Sara gefur Jóni Gnarr nýtt verk eftir sig Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2018 13:30 Sara og nýtt óklárað verk hennar sem hún hyggst gefa Jóni Gnarr. En Sara er mikill aðdáandi Jóns sem og Banksy sem eru henni sannkallaður innblástur. visir/vilhelm Sara Óskarsson, listamaður og varaþingmaður Pírata hefur gert verk sem hún hyggst færa Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra, sérstaklega að gjöf. Tilefnið er umræða um verk eftir Banksy sem Jón þáði frá Banksy þá er hann var borgarstjóri eftir að hafa falast sérstaklega eftir því. Verkið hékk samkvæmt skilyrðum hins dularfulla listamanns á skrifstofu borgarstjóra í tíð Jóns en hann hafði það svo heim með sér. Skiptar skoðanir eru um hvort um sé að ræða persónulega gjöf til Jóns eða hvort myndin heyri til borgarstjóraembættisins sem slíks og þar með borgarbúum öllum. Og þá er málum blandið hvort um sé að ræða einstakt verk eða fjöldaframleitt plakat. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið.Verkið er unnið með blandaðri tækni á striga og heitir Blómagrýtarinn hans Gnarr.visir/vilhelmSara er eðli máls samkvæmt áhugasöm um allt þetta, sem stjórnmála- og listamaður, þarna koma saman þættir sem hún brennur fyrir. Sara hefur nú gert verk sem er 70x100 cm, unnið með blandaðri tækni á striga. Hún segir það vera undir miklum áhrifum frá Banksy, eins og reyndar öll hennar málverk; vinna, aktívismi, pólitík og hefur svo verið í rúman áratug.Jón breytti hinum rykföllnu og mygluðu stjórnmálum „Þetta var alveg rakið. Verkið heitir Blómagrýtarinn hans Gnarr,“ segir Sara og fer ekki leynt með aðdáun sína á bæði Banksy sem og Jóni. „Hann hefur veitt mér innblástur, gleðiinnblástur, alvöru „hard-core“ innblástur. Hann þorði að „grýta“ sjálfum sér og hugsjónum sínum inn í rykfallna, óupplýsta og myglaða kima stjórnmálanna með listina sína og sérstæðu og einstöku hæfileika sína eina að „vopni“ eins og blóm.“ Sara skrifaði færslu á Facebooksíðu sína sem sjá má nánar hér neðar þar sem hún lýsir nánar því hvernig verkið er til komið.Hér má sjá smáatriði verks Söru.Sara gerir skýran greinarmun á sér sem listamanni og svo stjórnmálamanni. Þetta kemur í ljós þegar hún er spurð hvað henni þyki um umræðuna sem slíka, hvort henni finnist hún fáránlegur stormur í vatnsglasi eða hvort um réttmætar athugasemdir sé að ræða? „Nei, mér finnst umræðan ekki fáránleg, mér finnst hún í raun mjög þörf en þá einna helst út frá því hvernig samfélagið umgengst list. Sem stjórnmálamaður nálgast ég þetta auðvitað 100 prósent út frá lagabókstaf þessa lands. En sem listamaður á töluvert annan hátt,“ segir Sara sem telur Jón Gnarr á margan hátt vera Banksy Íslands.Snillingurinn Jón „Hann er snillingur sem að tókst að brjóta niður fyrirframgefna múranna á milli stjórnmálanna með list sinni, með snilligáfu sinni rétt eins og Banksy. Jón setti fram nýtt form stjórnmála á Íslandi. Hann „grýtti“ sér sjálfum inn í bilið á milli listar og stjórnmála og óx í gjánni. Hann útmáði mörkin á milli raunveruleikans og listarinnar með persónusköpun sem fangaði þjóðareinkenni sem við „cringe-uðum“ yfir þegar að hann stillti upp þeim spegli fyrir framan okkur.“Sara segist hæglega geta skrifað ritgerð um þetta hjartans mál sitt, hún segir Jón hafa tekið málin í sínar hendur eftir að stjórnmálin hér á landi hafi brugðist.Umræðan mikilvæg alveg óvart „Slíkar fyrirmyndir eru ómetanlegar fyrir okkur hin, okkur öll. En sér í lagi okkur listamennina sem að leitumst eftir því að reyna að knýja fram breytingar með listsköpun og með því að nota það sem verkfæri. Jón Gnarr máði út mörkin á milli listarinnar og pólitíkurinnar. Eins og Banksy. Og fangaði þannig fyrst athygli Íslenskra kjósenda en svo einnig heimsins.