eftir að myndband af honum var hlaðið upp á Instagram-síðu Pavlichenko. Segir í ábendingunni að ferðamaðurinn hafi fyrst birt myndbandið á Instagram-reikningi sínum en síðar eytt því. Sjá má hluta af myndbandinu hér að neðan. Segist hafa ekki áttað sig á hvernig jarðvegur væri undir bílnum Í svari Pavlichenko við fyrirspurn Vísis segir hann að á meðan ferð þeirra hér á landi stóð hafi hópurinn gætt sín að ferðast varlega um íslenska náttúru. Enginn í hópnum hafi hins vegar áttað sig á því að á svæðinu sem utanvegaaksturinn átti sér stað hafi verið „eitthvað annað en jarðvegur“ en eins og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir ofan spænist mosinn upp er ökumaður bílsins spólar í hringi.Aðspurður hvort að hann og hópur hans hafi haft vitneskju um að utanvegakstur væri ólöglegur á Íslandi var svarið hans einfalt: „No comments“ auk þess sem að hann vill ekki segja hvort að hann hafi verið undir stýri.Sem fyrr segir vitnar Pavlichenko í bloggfærslu sem hann birti í síðasta mánuði þar sem hann fjallar um ferðalagið hér á landi. Bloggfærslan var aðgengileg þangað til í dag en svo virðist sem að Pavlichenko hafi eytt færslunni, ásamt Instagram-síðu hans sem er ekki lengur aðgengileg.Í færslunni fór hann fögrum orðum um land og þjóð og gekk svo svo langt að segja að á Íslandi hafi verið skapað „besta samfélag á jörðinni“ og að landið væri einstaklega fallegt. Málið fer til lögreglu eftir helgiÍ frétt Rúv um málið er haft eftir Ólafi A. Jónssyni, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun, að málið sé til skoðunar þar og verði tilkynnt til lögreglu sem muni sjá um rannsókn þess.Utanvegaakstur varðar sektum eða fangelsi en á vef Umhverfisstofnunar segir að svo virðist sem að slíkur akstur sé vaxandi vandamál hér á landi. Litið sé alvarlegum augum á hann enda geti gáleysislegur akstur valdið skemmdum á náttúrunni sem eru ár eða jafnvel áratugi að ganga til baka.Í sumar báðust franskir ferðamenn afsökunar á utanvegaakstri í Kerlingarfjöllum. Þurftu ökumennirnir að greiða 200 þúsund krónur í sekt hvor, samtals 400 þúsund. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður spændi upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri Erlendur ferðamaður á jepplingi sést spæna upp mosa í myndbandi sem hann, eða samferðamaður hans, hlóð upp á Instagram eftir ferð þeirra hér á landi. 9. nóvember 2018 23:51 „Þetta er til háborinnar skammar“ "Okkur finnst þetta til mikillar niðurlægingar og þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður Friðriksson, eigandi City Car Rental sem leigði út bílinn sem sjá má spæna upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri. 10. nóvember 2018 10:15 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
„Ég og teymi mitt biðjumst innilegrar afsökunar vegna þessa atviks. Þetta er óafsakanlegt,“ segir Úkraínumaðurinn Bohdan Pavlichenko, ferðamaðurinn sem setti myndband af utanvegaakstri hóps hans sem hann var í hér á landi í september inn á Instagram. Hann segist bera mikla virðingu fyrir íslenskri náttúru og vitnar í bloggfærslu, sem hann hefur nú eytt, um ferðalagið hér á landi máli sínu til stuðnings. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn sem Vísir sendi á hann fyrr í dag vegna málsins. Utanvegaaksturinn hefur vakið töluverða athygli og nokkurra reiði ef marka má viðbrögð innan Facebook-hópsins Bakland ferðaþjónustunnar þar sem málefni hennar eru gjarnan rædd.Sjá einnig:„Þetta er til háborinnar skammar“ Pavlichenko var hér á landi í lok september í fylgd þess sem hann kallar „teymið sitt.