Innlent

Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mennirnir fóru á tveimur jeppum utanvegar austan við Kerlingarfjöll, skammt frá fjallinu Loðmundi.
Mennirnir fóru á tveimur jeppum utanvegar austan við Kerlingarfjöll, skammt frá fjallinu Loðmundi. páll gíslason

Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun.
 
Í framhaldi af því gengust ökumennirnir undir sektargerð að upphæð 200 þúsund rkónur hvor, eða samtals 400 þúsund krónur, fyrir brot gegn ákvæðum náttúruverndarlaga, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.
 
Fjallað var um málið á vef Morgunblaðsins í gær en Páll Gíslason, framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar í Kerlingarfjöllum, segir í samtali við Vísi að ferðamennirnir hafi ekið utanvegar nálægt fjalli sem heitir Loðmundur. Voru þeir á bílum frá frönsku ferðaþjónustufyrirtæki.

Þeir hafi verið á ferð um hádegisbil og farið framhjá lokunarskiltum. Þegar þeir komu að skafli uppi á svæðinu lögðu þeir ekki í að keyra áfram og fóru þá framhjá skaflinum en lentu þar í drullusvaði og festu sig.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að mennirnir hafi borið sig aumlega þegar þeir komu á lögreglustöðina í morgun. Sögðust þeir ekki hafa áttað sig á því að svo blautt væri á svæðinu þar sem þeir voru að keyra.
 

Mennirnir báru sig aumlega við komu á lögreglustöð í morgun og kváðust ekki hafa áttað sig á að svæðið þar sem þeir óku um væri svona blautt. páll gíslason

Tengdar fréttir

Dýr utanvegaakstur á Dyrhólaey

Erlendir ökumenn tveggja bifreiða greiddu samtals á þriðja hundrað þúsund í sekt eftir að þeir voru gripnir við utanvegaakstur á Dyrhólaey í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.