“ Sara segir umræðuna undanfarna daga þarfa en hún sé það í raun óvart. „Það sorglega þó er hún kom upp um þetta gegnumgangandi vantraust í íslensku samfélagi - vantraust á stjórnmálin og allt stjórnmálafólk - en líka vantraust og tortryggni gagnvart náunganum.“Sara segir þessa umræðu marglaga og spennandi. Það megi til dæmis spyrja hvor sé valdameiri Jón borgarstjóri eða Jón listamaður? Þegar allt kemur til alls. „Umræðan er írónísk fyrir margra hluta sakir. Listamenn eru jaðarsettur hópur sem eins og stjórnmálafólk teljast sennilega til hötuðustu stétta landsins. Listamenn undir yfirskriftinni að þeir séu húðlatar samfélagsblóðsugur. En svo gerist eitthvað svona eins og með Banksy- verkið og þá vilja allir komast að og öllum finnst þeir eiga tilkall til þess. Afurð jaðarsetta hópsins verður súper mainstream og súper eftirsótt.“ Sara er að leggja lokahönd á verk sitt og mun setja sig í samband við Jón Gnarr í kvöld með þá spurn hvort hann vilji ekki þiggja verkið? Banksy og Jón Gnarr Borgarstjórn Menning Myndlist Stjórnsýsla Tengdar fréttir Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13 Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Breski listamaðurinn Banksy færði Jóni Gnarr, þáverandi borgarstjóra, mynd að gjöf með því skilyrði að hún yrði á skrifstofu borgarstjóra. Strangar reglur gilda um gjafir til kjörinna fulltrúa. Persónuleg gjöf segir Jón. 10. nóvember 2018 07:00 Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Sara Óskarsson, listamaður og varaþingmaður Pírata hefur gert verk sem hún hyggst færa Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra, sérstaklega að gjöf. Tilefnið er umræða um verk eftir Banksy sem Jón þáði frá Banksy þá er hann var borgarstjóri eftir að hafa falast sérstaklega eftir því. Verkið hékk samkvæmt skilyrðum hins dularfulla listamanns á skrifstofu borgarstjóra í tíð Jóns en hann hafði það svo heim með sér. Skiptar skoðanir eru um hvort um sé að ræða persónulega gjöf til Jóns eða hvort myndin heyri til borgarstjóraembættisins sem slíks og þar með borgarbúum öllum. Og þá er málum blandið hvort um sé að ræða einstakt verk eða fjöldaframleitt plakat. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið.Verkið er unnið með blandaðri tækni á striga og heitir Blómagrýtarinn hans Gnarr.visir/vilhelmSara er eðli máls samkvæmt áhugasöm um allt þetta, sem stjórnmála- og listamaður, þarna koma saman þættir sem hún brennur fyrir. Sara hefur nú gert verk sem er 70x100 cm, unnið með blandaðri tækni á striga. Hún segir það vera undir miklum áhrifum frá Banksy, eins og reyndar öll hennar málverk; vinna, aktívismi, pólitík og hefur svo verið í rúman áratug.Jón breytti hinum rykföllnu og mygluðu stjórnmálum „Þetta var alveg rakið. Verkið heitir Blómagrýtarinn hans Gnarr,“ segir Sara og fer ekki leynt með aðdáun sína á bæði Banksy sem og Jóni. „Hann hefur veitt mér innblástur, gleðiinnblástur, alvöru „hard-core“ innblástur. Hann þorði að „grýta“ sjálfum sér og hugsjónum sínum inn í rykfallna, óupplýsta og myglaða kima stjórnmálanna með listina sína og sérstæðu og einstöku hæfileika sína eina að „vopni“ eins og blóm.