Veita aukið fjármagn í rannsóknina á hvarfi Madeleine McCann Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2018 23:55 Madeleine McCann var tæplega fjögurra ára þegar hún hvarf í Portúgal árið 2007. Vísir/EPA Breska innanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita 150 þúsund pundum aukalega í rannsóknina á hvarfi Madeleine McCann. Fréttastofa Sky í Bretlandi greinir frá þessu en þar kemur fram að lögreglan í Lundúnum hefði ekki yfir nægu fjármagni að ráða til að halda rannsókninni áfram. Var það ljóst í september síðastliðnum og fór lögreglan því fram á aukafjárveitingu frá innanríkisráðuneytinu. Er vonast til að þessi 150 þúsund pund, sem gera um 24 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, dugi til að standa undir rannsókn hvarfsins þar til 31. mars næstkomandi. Sky segir frá því lögreglan hafi þurft að sækja um aukafjárveitingu vegna rannsóknarinnar á hálfs árs fresti. Innanríkisráðuneytisins segist meta það út frá samtölum við lögregluna hvort tilefni sé til aukafjárveitingar vegna rannsóknarinnar sem hefur kostað breska ríkið 11,7 milljónir punda, eða því sem nemur um 1,8 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Foreldrar Madeleine McCann, Gerry og Kate.Vísir/EPAMadeleine var tæplega fjögurra ára gömul þegar hún hvarf í portúgalska bænum Praia da Luz þar sem hún var í fríi með foreldrum sínum árið 2007. Foreldrar hennar höfðu skilið hana eftir í íbúðinni ásamt systkinum tveimur á meðan þeir héldu á veitingastað ásamt vinum sem var í nokkurra tuga metra fjarlægð frá íbúðinni. Portúgalska lögreglan rannsakaði málið en árið 2013 ákvað lögreglan í Lundúnum að hefja eigin rannsókn. Á meðal þess sem hefur verið unnið eftir er að Madeleine hafi verið numin á brott, hún hafi sjálf farið úr íbúðinni eða að hún hafi látið lífið í íbúðinni. Foreldrar hennar, Kate og Gerry McCann, höfðu stöðu sakbornings í Portúgal þar til saksóknari ákvað að fella rannsóknina niður vegna skorts á sönnunargögnum. Voru foreldrarnir um tíma grunaðir um að hafa reynt að hylma yfir að Madeleine hefði látist af slysförum í íbúðinni. Bretland Madeleine McCann Tengdar fréttir McCann-hjónin halda enn í vonina eftir tíu ár Tíu árum eftir að Madeleine McCann hvarf af hótelherbergi í Portúgal eru foreldrar hennar enn vongóðir um að hún sé á lífi og að hún komi í leitirnar. 30. apríl 2017 09:25 Fjórir leystir undan grun vegna hvarfs Madeleine Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard segist þó enn vera með eina mikilvæga vísbendingu til rannsóknar. 25. apríl 2017 21:30 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Breska innanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita 150 þúsund pundum aukalega í rannsóknina á hvarfi Madeleine McCann. Fréttastofa Sky í Bretlandi greinir frá þessu en þar kemur fram að lögreglan í Lundúnum hefði ekki yfir nægu fjármagni að ráða til að halda rannsókninni áfram. Var það ljóst í september síðastliðnum og fór lögreglan því fram á aukafjárveitingu frá innanríkisráðuneytinu. Er vonast til að þessi 150 þúsund pund, sem gera um 24 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, dugi til að standa undir rannsókn hvarfsins þar til 31. mars næstkomandi. Sky segir frá því lögreglan hafi þurft að sækja um aukafjárveitingu vegna rannsóknarinnar á hálfs árs fresti. Innanríkisráðuneytisins segist meta það út frá samtölum við lögregluna hvort tilefni sé til aukafjárveitingar vegna rannsóknarinnar sem hefur kostað breska ríkið 11,7 milljónir punda, eða því sem nemur um 1,8 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Foreldrar Madeleine McCann, Gerry og Kate.Vísir/EPAMadeleine var tæplega fjögurra ára gömul þegar hún hvarf í portúgalska bænum Praia da Luz þar sem hún var í fríi með foreldrum sínum árið 2007. Foreldrar hennar höfðu skilið hana eftir í íbúðinni ásamt systkinum tveimur á meðan þeir héldu á veitingastað ásamt vinum sem var í nokkurra tuga metra fjarlægð frá íbúðinni. Portúgalska lögreglan rannsakaði málið en árið 2013 ákvað lögreglan í Lundúnum að hefja eigin rannsókn. Á meðal þess sem hefur verið unnið eftir er að Madeleine hafi verið numin á brott, hún hafi sjálf farið úr íbúðinni eða að hún hafi látið lífið í íbúðinni. Foreldrar hennar, Kate og Gerry McCann, höfðu stöðu sakbornings í Portúgal þar til saksóknari ákvað að fella rannsóknina niður vegna skorts á sönnunargögnum. Voru foreldrarnir um tíma grunaðir um að hafa reynt að hylma yfir að Madeleine hefði látist af slysförum í íbúðinni.
Bretland Madeleine McCann Tengdar fréttir McCann-hjónin halda enn í vonina eftir tíu ár Tíu árum eftir að Madeleine McCann hvarf af hótelherbergi í Portúgal eru foreldrar hennar enn vongóðir um að hún sé á lífi og að hún komi í leitirnar. 30. apríl 2017 09:25 Fjórir leystir undan grun vegna hvarfs Madeleine Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard segist þó enn vera með eina mikilvæga vísbendingu til rannsóknar. 25. apríl 2017 21:30 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
McCann-hjónin halda enn í vonina eftir tíu ár Tíu árum eftir að Madeleine McCann hvarf af hótelherbergi í Portúgal eru foreldrar hennar enn vongóðir um að hún sé á lífi og að hún komi í leitirnar. 30. apríl 2017 09:25
Fjórir leystir undan grun vegna hvarfs Madeleine Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard segist þó enn vera með eina mikilvæga vísbendingu til rannsóknar. 25. apríl 2017 21:30