Íslenski boltinn

Sísí verður í Eyjum næstu ár

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sigríður Lára í úrslitum Borgunarbikarsins í fyrra.
Sigríður Lára í úrslitum Borgunarbikarsins í fyrra. vísir/ernir
Sigríður Lára Garðarsdóttir er komin aftur heim til Vestmannaeyja og verður þar næstu árin en hún skrifaði undir lengsta samning í sögu kvennaliðs ÍBV.

Mbl.is greindi frá því í gær að Sigríður Lára hafi skrifað undir fjögurra ára samning við ÍBV ásamt því að hún tekur við fyrirliðabandi liðsins eftir að Sóley Guðmundsdóttir, fyrirliði síðustu ára, yfirgaf félagið í vetur.

Sigríður Lára spilaði með Lilleström í Noregi í sumar og varð norskur meistari með félaginu. Hún hefur spilað allan sinn feril á Íslandi með uppeldisfélaginu ÍBV og á 164 leiki fyrir félagið ásamt því að eiga 14 A-landsleiki að baki fyrir Ísland.

Í gærkvöld var staðfest að Jón Ólafur Daníelsson mun þjálfa liðið á næsta tímabili eftir að Ian Jeffs hætti. Jeffs er tekinn við stöðu aðstoðarþjálfara kvennalandsliðsins ásamt því að aðstoða við þjálfun karlaliðs ÍBV. Jón Ólafur var þjálfari kvennaliðs ÍBV frá 2007-2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×