“ Sara skrifaði færslu á Facebooksíðu sína sem sjá má nánar hér neðar þar sem hún lýsir nánar því hvernig verkið er til komið.Hér má sjá smáatriði verks Söru.Sara gerir skýran greinarmun á sér sem listamanni og svo stjórnmálamanni. Þetta kemur í ljós þegar hún er spurð hvað henni þyki um umræðuna sem slíka, hvort henni finnist hún fáránlegur stormur í vatnsglasi eða hvort um réttmætar athugasemdir sé að ræða? „Nei, mér finnst umræðan ekki fáránleg, mér finnst hún í raun mjög þörf en þá einna helst út frá því hvernig samfélagið umgengst list. Sem stjórnmálamaður nálgast ég þetta auðvitað 100 prósent út frá lagabókstaf þessa lands. En sem listamaður á töluvert annan hátt,“ segir Sara sem telur Jón Gnarr á margan hátt vera Banksy Íslands.Snillingurinn Jón „Hann er snillingur sem að tókst að brjóta niður fyrirframgefna múranna á milli stjórnmálanna með list sinni, með snilligáfu sinni rétt eins og Banksy. Jón setti fram nýtt form stjórnmála á Íslandi. Hann „grýtti“ sér sjálfum inn í bilið á milli listar og stjórnmála og óx í gjánni. Hann útmáði mörkin á milli raunveruleikans og listarinnar með persónusköpun sem fangaði þjóðareinkenni sem við „cringe-uðum“ yfir þegar að hann stillti upp þeim spegli fyrir framan okkur.“Sara segist hæglega geta skrifað ritgerð um þetta hjartans mál sitt, hún segir Jón hafa tekið málin í sínar hendur eftir að stjórnmálin hér á landi hafi brugðist.Umræðan mikilvæg alveg óvart „Slíkar fyrirmyndir eru ómetanlegar fyrir okkur hin, okkur öll. En sér í lagi okkur listamennina sem að leitumst eftir því að reyna að knýja fram breytingar með listsköpun og með því að nota það sem verkfæri. Jón Gnarr máði út mörkin á milli listarinnar og pólitíkurinnar. Eins og Banksy. Og fangaði þannig fyrst athygli Íslenskra kjósenda en svo einnig heimsins.“ Sara segir umræðuna undanfarna daga þarfa en hún sé það í raun óvart. „Það sorglega þó er hún kom upp um þetta gegnumgangandi vantraust í íslensku samfélagi - vantraust á stjórnmálin og allt stjórnmálafólk - en líka vantraust og tortryggni gagnvart náunganum.“Sara segir þessa umræðu marglaga og spennandi. Það megi til dæmis spyrja hvor sé valdameiri Jón borgarstjóri eða Jón listamaður? Þegar allt kemur til alls. „Umræðan er írónísk fyrir margra hluta sakir. Listamenn eru jaðarsettur hópur sem eins og stjórnmálafólk teljast sennilega til hötuðustu stétta landsins. Listamenn undir yfirskriftinni að þeir séu húðlatar samfélagsblóðsugur. En svo gerist eitthvað svona eins og með Banksy- verkið og þá vilja allir komast að og öllum finnst þeir eiga tilkall til þess. Afurð jaðarsetta hópsins verður súper mainstream og súper eftirsótt.“ Sara er að leggja lokahönd á verk sitt og mun setja sig í samband við Jón Gnarr í kvöld með þá spurn hvort hann vilji ekki þiggja verkið?
Banksy og Jón Gnarr Borgarstjórn Menning Myndlist Stjórnsýsla Tengdar fréttir Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13 Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Breski listamaðurinn Banksy færði Jóni Gnarr, þáverandi borgarstjóra, mynd að gjöf með því skilyrði að hún yrði á skrifstofu borgarstjóra. Strangar reglur gilda um gjafir til kjörinna fulltrúa. Persónuleg gjöf segir Jón. 10. nóvember 2018 07:00 Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13
Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Breski listamaðurinn Banksy færði Jóni Gnarr, þáverandi borgarstjóra, mynd að gjöf með því skilyrði að hún yrði á skrifstofu borgarstjóra. Strangar reglur gilda um gjafir til kjörinna fulltrúa. Persónuleg gjöf segir Jón. 10. nóvember 2018 07:00
Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58