“ Eins og sjá mátti í myndbandi sem hann birti á YouTube, en hefur nú verið eytt, ferðaðist hópurinn á tveimur bílaleigubílum, einkum á Suðurlandi. Það var þar sem öðrum bílnum var ekið í hringi á mosagrænu svæði með þeim afleiðingum að mosinn spændist upp.Lesandi sendi inn ábendingu um utanvegaaksturinn eftir að myndband af honum var hlaðið upp á Instagram-síðu Pavlichenko. Segir í ábendingunni að ferðamaðurinn hafi fyrst birt myndbandið á Instagram-reikningi sínum en síðar eytt því. Sjá má hluta af myndbandinu hér að neðan. Segist hafa ekki áttað sig á hvernig jarðvegur væri undir bílnum Í svari Pavlichenko við fyrirspurn Vísis segir hann að á meðan ferð þeirra hér á landi stóð hafi hópurinn gætt sín að ferðast varlega um íslenska náttúru. Enginn í hópnum hafi hins vegar áttað sig á því að á svæðinu sem utanvegaaksturinn átti sér stað hafi verið „eitthvað annað en jarðvegur“ en eins og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir ofan spænist mosinn upp er ökumaður bílsins spólar í hringi.Aðspurður hvort að hann og hópur hans hafi haft vitneskju um að utanvegakstur væri ólöglegur á Íslandi var svarið hans einfalt: „No comments“ auk þess sem að hann vill ekki segja hvort að hann hafi verið undir stýri.Sem fyrr segir vitnar Pavlichenko í bloggfærslu sem hann birti í síðasta mánuði þar sem hann fjallar um ferðalagið hér á landi. Bloggfærslan var aðgengileg þangað til í dag en svo virðist sem að Pavlichenko hafi eytt færslunni, ásamt Instagram-síðu hans sem er ekki lengur aðgengileg.Í færslunni fór hann fögrum orðum um land og þjóð og gekk svo svo langt að segja að á Íslandi hafi verið skapað „besta samfélag á jörðinni“ og að landið væri einstaklega fallegt. Málið fer til lögreglu eftir helgiÍ frétt Rúv um málið er haft eftir Ólafi A. Jónssyni, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun, að málið sé til skoðunar þar og verði tilkynnt til lögreglu sem muni sjá um rannsókn þess.Utanvegaakstur varðar sektum eða fangelsi en á vef Umhverfisstofnunar segir að svo virðist sem að slíkur akstur sé vaxandi vandamál hér á landi. Litið sé alvarlegum augum á hann enda geti gáleysislegur akstur valdið skemmdum á náttúrunni sem eru ár eða jafnvel áratugi að ganga til baka.Í sumar báðust franskir ferðamenn afsökunar á utanvegaakstri í Kerlingarfjöllum. Þurftu ökumennirnir að greiða 200 þúsund krónur í sekt hvor, samtals 400 þúsund.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður spændi upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri Erlendur ferðamaður á jepplingi sést spæna upp mosa í myndbandi sem hann, eða samferðamaður hans, hlóð upp á Instagram eftir ferð þeirra hér á landi. 9. nóvember 2018 23:51 „Þetta er til háborinnar skammar“ "Okkur finnst þetta til mikillar niðurlægingar og þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður Friðriksson, eigandi City Car Rental sem leigði út bílinn sem sjá má spæna upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri. 10. nóvember 2018 10:15 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Ferðamaður spændi upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri Erlendur ferðamaður á jepplingi sést spæna upp mosa í myndbandi sem hann, eða samferðamaður hans, hlóð upp á Instagram eftir ferð þeirra hér á landi. 9. nóvember 2018 23:51
„Þetta er til háborinnar skammar“ "Okkur finnst þetta til mikillar niðurlægingar og þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður Friðriksson, eigandi City Car Rental sem leigði út bílinn sem sjá má spæna upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri. 10. nóvember 2018 10:15